Lífið

Dansveisla á Volta

Exos þeytir skífum á Volta annað kvöld ásamt kollegum sínum.
Exos þeytir skífum á Volta annað kvöld ásamt kollegum sínum.

Sannkölluð dansveisla verður á boðstólunum á skemmtistaðnum Volta um helgina þegar margir af fremstu plötusnúðum landsins þeyta skífum. Frítt er inn föstudags- og laugardagskvöld og happy hour á milli 23 og 01. Báðir viðburðirnir hefjast klukkan 23.

Í kvöld verður grimm danstónlist í boði RawHam-gengisins. Í þetta sinn þeyta skífum D Mar, Gótóna, Thizone og RawHam (Untitled2Music & LaFontaine).

Annað kvöld heldur klúbbaserían 303 áfram göngu sinni. Exos og Bjössi fá til liðs við sig fallbyssurnar Oculus, Frímann, Rix og Damian Eie sem munu koma sér fyrir við spilarana og hrista fram það nýjasta í bland við gamla 303-tóna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.