Berglind Icey: Ég sé ekki eftir neinu Kolbrún Pálína Helgadóttir skrifar 7. júní 2013 15:00 Berglind Ólafsdóttir, fyrirsæta til rúmlega tuttugu ára, er flutt heim en hún er búin að búa erlendis frá sautján ára aldri. Hún þráir að upplifa móðurhlutverkið og segir Ísland rétta staðinn til að ala upp börn. Lífið spjallaði við Berglindi um fyrirsætuferilinn og dvölina í LA.Þú ert nýkomin til Ísland, að þessu sinni með gám í för. Hvernig er tilfinningin að vera komin heim til að vera eða í bili að minnsta kosti? Það er auðvitað bara yndislegt að getað notið þess að vera meira með foreldrum, öfum og systkinum og geta drukkið ferskt og gott vatn beint úr krananum, eftir að hafa átt heima erlendis frá 17 ára aldri. Ég bý hér í fyrsta sinn sem fullorðinn einstaklingur og þarf að læra margt upp á nýtt. Eitt er víst að lífið hérna er mun rólegra og lausara við áreiti en úti. Núna er ég ákveðin í að gefa mér heilt ár til að sjá hvernig mér líkar að búa hérna. Svo tek ég stöðuna á ný. Fékk gullið tækifæri Stóð alltaf til að koma heim á einhverjum tímapunkti eða breyttist eitthvað hjá þér? Ég var á þeim tímapunkti í lífi mínu að ef ég flytti ekki heim til Íslands núna þá myndi ég líklega aldrei gera það. Ég fékk gullið tækifæri til að láta af því verða núna og ákvað að nýta það. Ég er líka nokkuð viss um það að ég hefði alltaf séð eftir því að hafa ekki látið á það reyna. Líf óháð tíma Er mikill munur á lífstaktinum úti og hér heima? Ég get sagt að ég finn meira fyrir tímanum hér á landi þar sem LA er eins, og ég kalla það, „timeless entity“. Fólk er alls ekkert að flýta sér að eldast, það eru náttúrulega kostir og gallar við það. Það er ekki gott að festast bara í að vera í glamúrnum og átta sig á því einn daginn að þeir sem manni var annt um eru ekki lengur hér. Ég er alltaf jafn hissa yfir því hversu mikið af börnum er alls staðar á Íslandi, sem er auðvitað bara fallegt. Í LA sér maður voða sjaldan börn þar sem þau eru yfirleitt í skólum, inni í görðum eða í pössun. Það fólk sem maður sér mest af er á aldrinum 21 til 65 ára. Veðrið spilar líka alltaf stórt hlutverk, við sjáum það öll að þegar sólin skín á okkur þá lifnar yfir öllu hér á landi. Allt aðrar áherslur Hverjir eru helstu kostirnir og gallarnir við LA? Það er auðvitað mjög erfitt að alhæfa um lífið í LA, rétt eins og á Íslandi. Veðrið hefur náttúrulega mjög mikil áhrif á hvernig fólki líður. Í LA hefur veðrið aldrei áhrif á það sem maður ætlar sér að gera svo maður hoppar alltaf beint út. En mín reynsla af LA eða „Hollywood“ getur verið allt öðruvísi en annarra. Áherslurnar eru allt aðrar úti þar sem uppeldi og umhverfið hefur náttúrulega sterk áhrif. Það er mun ódýrara að lifa heilsusamlegu lífi fyrir minni pening í LA, samanber kaup á lífrænu grænmeti, heilsufæði og fleiru. Ég get svo sem alveg viðurkennt það að ég er orðin mjög góðu vön eftir að hafa búið í LA í svona langan tíma, en mun fljótt aðlagast lífinu hér. Með tímanum hef ég fundið mjög gott jafnvægi á milli þessara tveggja heima og það er náttúrulega bara best. Þessir tveir heimar eru svo gjörólíkir, ævintýralegir og spennandi hvor á sinn hátt. Dugleg að rækta vini og fjölskyldu Ertu búin að vera dugleg að halda sambandi við vini og vandamenn á Íslandi í gegnum árin? Já, ég hef alltaf verið dugleg að halda tveimur lífum gangandi. Ég reyndi að koma sem oftast heim til að virkja vinskap og reyna að vera til staðar fyrir fjölskyldu og vini, sem mér fannst mjög mikilvægt. Ég er enn mjög náin öllum æskuvinkonum mínum. Gamaldags og þrjóskEins og þekkt er orðið ertu búin að starfa lengi sem fyrirsæta, leika og upplifa margt. Ertu sátt við þennan tíma þegar þú lítur til baka? Þetta hefur verið alveg ótrúlegur tími og ég má bara vera mjög þakklát fyrir að hafa getað unnið sem fyrirsæta í 21 ár. Ég hef unnið fyrir alls kyns tímarit og vörumerki og verið að leika í yfir tíu ár og hef getað lifað á því í öll þessi ár. Ég hef aldrei verið hið týpíska, langa, beinabera módel sem maður sér alls staðar en oft er þetta spurning um að gera sig að vörumerki, vinna vel, mæta tímanlega og vera „good sport“. Ég hef oft þurft að vinna við alls kyns aðstæður eins og myndatöku í botni á kaldri sundlaug, í miklum hita í miðri eyðimörk eða í snjó og þá þýðir ekkert nema að haga sér eins og atvinnumaður. Þetta er náttúrulega mjög hraður heimur og alls kyns fólk sem lifir í honum og reynir að notfæra sér sína aðstöðu. Það er mjög mikilvægt að stelpur standi við sitt og geri ekki hluti sem þær vilja ekki gera og eru rangir eða hættulegir. Það sem hefur líklega hjálpað mér og staðið í vegi mínum í gegnum tíðina er að vera ótrúlega þrjósk að gleypa ekki við hverju sem er eða vera dolfallin yfir stjörnuheiminum. Ég er svo gamaldags og er með mínar eigin reglur. Sem kona í bransanum verður maður að fara varlega og setja sér sín eigin mörk, en það á auðvitað við um allt lífið. Blessaði indíána á íslensku Hvað stendur upp úr? Það er mjög erfitt að segja hvað stendur upp úr eftir öll þessi ár erlendis þar sem hver dagur var alltaf fullur af ævintýrum og reynslu, ég gæti í raun skrifað margar bækur um líf mitt. Það var samt mjög sérstök upplifun þegar mér var boðið að taka þátt í „sweat lodge ceremony“ á Pine Ridge-verndarsvæðinu, af síðasta eftirlifandi „medicine man“ (sem iðkar allar gömlu hefðir þeirra) frá Lakota Sioux-ættbálknum á síðasta ári. Þar var ég eina konan í hópi tólf indíána. Fólk í þessum ættbálki er á meðal fátækasta fólks Bandaríkjanna. Hjá þeim fékk ég að upplifa mjög „private“ athöfn sem var mjög mikill heiður. Ég var klædd í síðan kjól innfæddra sem huldi allt hold og fór inn í eldgamalt „sweat lodge“ sem var bara metri á hæð. Þar hélt ég á fornri pípu og skreið inn í kolniðamyrkur á undan öllum þar sem reglan er sú að konan fer fyrst inn. Þegar við vorum svo öll komin inn og sest í hring var lokað. Tuttugu og fimm risasteinar, sem voru búnir að vera á báli, voru bornir inn í myrkrið og við vorum þarna inni í þrjár klukkustundir. Konurnar í þessum ættbálki blessa alla fyrst þannig að ég ákvað að blessa þá á íslensku. Þar sem ég er kona þurfti hver og einn að blessa mig með söng, restin fór svo fram á þeirra tungumáli. Þetta var ekkert smá einstakt og fallegt, tárin á mér streymdu niður en enginn sá það þar sem við vorum í kolniðamyrkri og svitinn lak af okkur vegna hitans. En það var ótrúlegur heiður að fá að upplifa þeirra menningu. Sér ekki eftir neinu Aðalatriðið er það að ég sé ekki eftir neinu, enda hefur allt sem ég hef upplifað gert mig að þeirri manneskju sem ég er. Maður lærir líka að ef ein hurð lokast þá verður maður bara að standa uppréttur og opna næstu og gera sitt besta til að ná því í gegn sem maður ætlar sér. Vill betrumbæta heiminnHvað ertu að fást við núna? Frá því árið 2006 er ég búin að vera að einbeita mér að ýmsum verkefnum erlendis sem tengjast hreinni orku og er mjög ákveðin í því að halda áfram að leggja mig fram við það. Í fyrra vann ég til dæmis með fyrirtæki sem var að vinna við „Green island“-verkefni en í tengslum við það hitti ég ríkisstjórnina í Taívan, Kinmen Island og Palau. Ég hef verið svo heppin að hafa kynnst frábæru fólki í gegnum tíðina með svipaðar skoðanir og ég sjálf sem er að vinna að verkefnum sem snúa að því að betrumbæta þessa fallegu jörð sem við búum á, sem er eitt af mínum markmiðum. En að núinu, ég er búin að vera að vinna að mjög stóru umhverfisvænu verkefni hérna á Íslandi í rúmt ár. Margir smáir hlutir verða að smella saman til að það gangi upp og það mun taka sinn tíma, þetta er mitt svokallaða „passion project“ og ég verð mjög sátt ef ég næ því í gegn. Einnig er ég ein af eigendum vöruþróunarfyrirtækis í Asíu sem býr til dæmis til rafsígarettur og rafvindla (e. e-cigs, e-cigars) fyrir stór vörumerki. Ég mun að sjálfsögðu halda áfram að fást við þau verkefni sem mér bjóðast í LA. Til dæmis er ég andlit tveggja fyrirtækja þetta árið, annað þeirra er Obliphica Professional, sem er hárlína stjörnuhárgreiðslumannsins Johns Blaine. Macy Gray, Mariah Carey, Dita von Teese, Paris og Pamela Anderson eru einnig partur af herferðinni, ekki slæmt það. Hefur elskað fallegar sálir Eru einhver tækifæri hér á landi sem þú ert að skoða? Ég er svo nýkomin heim að ég er átta mig á því að vera flutt hingað. En ég er mjög opin fyrir nýjum tækifærum og þætti mjög gaman að vera hluti af íslensku samfélagi og geta notað mína reynslu, kunnáttu og mitt tengslanet erlendis frá hér heima. Hvað langar þig að gera og upplifa á Íslandi? Ég var að kaupa mér lítinn jeppling og er búin að ákveða að njóta þess í botn að ferðast um landið í sumar og virða fyrir mér þetta fallega land upp á nýtt. Nú hafa ástarmál þín ratað í miðlana endrum og eins. Er ástin í lífi þínu núna? Ég hef verið mjög heppin og hef elskað mjög fallegar sálir á minni lífsins leið. En ég er ekki í sambandi eins og er. Langar í börn Hvað með móðurhlutverkið, er það eitthvað sem þig langar að upplifa? Já, það væri yndislegt að verða móðir. Ein af ástæðum þess að ég kom heim er sú að fara að hugsa um að stofna mína eigin fjölskyldu, ef ég verð svo lánsöm. Börn eru mjög mikilvægur hluti af þroska einstaklings. Þar sem ég er kona þá væri náttúrulega ekkert betra en að fá að upplifa það til fulls.Ef þú yrðir þeirrar gæfu aðnjótandi, hvar í heiminum myndirðu velja það að ala þau upp? Ísland er að mínu mati mjög góður staður til að ala upp börn, það býður upp á svo heilbrigt uppeldi. En ég mun ferðast erlendis með þeim við hvert tækifæri og leyfa þeim að aðlagast menningu, þjóðarháttum, tungumálum og svo framvegis. Ég á orðið svo rosalega mikið af mjög nánum og yndislegum vinum úti um allan heim eftir öll þessi ferðalög, að þau verða líklegast bara eins og ég, börn alheimsins. Eitthvað að lokum? Ég bíð bara spennt eftir sumrinu, vonandi fer sólin að skína á land og þjóð.Lífið fylgir Fréttablaðinu á föstudögum. Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Fleiri fréttir Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sjá meira
Berglind Ólafsdóttir, fyrirsæta til rúmlega tuttugu ára, er flutt heim en hún er búin að búa erlendis frá sautján ára aldri. Hún þráir að upplifa móðurhlutverkið og segir Ísland rétta staðinn til að ala upp börn. Lífið spjallaði við Berglindi um fyrirsætuferilinn og dvölina í LA.Þú ert nýkomin til Ísland, að þessu sinni með gám í för. Hvernig er tilfinningin að vera komin heim til að vera eða í bili að minnsta kosti? Það er auðvitað bara yndislegt að getað notið þess að vera meira með foreldrum, öfum og systkinum og geta drukkið ferskt og gott vatn beint úr krananum, eftir að hafa átt heima erlendis frá 17 ára aldri. Ég bý hér í fyrsta sinn sem fullorðinn einstaklingur og þarf að læra margt upp á nýtt. Eitt er víst að lífið hérna er mun rólegra og lausara við áreiti en úti. Núna er ég ákveðin í að gefa mér heilt ár til að sjá hvernig mér líkar að búa hérna. Svo tek ég stöðuna á ný. Fékk gullið tækifæri Stóð alltaf til að koma heim á einhverjum tímapunkti eða breyttist eitthvað hjá þér? Ég var á þeim tímapunkti í lífi mínu að ef ég flytti ekki heim til Íslands núna þá myndi ég líklega aldrei gera það. Ég fékk gullið tækifæri til að láta af því verða núna og ákvað að nýta það. Ég er líka nokkuð viss um það að ég hefði alltaf séð eftir því að hafa ekki látið á það reyna. Líf óháð tíma Er mikill munur á lífstaktinum úti og hér heima? Ég get sagt að ég finn meira fyrir tímanum hér á landi þar sem LA er eins, og ég kalla það, „timeless entity“. Fólk er alls ekkert að flýta sér að eldast, það eru náttúrulega kostir og gallar við það. Það er ekki gott að festast bara í að vera í glamúrnum og átta sig á því einn daginn að þeir sem manni var annt um eru ekki lengur hér. Ég er alltaf jafn hissa yfir því hversu mikið af börnum er alls staðar á Íslandi, sem er auðvitað bara fallegt. Í LA sér maður voða sjaldan börn þar sem þau eru yfirleitt í skólum, inni í görðum eða í pössun. Það fólk sem maður sér mest af er á aldrinum 21 til 65 ára. Veðrið spilar líka alltaf stórt hlutverk, við sjáum það öll að þegar sólin skín á okkur þá lifnar yfir öllu hér á landi. Allt aðrar áherslur Hverjir eru helstu kostirnir og gallarnir við LA? Það er auðvitað mjög erfitt að alhæfa um lífið í LA, rétt eins og á Íslandi. Veðrið hefur náttúrulega mjög mikil áhrif á hvernig fólki líður. Í LA hefur veðrið aldrei áhrif á það sem maður ætlar sér að gera svo maður hoppar alltaf beint út. En mín reynsla af LA eða „Hollywood“ getur verið allt öðruvísi en annarra. Áherslurnar eru allt aðrar úti þar sem uppeldi og umhverfið hefur náttúrulega sterk áhrif. Það er mun ódýrara að lifa heilsusamlegu lífi fyrir minni pening í LA, samanber kaup á lífrænu grænmeti, heilsufæði og fleiru. Ég get svo sem alveg viðurkennt það að ég er orðin mjög góðu vön eftir að hafa búið í LA í svona langan tíma, en mun fljótt aðlagast lífinu hér. Með tímanum hef ég fundið mjög gott jafnvægi á milli þessara tveggja heima og það er náttúrulega bara best. Þessir tveir heimar eru svo gjörólíkir, ævintýralegir og spennandi hvor á sinn hátt. Dugleg að rækta vini og fjölskyldu Ertu búin að vera dugleg að halda sambandi við vini og vandamenn á Íslandi í gegnum árin? Já, ég hef alltaf verið dugleg að halda tveimur lífum gangandi. Ég reyndi að koma sem oftast heim til að virkja vinskap og reyna að vera til staðar fyrir fjölskyldu og vini, sem mér fannst mjög mikilvægt. Ég er enn mjög náin öllum æskuvinkonum mínum. Gamaldags og þrjóskEins og þekkt er orðið ertu búin að starfa lengi sem fyrirsæta, leika og upplifa margt. Ertu sátt við þennan tíma þegar þú lítur til baka? Þetta hefur verið alveg ótrúlegur tími og ég má bara vera mjög þakklát fyrir að hafa getað unnið sem fyrirsæta í 21 ár. Ég hef unnið fyrir alls kyns tímarit og vörumerki og verið að leika í yfir tíu ár og hef getað lifað á því í öll þessi ár. Ég hef aldrei verið hið týpíska, langa, beinabera módel sem maður sér alls staðar en oft er þetta spurning um að gera sig að vörumerki, vinna vel, mæta tímanlega og vera „good sport“. Ég hef oft þurft að vinna við alls kyns aðstæður eins og myndatöku í botni á kaldri sundlaug, í miklum hita í miðri eyðimörk eða í snjó og þá þýðir ekkert nema að haga sér eins og atvinnumaður. Þetta er náttúrulega mjög hraður heimur og alls kyns fólk sem lifir í honum og reynir að notfæra sér sína aðstöðu. Það er mjög mikilvægt að stelpur standi við sitt og geri ekki hluti sem þær vilja ekki gera og eru rangir eða hættulegir. Það sem hefur líklega hjálpað mér og staðið í vegi mínum í gegnum tíðina er að vera ótrúlega þrjósk að gleypa ekki við hverju sem er eða vera dolfallin yfir stjörnuheiminum. Ég er svo gamaldags og er með mínar eigin reglur. Sem kona í bransanum verður maður að fara varlega og setja sér sín eigin mörk, en það á auðvitað við um allt lífið. Blessaði indíána á íslensku Hvað stendur upp úr? Það er mjög erfitt að segja hvað stendur upp úr eftir öll þessi ár erlendis þar sem hver dagur var alltaf fullur af ævintýrum og reynslu, ég gæti í raun skrifað margar bækur um líf mitt. Það var samt mjög sérstök upplifun þegar mér var boðið að taka þátt í „sweat lodge ceremony“ á Pine Ridge-verndarsvæðinu, af síðasta eftirlifandi „medicine man“ (sem iðkar allar gömlu hefðir þeirra) frá Lakota Sioux-ættbálknum á síðasta ári. Þar var ég eina konan í hópi tólf indíána. Fólk í þessum ættbálki er á meðal fátækasta fólks Bandaríkjanna. Hjá þeim fékk ég að upplifa mjög „private“ athöfn sem var mjög mikill heiður. Ég var klædd í síðan kjól innfæddra sem huldi allt hold og fór inn í eldgamalt „sweat lodge“ sem var bara metri á hæð. Þar hélt ég á fornri pípu og skreið inn í kolniðamyrkur á undan öllum þar sem reglan er sú að konan fer fyrst inn. Þegar við vorum svo öll komin inn og sest í hring var lokað. Tuttugu og fimm risasteinar, sem voru búnir að vera á báli, voru bornir inn í myrkrið og við vorum þarna inni í þrjár klukkustundir. Konurnar í þessum ættbálki blessa alla fyrst þannig að ég ákvað að blessa þá á íslensku. Þar sem ég er kona þurfti hver og einn að blessa mig með söng, restin fór svo fram á þeirra tungumáli. Þetta var ekkert smá einstakt og fallegt, tárin á mér streymdu niður en enginn sá það þar sem við vorum í kolniðamyrkri og svitinn lak af okkur vegna hitans. En það var ótrúlegur heiður að fá að upplifa þeirra menningu. Sér ekki eftir neinu Aðalatriðið er það að ég sé ekki eftir neinu, enda hefur allt sem ég hef upplifað gert mig að þeirri manneskju sem ég er. Maður lærir líka að ef ein hurð lokast þá verður maður bara að standa uppréttur og opna næstu og gera sitt besta til að ná því í gegn sem maður ætlar sér. Vill betrumbæta heiminnHvað ertu að fást við núna? Frá því árið 2006 er ég búin að vera að einbeita mér að ýmsum verkefnum erlendis sem tengjast hreinni orku og er mjög ákveðin í því að halda áfram að leggja mig fram við það. Í fyrra vann ég til dæmis með fyrirtæki sem var að vinna við „Green island“-verkefni en í tengslum við það hitti ég ríkisstjórnina í Taívan, Kinmen Island og Palau. Ég hef verið svo heppin að hafa kynnst frábæru fólki í gegnum tíðina með svipaðar skoðanir og ég sjálf sem er að vinna að verkefnum sem snúa að því að betrumbæta þessa fallegu jörð sem við búum á, sem er eitt af mínum markmiðum. En að núinu, ég er búin að vera að vinna að mjög stóru umhverfisvænu verkefni hérna á Íslandi í rúmt ár. Margir smáir hlutir verða að smella saman til að það gangi upp og það mun taka sinn tíma, þetta er mitt svokallaða „passion project“ og ég verð mjög sátt ef ég næ því í gegn. Einnig er ég ein af eigendum vöruþróunarfyrirtækis í Asíu sem býr til dæmis til rafsígarettur og rafvindla (e. e-cigs, e-cigars) fyrir stór vörumerki. Ég mun að sjálfsögðu halda áfram að fást við þau verkefni sem mér bjóðast í LA. Til dæmis er ég andlit tveggja fyrirtækja þetta árið, annað þeirra er Obliphica Professional, sem er hárlína stjörnuhárgreiðslumannsins Johns Blaine. Macy Gray, Mariah Carey, Dita von Teese, Paris og Pamela Anderson eru einnig partur af herferðinni, ekki slæmt það. Hefur elskað fallegar sálir Eru einhver tækifæri hér á landi sem þú ert að skoða? Ég er svo nýkomin heim að ég er átta mig á því að vera flutt hingað. En ég er mjög opin fyrir nýjum tækifærum og þætti mjög gaman að vera hluti af íslensku samfélagi og geta notað mína reynslu, kunnáttu og mitt tengslanet erlendis frá hér heima. Hvað langar þig að gera og upplifa á Íslandi? Ég var að kaupa mér lítinn jeppling og er búin að ákveða að njóta þess í botn að ferðast um landið í sumar og virða fyrir mér þetta fallega land upp á nýtt. Nú hafa ástarmál þín ratað í miðlana endrum og eins. Er ástin í lífi þínu núna? Ég hef verið mjög heppin og hef elskað mjög fallegar sálir á minni lífsins leið. En ég er ekki í sambandi eins og er. Langar í börn Hvað með móðurhlutverkið, er það eitthvað sem þig langar að upplifa? Já, það væri yndislegt að verða móðir. Ein af ástæðum þess að ég kom heim er sú að fara að hugsa um að stofna mína eigin fjölskyldu, ef ég verð svo lánsöm. Börn eru mjög mikilvægur hluti af þroska einstaklings. Þar sem ég er kona þá væri náttúrulega ekkert betra en að fá að upplifa það til fulls.Ef þú yrðir þeirrar gæfu aðnjótandi, hvar í heiminum myndirðu velja það að ala þau upp? Ísland er að mínu mati mjög góður staður til að ala upp börn, það býður upp á svo heilbrigt uppeldi. En ég mun ferðast erlendis með þeim við hvert tækifæri og leyfa þeim að aðlagast menningu, þjóðarháttum, tungumálum og svo framvegis. Ég á orðið svo rosalega mikið af mjög nánum og yndislegum vinum úti um allan heim eftir öll þessi ferðalög, að þau verða líklegast bara eins og ég, börn alheimsins. Eitthvað að lokum? Ég bíð bara spennt eftir sumrinu, vonandi fer sólin að skína á land og þjóð.Lífið fylgir Fréttablaðinu á föstudögum.
Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Fleiri fréttir Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“