Lífið

Dóttir Jacksons í lengri meðferð

Paris Jackson, dóttir poppkóngsins Michaels Jacksons, mun þurfa að fara í lengri meðferð en áætlað var eftir að hún reyndi að fremja sjálfsmorð á sjúkrahúsi í Los Angeles fyrr í mánuðinum.

Paris hefur dvalið á geðdeild á UCLA læknamiðstöðinni síðan hún reyndi að taka sitt eigið líf og verður þar í viku í viðbót. Eftir að dvölinni þar líkur fer hún á aðra stofnun í frekari meðferð.

Illa stödd.
Þessi ákvörðun er tekin af ömmu Paris, Katherine Jackson, sem er forráðamaður hennar og Debbie Rowe, blóðmóður Paris. Að sögn kunnugra óttast Katherine mjög um Paris og líst ekki á félagsskapinn sem hún hefur verið í í Los Angeles.

Með pabba heitnum.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.