Tittlingadýrkun Stígur Helgason skrifar 7. júní 2013 06:00 Strákar dýrka á sér tittlinginn. Það er alkunna. Og ekki bara strákar, heldur karlar á öllum aldri. Þeir vilja veg hans sem mestan og eru reiðubúnir í alls kyns heimskulegar typpakeppnir til að vinna honum brautargengi. Ég tók þátt í slíkum metingi fyrr í vikunni. Í félagi við þrjá mæta menn heimsótti ég hamborgarastað sem ku bjóða upp á sterkustu kjúklingavængi í víðri veröld. Ég pantaði auðvitað tólf fyrir borðið – hversu sterkir gátu þeir svo sem verið þótt þeir væru kenndir við napalm? – og fann strax á lyktinni þegar þeir bárust að ég hefði líklega gert mistök. Það er skemmst frá því að segja að þessir vængir Lúsífers gengu næstum því af einum okkar dauðum og þegar útlit var fyrir að við þyrftum að leifa ellefu og hálfum væng af tólf eftir tárfellingar, snöggsvita og formælingar sagði tittlingurinn á mér til sín – ég hafði jú pantað ósköpin – ég neyddi ofan í mig sex stykkjum, komst í einhvers konar eitrunarástand en umfram allt vann ég þessa óformlegu typpakeppni og gekk frá borði með félagsmótað stolt og hjartsláttartruflanir í brjósti og náladofa niður í tær. Þessi hvöt á sér ýmsar birtingarmyndir. Strákar keppa í því hver getur haldið niðri mestum bjór úr trekt og tekið flest rótsterk skot á bar. Þeir sofa ekkert í tvo sólarhringa, fara svo í ræktina og valda sjálfum sér skaða með því að lyfta allt of þungum lóðum, gorta af því að hafa þennan og hinn daginn drukkið sautján bolla af niðsvörtu kaffi, borðað hálft kíló af kjöti og látið berja sig í bænum og reyna að koma sem flestum neðanbeltisvísunum fyrir í pistli í borgaralegu dagblaði. Þegar menn toppast svona hver við annan getur það auðvitað aldrei endað öðruvísi en með því að þá brandsvíði, skelþunna, í rassgatið á salernisbás í kjallaranum á Kastrup-flugvelli. Og þeirri lífsreynslu gleymir enginn strákur…fyrr en sirka sex klukkutímum síðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stígur Helgason Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Strákar dýrka á sér tittlinginn. Það er alkunna. Og ekki bara strákar, heldur karlar á öllum aldri. Þeir vilja veg hans sem mestan og eru reiðubúnir í alls kyns heimskulegar typpakeppnir til að vinna honum brautargengi. Ég tók þátt í slíkum metingi fyrr í vikunni. Í félagi við þrjá mæta menn heimsótti ég hamborgarastað sem ku bjóða upp á sterkustu kjúklingavængi í víðri veröld. Ég pantaði auðvitað tólf fyrir borðið – hversu sterkir gátu þeir svo sem verið þótt þeir væru kenndir við napalm? – og fann strax á lyktinni þegar þeir bárust að ég hefði líklega gert mistök. Það er skemmst frá því að segja að þessir vængir Lúsífers gengu næstum því af einum okkar dauðum og þegar útlit var fyrir að við þyrftum að leifa ellefu og hálfum væng af tólf eftir tárfellingar, snöggsvita og formælingar sagði tittlingurinn á mér til sín – ég hafði jú pantað ósköpin – ég neyddi ofan í mig sex stykkjum, komst í einhvers konar eitrunarástand en umfram allt vann ég þessa óformlegu typpakeppni og gekk frá borði með félagsmótað stolt og hjartsláttartruflanir í brjósti og náladofa niður í tær. Þessi hvöt á sér ýmsar birtingarmyndir. Strákar keppa í því hver getur haldið niðri mestum bjór úr trekt og tekið flest rótsterk skot á bar. Þeir sofa ekkert í tvo sólarhringa, fara svo í ræktina og valda sjálfum sér skaða með því að lyfta allt of þungum lóðum, gorta af því að hafa þennan og hinn daginn drukkið sautján bolla af niðsvörtu kaffi, borðað hálft kíló af kjöti og látið berja sig í bænum og reyna að koma sem flestum neðanbeltisvísunum fyrir í pistli í borgaralegu dagblaði. Þegar menn toppast svona hver við annan getur það auðvitað aldrei endað öðruvísi en með því að þá brandsvíði, skelþunna, í rassgatið á salernisbás í kjallaranum á Kastrup-flugvelli. Og þeirri lífsreynslu gleymir enginn strákur…fyrr en sirka sex klukkutímum síðar.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun