Gylliboð og galdralausnir Ingibjörg Óðinsdóttir skrifar 14. mars 2013 06:00 Flestir þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram til alþingiskosninga næsta vor eru sammála um að setja þurfi í forgang að leysa skuldavanda heimilanna. Há greiðslubyrði stökkbreyttra lána, síaukin skattbyrði, hækkandi vöruverð og fá atvinnutækifæri hafa þau áhrif að kaupmáttur heimilanna rýrnar stöðugt og venjulegt fólk á fullt í fangi með að halda sér á floti. Það sem veldur hins vegar áhyggjum er hversu langt sumir flokkarnir ganga í því að bjóða gylliboð og galdralausnir sem ekki hafa verið hugsaðar til enda. Sumir þessara flokka komast t.d. upp með að slá um sig frösum sem líklegt má telja að fólk vilji heyra, líkt og „látum auðmenn borga brúsann“, „afnemum verðtrygginguna“ eða „lækkum verðtryggð húsnæðislán“, án þess að vera krafðir skýringa á því hvernig uppfylla eigi þessi loforð eða hvaða keðjuverkun það hrindir af stað í hagkerfinu. Hver man ekki eftir kosningafrasa Framsóknarflokksins hér um árið þegar framsóknarmenn börðu sér á brjóst og stuðluðu að því að bjóða fólki 90% húsnæðislán? Hvaða afleiðingar hafði það? Jú, fólk fékk að taka hærra lán sem hafði þau einu áhrif að fasteignaverð hækkaði samhliða. Þetta kosningaloforð var því bjarnargreiði fyrir marga og nú lofar sami flokkur að hann láti þessi lán hverfa. Margir eru því miður í þeirri stöðu í dag að vera orðnir það langeygir eftir lausnum og hafa það litla trú á framtíðinni að þeir eru nánast reiðubúnir að stökkva á hvað sem er. Sama hversu ótrúlega það hljómar, það getur ekki verið verra en núverandi ástand. En það er bara ekki rétt. Við búum í mjög viðkvæmu hagkerfi sem er í dag varið með verðtryggingu og höftum og allar aðgerðir sem miða að því að koma okkur á réttan kjöl verða að vera úthugsaðar og öfgalausar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sett fram tillögur að slíkum aðgerðum sem allar miða að því að létta á greiðslubyrði heimilanna og lækka skuldir. Engar öfgar, engin gylliboð, bara raunhæfar lausnir. Þessar lausnir voru kynntar á síðasta landsfundi og fela m.a. í sér skattaafslátt til að auðvelda afborganir af húsnæðislánum, að nýta séreignarsparnað til að greiða niður höfuðstól lána, að lækka tekjuskatt og að afnema stimpilgjöld. Flokkurinn leggur jafnframt mikla áherslu á afnám gjaldeyrishaftanna sem forsendu efnahagsbata og vill gefa fólki val um að taka verðtryggð eða óverðtryggð lán, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum. Hugsunin er sú að samspil margra þátta leysi skuldavanda heimilanna. Vandi heimilanna er misjafn og þess vegna þurfa lausnirnar að vera það líka. Ég vara fólk við að stökkva á gylliboð og galdralausnir án þess að fá skýringar eða svör við því hvernig fara eigi að hlutunum. Það er ekki nóg að ætla að setja málið í nefnd og svara eftir kosningar. Lærum af reynslunni og tökum skynsamar ákvarðanir varðandi framtíðina. Þannig, og eingöngu þannig, náum við að snúa blaðinu við og horfa fram á bjartari tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Flestir þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram til alþingiskosninga næsta vor eru sammála um að setja þurfi í forgang að leysa skuldavanda heimilanna. Há greiðslubyrði stökkbreyttra lána, síaukin skattbyrði, hækkandi vöruverð og fá atvinnutækifæri hafa þau áhrif að kaupmáttur heimilanna rýrnar stöðugt og venjulegt fólk á fullt í fangi með að halda sér á floti. Það sem veldur hins vegar áhyggjum er hversu langt sumir flokkarnir ganga í því að bjóða gylliboð og galdralausnir sem ekki hafa verið hugsaðar til enda. Sumir þessara flokka komast t.d. upp með að slá um sig frösum sem líklegt má telja að fólk vilji heyra, líkt og „látum auðmenn borga brúsann“, „afnemum verðtrygginguna“ eða „lækkum verðtryggð húsnæðislán“, án þess að vera krafðir skýringa á því hvernig uppfylla eigi þessi loforð eða hvaða keðjuverkun það hrindir af stað í hagkerfinu. Hver man ekki eftir kosningafrasa Framsóknarflokksins hér um árið þegar framsóknarmenn börðu sér á brjóst og stuðluðu að því að bjóða fólki 90% húsnæðislán? Hvaða afleiðingar hafði það? Jú, fólk fékk að taka hærra lán sem hafði þau einu áhrif að fasteignaverð hækkaði samhliða. Þetta kosningaloforð var því bjarnargreiði fyrir marga og nú lofar sami flokkur að hann láti þessi lán hverfa. Margir eru því miður í þeirri stöðu í dag að vera orðnir það langeygir eftir lausnum og hafa það litla trú á framtíðinni að þeir eru nánast reiðubúnir að stökkva á hvað sem er. Sama hversu ótrúlega það hljómar, það getur ekki verið verra en núverandi ástand. En það er bara ekki rétt. Við búum í mjög viðkvæmu hagkerfi sem er í dag varið með verðtryggingu og höftum og allar aðgerðir sem miða að því að koma okkur á réttan kjöl verða að vera úthugsaðar og öfgalausar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sett fram tillögur að slíkum aðgerðum sem allar miða að því að létta á greiðslubyrði heimilanna og lækka skuldir. Engar öfgar, engin gylliboð, bara raunhæfar lausnir. Þessar lausnir voru kynntar á síðasta landsfundi og fela m.a. í sér skattaafslátt til að auðvelda afborganir af húsnæðislánum, að nýta séreignarsparnað til að greiða niður höfuðstól lána, að lækka tekjuskatt og að afnema stimpilgjöld. Flokkurinn leggur jafnframt mikla áherslu á afnám gjaldeyrishaftanna sem forsendu efnahagsbata og vill gefa fólki val um að taka verðtryggð eða óverðtryggð lán, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum. Hugsunin er sú að samspil margra þátta leysi skuldavanda heimilanna. Vandi heimilanna er misjafn og þess vegna þurfa lausnirnar að vera það líka. Ég vara fólk við að stökkva á gylliboð og galdralausnir án þess að fá skýringar eða svör við því hvernig fara eigi að hlutunum. Það er ekki nóg að ætla að setja málið í nefnd og svara eftir kosningar. Lærum af reynslunni og tökum skynsamar ákvarðanir varðandi framtíðina. Þannig, og eingöngu þannig, náum við að snúa blaðinu við og horfa fram á bjartari tíma.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun