Lífið

Skrifar um kvenhetjuna Ráðgríð

Freyr Bjarnason skrifar
Þorsteinn Már gefur út fantasíuna Vargsöld þar sem Ráðgríð er í aðalhlutverki.
Þorsteinn Már gefur út fantasíuna Vargsöld þar sem Ráðgríð er í aðalhlutverki.

„Mig langaði til að skrifa fantasíu þar sem væri að finna kvenhetju, því mér finnst stundum halla á konur í hefðbundnum fantasíum,“ segir rithöfundurinn Þorsteinn Mar.

Ný íslensk fantasía fyrir ungmenni, Vargsöld, er komin út eftir Þorstein Mar. Hún er fyrsta bókin í bókaflokki sem nefnist Roðasteinninn. Í Vargsöld segir frá heimi þar sem óvættir, tröll og stríð ógna íbúum þorpsins Vegamót í landi sem nefnist Norðmæri. Segir þar frá ungri konu, Ráðgríð, og ævintýrum hennar. Þorsteinn Mar byrjaði að skrifa um Ráðgríð fyrir sex til sjö árum.

„Ég og dóttir mín erum mikið að lesa fantasíur saman. Mér fannst skorta sögur þar sem konur væru í aðalhlutverki því þær fylgdu alltaf karlmönnum,“ segir Þorsteinn. „Þannig að ég ákvað að skrifa sögu sem ég las svo upp fyrir hana. Þar varð þessi persóna til, sem ég ákvað að nýta í þessa sögu.“ Í sögum sínum sækir Þorsteinn Mar jafnt í brunn þjóð- og Íslendingasagna og til hefðbundinna fantasía.

Vargsöld er gefin út af bókaútgáfunni Rúnatý, sem hyggst einbeita sér að ýmsum jaðarbókmenntum, s.s. hrollvekjum, fantasíum og vísindaskáldsögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.