Tónlist

Elíza með lag í franskri mynd

Lag tónlistarkonunnar hljómar í nýrri, franskri kvikmynd.
Lag tónlistarkonunnar hljómar í nýrri, franskri kvikmynd.
Lag tónlistarkonunnar Elízu Newman, Eyjafjallajökull, mun hljóma í samnefndri franskri kvikmynd sem verður frumsýnd á miðvikudaginn í Evrópu.

Þetta er grínmynd sem fjallar um ógöngur fyrrverandi hjóna við það að reyna að komast heim frá Grikklandi eftir að allt flug hefur verið stoppað vegna gossins í Eyjafjallajökli.

Myndinni er leikstýrt af Alexandre Coffre og í aðalhlutverki er franski leikarinn Dany Boon. Lag Elízu var endurhljóðblandað fyrir myndina af Thomas Roussel, sem semur alla tónlist myndarinnar.

Elíza flutti nýverið heim til Íslands eftir nokkurra ára dvöl í London. Hún eignaðist sitt fyrsta barn í sumar og er nú að hefja vinnu að fjórðu sólóplötu sinni. Ásamt því hefur Elíza sungið nýverið inn á nýja auglýsingaherferð fyrir skartgriparisann Cartier í Frakklandi. Þar syngur hún nýja, poppaða útgáfu af laginu I Love Paris eftir Cole Porter.


All movies with Cinenews.be





Fleiri fréttir

Sjá meira


×