Menning

Flamenco-tónlist og gítar falla vel saman

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Feðgar Ívar Símonarson og Símon H. Ívarsson flytja lög eftir fremstu gítarsnillinga flamenco-tónlistarinnar.
Feðgar Ívar Símonarson og Símon H. Ívarsson flytja lög eftir fremstu gítarsnillinga flamenco-tónlistarinnar.
Við ætlum að spila tónlist eftir fremstu gítarsnillinga flamenco-tónlistarinnar, eins og Paco de Lucia, Sabicas og Paco Peña og einnig kynna mismunandi form flamenco,“ segir Símon H. Ívarsson gítarleikari um tónleika sem hann og sonur hans Ívar halda annað kvöld klukkan níu á Café Rosenberg.



Símon kveðst hafa lært í Vínarborg en farið í námsferðir til Spánar til að stúdera flamenco-tónlist sérstaklega. „Ég var alltaf heillaður af spænskri músík og finnst flamenco og gítar falla svo vel saman. Samt er það þannig að gítarleikarar á Íslandi hafa ekki hætt sér mikið út í þá tegund tónlistar.“



Ívar hefur lært hjá föður sínum. „Hann hefur ekki viljað vera annars staðar og ég hef bara gaman af því,“ segir Símon glaðlega en tekur fram að sonurinn hafi gengið gegnum öll stigspróf menntamálaráðuneytisins og kenni nú á nokkrum stöðum. En hefur þeim feðgum tekist að koma Íslendingum á flamenco-bragðið?



„Við héldum slíka tónleika í Listasafni Íslands í fyrra og aftur á menningarnótt í ár. Líka eina í Mosfellsbænum,“ segir Símon. „Höfum ekkert farið út á land enn þá en það kemur að því.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.