Lífið

Barnabílstóllinn kostar 150 þúsund

Nýbökuðu foreldrarnir Kim Kardashian og Kanye West eignuðust dótturina North fyrir stuttu og er ekkert til sparað þegar kemur að dótturinni.

Kim og Kanye eyddu tólf hundruð dollurum, tæplega 150 þúsund krónum, í bílstól handa litla sólargeislanum sínum. Hann er af gerðinni Orbit Baby G2 og er búinn sérstakri hlíf sem verndar North til dæmis fyrir forvitnum paparössum.

Barnabílstóllinn er ekkert slor.
Kim og Kanye hafa verið í stuði upp á síðkastið þegar kemur að eyðslu. Þau vinna nú í því að taka heimili sitt í Bel Air í gegn og hafa eytt mörg hundruð milljónum í rúm og gullklósett svo eitthvað sé nefnt.

Eiga sand af seðlum.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.