Lífið

Flýgur til London eftir meðferðina

Söng- og leikkonan Lindsay Lohan flýgur til London þegar hún er búin í meðferð í lok þessa mánaðar.

Lindsay var dæmd til að dúsa í meðferð í þrjá mánuði eftir að upp komst að hún hefði logið að lögregluþjónum sem voru að rannsaka bílslys sem hún lenti í síðasta sumar.

Vonandi nær Lindsay tökum á lífi sínu.
Lindsay er nú búin að panta sér farmiða aðra leiðina til London þegar meðferðinni lýkur en það verður nóg að gera hjá þessari skrautlegu stjörnu þegar hún losnar af meðferðarstöðinni Cliffside. Hún hefur nefnilega samþykkt að opna sig í viðtali við Opruh Winfrey en stefnt er á að framleiða heimildarþáttaseríu í átta hlutum um Lindsay og leið hennar á beinu brautinni.

Kiss kiss.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.