Sögulegt ár framundan? 27. janúar 2013 09:15 Verður Alfa Romeo enn eitt bílafyrirtækið sem komið verður undir hatt Volkswagen áður en árið er liðið? Volkswagen gæti keypt Alfa Romeo og Ferrari af Fiat. Það verður tæplegast skemmtiefni að rýna í uppgjör síðasta árs í Evrópu fyrir flesta bílaframleiðendur, nema helst þá þýsku. Sala á bílum í Evrópu var mjög dræm á síðasta ári og það voru ekki bara bílaframleiðendurnir í suðurhluta Evrópu sem fóru illa út úr rekstrinum í álfunni. Sá hluti General Motors sem snýr að sölu Opel- og Vauxhall-bíla mun þurfa að þola 195 milljarða króna tap sl. ár. Bætist það við 2.060 milljarðs króna tap sem hefur verið á þeim rekstri í Evrópu 12 ár þar á undan. Ford mun tæplega skila minna tapi en 200 milljarða króna á rekstrinum í Evrópu og ekki stefnir í betri útkomu í ár. Peugeot-Citroën toppar þó bæði GM og Ford og mun skila allt að 245 milljarða tapi. Uppgjör Fiat verður aðeins skárra, um 130 milljarðs króna tap og Renault mun skila aðeins betri niðurstöðu, en vænu tapi samt. Öðru máli gegnir um flesta þýsku framleiðendurna og munu Volkswagen, BMW, Mercedes Benz, Audi og Porsche öll skila þokkalegum hagnaði. Hagnaður BMW og Mercedes verður þó minni en árið þar á undan. Allir framleiðendurnir utan Þýskalands eru að skera niður í rekstri og laga sig að erfiðum aðstæðum sem munu að minnsta kosti standa út þetta ár. Ýmsir spádómar hafa fengið flug á þessum erfiðu tíma framleiðendanna í Evrópu, svo sem að Volkswagen muni kaupa Alfa Romeo og Ferrari af Fiat, en Fiat veitir ekki af peningunum til að kaupa upp Chrysler, eins og það áformar. Aðrar raddir herma að GM muni endanlega gefast upp á Opel, en hver kaupir væri óljósara. Þá gæti það gerst að Renault rynni inní Peugeot-Citroën eða yrði keypt af kínverskum bílaframleiðenda sem hyggðist stytta sér leið inná evrópska markaðinn. Þá hafa einnig heyrst raddir um að Fiat/Chrysler muni bindast þriðja aðila og sækja fjármagn í leiðinni og þar væri kínverskir bílaframleiðendur líklegir. Það gæti því orðið nokkuð sögulegt ár í evrópskri bílasögu og miklar væringar. Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Volkswagen gæti keypt Alfa Romeo og Ferrari af Fiat. Það verður tæplegast skemmtiefni að rýna í uppgjör síðasta árs í Evrópu fyrir flesta bílaframleiðendur, nema helst þá þýsku. Sala á bílum í Evrópu var mjög dræm á síðasta ári og það voru ekki bara bílaframleiðendurnir í suðurhluta Evrópu sem fóru illa út úr rekstrinum í álfunni. Sá hluti General Motors sem snýr að sölu Opel- og Vauxhall-bíla mun þurfa að þola 195 milljarða króna tap sl. ár. Bætist það við 2.060 milljarðs króna tap sem hefur verið á þeim rekstri í Evrópu 12 ár þar á undan. Ford mun tæplega skila minna tapi en 200 milljarða króna á rekstrinum í Evrópu og ekki stefnir í betri útkomu í ár. Peugeot-Citroën toppar þó bæði GM og Ford og mun skila allt að 245 milljarða tapi. Uppgjör Fiat verður aðeins skárra, um 130 milljarðs króna tap og Renault mun skila aðeins betri niðurstöðu, en vænu tapi samt. Öðru máli gegnir um flesta þýsku framleiðendurna og munu Volkswagen, BMW, Mercedes Benz, Audi og Porsche öll skila þokkalegum hagnaði. Hagnaður BMW og Mercedes verður þó minni en árið þar á undan. Allir framleiðendurnir utan Þýskalands eru að skera niður í rekstri og laga sig að erfiðum aðstæðum sem munu að minnsta kosti standa út þetta ár. Ýmsir spádómar hafa fengið flug á þessum erfiðu tíma framleiðendanna í Evrópu, svo sem að Volkswagen muni kaupa Alfa Romeo og Ferrari af Fiat, en Fiat veitir ekki af peningunum til að kaupa upp Chrysler, eins og það áformar. Aðrar raddir herma að GM muni endanlega gefast upp á Opel, en hver kaupir væri óljósara. Þá gæti það gerst að Renault rynni inní Peugeot-Citroën eða yrði keypt af kínverskum bílaframleiðenda sem hyggðist stytta sér leið inná evrópska markaðinn. Þá hafa einnig heyrst raddir um að Fiat/Chrysler muni bindast þriðja aðila og sækja fjármagn í leiðinni og þar væri kínverskir bílaframleiðendur líklegir. Það gæti því orðið nokkuð sögulegt ár í evrópskri bílasögu og miklar væringar.
Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent