Tónlist

Tónleikum Deep Purple aflýst

Ian Gillan og félagar verða ekki í Höllinni í júlí.
Ian Gillan og félagar verða ekki í Höllinni í júlí.

Búið er að aflýsa fyrirhuguðum tónleikum rokksveitarinnar Deep Purple sem áttu að vera í Laugardalshöll 12. júlí. Ástæðan er dræm miðasala. 

 

Þetta kemur fram í sameiginlegri fréttatilkynningu frá TWE og Deep Purple. 

 

TWE og Deep Purple vilja þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn við að kynna tónleikana fyrir vinnu þeirra og fórnfýsi.,

 

Midi.is mun endurgreiða alla keypti miða frá og með mánudeginum 10. júní.

 

Uppselt var á tvenna tónleika Deep Purple í Laugardalshöllinni árið 2007. Hljómsveitin heimfræga spilaði einnig í Höllinni 1971 og 2004. 

 

 

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.