Lögmaður rétthafa segir lögbannið neyðarúrræði Haraldur Guðmundsson skrifar 2. október 2013 18:11 „Krafan gegn þessum fyrirtækjum er sú að þau loki fyrir aðgang viðskiptavina sinna að skráarskiptasíðunum Pirate Bay og Deildu.net, þar sem stórtækustu höfundarréttarbrotin hafa átt sér stað undanfarin ár,“ segir Tómas Jónsson, lögmaður fjögurra rétthafasamtaka sem hafa sent lögbannsbeiðni til Sýslumannsins í Reykjavík þar sem farið er fram á að fimm fjarskiptafyrirtæki loki fyrir aðgang að umræddum síðum. Tómas segir lögbannsbeiðnina ekki eiga að gefa í skyn að fjarskiptafyrirtækin beri ábyrgð á brotunum. „Vandamálið er að það næst ekki í þá sem eru í forsvari fyrir þessar síður og það veit enginn hverjir þeir eru. Það er ekki hægt að fara fram á lögbann gegn einhverjum sem þú veist ekki hver er og því er þetta neyðarúrræði,“ segir Tómas. Fjarskiptafyrirtækin Síminn, Vodafone og Hringdu voru tilbúin til að tjá sig um málið í dag. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, sagði fyrirtækið hafa bent á að það leiki lagalegur vafi á því hvort unnt sé að takmarka aðgengi með þeim hætti sem rétthafarnir vilja fara. „Nú munu loksins til þess bærir aðilar taka ákvörðun um hvað beri að gera í málum sem þessum. Við bíðum niðurstöðunnar og bregðumst við í takti við hana. Við verndum okkar viðskiptavini,“ sagði Gunnhildur. Kristinn Pétursson, talsmaður fjarskiptafélagsins Hringdu, sagði að með lögbannsbeiðninni sé: „SMÁÍS komið í hlutverk netlöggunnar og ætlist til þess að síma- og fjarskiptafyrirtækin sjái um fangelsismálin. Þetta er álíka gáfulegt og ætla að stöðva smygl með því að banna flugumferð og siglingar. SMÁÍS eiga að leita til lögreglunnar til að stöðva afbrotamennina frekar en taka lögin í eigin hendur og hindra aðgang almennings að internetinu.“ Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone, sagði eðlilegt að réttaróvissu um málið verði eytt. „Að sama skapi er mikilvægt að eitt verði látið ganga um öll fjarskiptafyrirtækin þannig að einu fyrirtæki verði ekki bannað það sem öðru er leyft.“ Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
„Krafan gegn þessum fyrirtækjum er sú að þau loki fyrir aðgang viðskiptavina sinna að skráarskiptasíðunum Pirate Bay og Deildu.net, þar sem stórtækustu höfundarréttarbrotin hafa átt sér stað undanfarin ár,“ segir Tómas Jónsson, lögmaður fjögurra rétthafasamtaka sem hafa sent lögbannsbeiðni til Sýslumannsins í Reykjavík þar sem farið er fram á að fimm fjarskiptafyrirtæki loki fyrir aðgang að umræddum síðum. Tómas segir lögbannsbeiðnina ekki eiga að gefa í skyn að fjarskiptafyrirtækin beri ábyrgð á brotunum. „Vandamálið er að það næst ekki í þá sem eru í forsvari fyrir þessar síður og það veit enginn hverjir þeir eru. Það er ekki hægt að fara fram á lögbann gegn einhverjum sem þú veist ekki hver er og því er þetta neyðarúrræði,“ segir Tómas. Fjarskiptafyrirtækin Síminn, Vodafone og Hringdu voru tilbúin til að tjá sig um málið í dag. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, sagði fyrirtækið hafa bent á að það leiki lagalegur vafi á því hvort unnt sé að takmarka aðgengi með þeim hætti sem rétthafarnir vilja fara. „Nú munu loksins til þess bærir aðilar taka ákvörðun um hvað beri að gera í málum sem þessum. Við bíðum niðurstöðunnar og bregðumst við í takti við hana. Við verndum okkar viðskiptavini,“ sagði Gunnhildur. Kristinn Pétursson, talsmaður fjarskiptafélagsins Hringdu, sagði að með lögbannsbeiðninni sé: „SMÁÍS komið í hlutverk netlöggunnar og ætlist til þess að síma- og fjarskiptafyrirtækin sjái um fangelsismálin. Þetta er álíka gáfulegt og ætla að stöðva smygl með því að banna flugumferð og siglingar. SMÁÍS eiga að leita til lögreglunnar til að stöðva afbrotamennina frekar en taka lögin í eigin hendur og hindra aðgang almennings að internetinu.“ Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone, sagði eðlilegt að réttaróvissu um málið verði eytt. „Að sama skapi er mikilvægt að eitt verði látið ganga um öll fjarskiptafyrirtækin þannig að einu fyrirtæki verði ekki bannað það sem öðru er leyft.“
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira