Lögmaður rétthafa segir lögbannið neyðarúrræði Haraldur Guðmundsson skrifar 2. október 2013 18:11 „Krafan gegn þessum fyrirtækjum er sú að þau loki fyrir aðgang viðskiptavina sinna að skráarskiptasíðunum Pirate Bay og Deildu.net, þar sem stórtækustu höfundarréttarbrotin hafa átt sér stað undanfarin ár,“ segir Tómas Jónsson, lögmaður fjögurra rétthafasamtaka sem hafa sent lögbannsbeiðni til Sýslumannsins í Reykjavík þar sem farið er fram á að fimm fjarskiptafyrirtæki loki fyrir aðgang að umræddum síðum. Tómas segir lögbannsbeiðnina ekki eiga að gefa í skyn að fjarskiptafyrirtækin beri ábyrgð á brotunum. „Vandamálið er að það næst ekki í þá sem eru í forsvari fyrir þessar síður og það veit enginn hverjir þeir eru. Það er ekki hægt að fara fram á lögbann gegn einhverjum sem þú veist ekki hver er og því er þetta neyðarúrræði,“ segir Tómas. Fjarskiptafyrirtækin Síminn, Vodafone og Hringdu voru tilbúin til að tjá sig um málið í dag. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, sagði fyrirtækið hafa bent á að það leiki lagalegur vafi á því hvort unnt sé að takmarka aðgengi með þeim hætti sem rétthafarnir vilja fara. „Nú munu loksins til þess bærir aðilar taka ákvörðun um hvað beri að gera í málum sem þessum. Við bíðum niðurstöðunnar og bregðumst við í takti við hana. Við verndum okkar viðskiptavini,“ sagði Gunnhildur. Kristinn Pétursson, talsmaður fjarskiptafélagsins Hringdu, sagði að með lögbannsbeiðninni sé: „SMÁÍS komið í hlutverk netlöggunnar og ætlist til þess að síma- og fjarskiptafyrirtækin sjái um fangelsismálin. Þetta er álíka gáfulegt og ætla að stöðva smygl með því að banna flugumferð og siglingar. SMÁÍS eiga að leita til lögreglunnar til að stöðva afbrotamennina frekar en taka lögin í eigin hendur og hindra aðgang almennings að internetinu.“ Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone, sagði eðlilegt að réttaróvissu um málið verði eytt. „Að sama skapi er mikilvægt að eitt verði látið ganga um öll fjarskiptafyrirtækin þannig að einu fyrirtæki verði ekki bannað það sem öðru er leyft.“ Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
„Krafan gegn þessum fyrirtækjum er sú að þau loki fyrir aðgang viðskiptavina sinna að skráarskiptasíðunum Pirate Bay og Deildu.net, þar sem stórtækustu höfundarréttarbrotin hafa átt sér stað undanfarin ár,“ segir Tómas Jónsson, lögmaður fjögurra rétthafasamtaka sem hafa sent lögbannsbeiðni til Sýslumannsins í Reykjavík þar sem farið er fram á að fimm fjarskiptafyrirtæki loki fyrir aðgang að umræddum síðum. Tómas segir lögbannsbeiðnina ekki eiga að gefa í skyn að fjarskiptafyrirtækin beri ábyrgð á brotunum. „Vandamálið er að það næst ekki í þá sem eru í forsvari fyrir þessar síður og það veit enginn hverjir þeir eru. Það er ekki hægt að fara fram á lögbann gegn einhverjum sem þú veist ekki hver er og því er þetta neyðarúrræði,“ segir Tómas. Fjarskiptafyrirtækin Síminn, Vodafone og Hringdu voru tilbúin til að tjá sig um málið í dag. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, sagði fyrirtækið hafa bent á að það leiki lagalegur vafi á því hvort unnt sé að takmarka aðgengi með þeim hætti sem rétthafarnir vilja fara. „Nú munu loksins til þess bærir aðilar taka ákvörðun um hvað beri að gera í málum sem þessum. Við bíðum niðurstöðunnar og bregðumst við í takti við hana. Við verndum okkar viðskiptavini,“ sagði Gunnhildur. Kristinn Pétursson, talsmaður fjarskiptafélagsins Hringdu, sagði að með lögbannsbeiðninni sé: „SMÁÍS komið í hlutverk netlöggunnar og ætlist til þess að síma- og fjarskiptafyrirtækin sjái um fangelsismálin. Þetta er álíka gáfulegt og ætla að stöðva smygl með því að banna flugumferð og siglingar. SMÁÍS eiga að leita til lögreglunnar til að stöðva afbrotamennina frekar en taka lögin í eigin hendur og hindra aðgang almennings að internetinu.“ Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone, sagði eðlilegt að réttaróvissu um málið verði eytt. „Að sama skapi er mikilvægt að eitt verði látið ganga um öll fjarskiptafyrirtækin þannig að einu fyrirtæki verði ekki bannað það sem öðru er leyft.“
Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira