Undirskrift Sigmundar bendir til bjartsýni, hagsýni og stjórnsemi Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 22. maí 2013 15:49 Undirskrift Sigmundar (t.v.) og skrautskriftarkennarinn Jens. Samsett mynd „Það er enginn starfandi rithandarsérfræðingur á Íslandi í dag,“ segir skrautskriftarkennarinn Jens Guðmundsson í samtali við Vísi, en hann féllst á það að rýna í undirskrift Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, verðandi forsætisráðherra, í dagbókina á Bessastöðum. Sigmundur mætti þangað í morgun til þess að eiga fund með forsetanum, en blekpenninn snerist gegn Sigmundi þegar hann ritaði í bókina og skildi eftir sig blekklessu á blaðsíðunni. „Það eru skiptar skoðanir á því hvað megi lesa mikið úr skrift fólks, og sérstaklega úr undirskrift. Dæmi eru um að fólk skrifi nafnið sitt allt öðruvísi en annan texta,“ en Jens segir rithandarsérfræðinga erlendis oftast byggja rannsóknir sínar á lengri bréfum. „Ég hef lesið mér mikið til um þetta og það verður auðvitað að taka þessu öllu með fyrirvara,“ segir Jens, en hann segist hafa mikla ástríðu fyrir öllu sem tengist skrift, og hafði þetta um undirskrift Sigmundar að segja: „Skrift sem hallar til hægri og er opin, það er að segja að stafirnir liggja ekki þétt saman, bendir til þess að sá sem skrifar sé félagslyndur og sæki í að vinna með öðrum. Skrift Sigmundar jaðrar við að halla til hægri og vera opin. Ekki afgerandi en hneigist í það far. Hún hallar það lítið að hún bendir til hagsýni og raunsæi.“ Jens segir mjög smáa stafi sýna einbeitingarhæfileika en þeir séu jafnframt algengt sérkenni á rithönd feiminnar manneskju. „Hornhvassar brúnir gefa til kynna stjórnsemi. Óvenju stór og opin G, L og D eru ávísun á afslappaðan mann sem á auðvelt með að tjá hug sinn og er til í að skoða nýjar hugmyndir. Stærð upphafsstafa ræðst að nokkru af sjálfsáliti. Því stærri sem upphafsstafir eru þeim mun meira er sjálfsálitið.“ Þá segir Jens það benda til mikillar bjartsýni hvað punktar og kommur eru fjarri stöfunum í undirskrift Sigmundar. „Nafnið Davíð er ofar á blaðsíðunni en nafnið Sigmundur, og Gunnlaugsson er ofar en nafnið Davíð. Þetta einkennir bjartsýna og hamingjusama.“ Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Það er enginn starfandi rithandarsérfræðingur á Íslandi í dag,“ segir skrautskriftarkennarinn Jens Guðmundsson í samtali við Vísi, en hann féllst á það að rýna í undirskrift Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, verðandi forsætisráðherra, í dagbókina á Bessastöðum. Sigmundur mætti þangað í morgun til þess að eiga fund með forsetanum, en blekpenninn snerist gegn Sigmundi þegar hann ritaði í bókina og skildi eftir sig blekklessu á blaðsíðunni. „Það eru skiptar skoðanir á því hvað megi lesa mikið úr skrift fólks, og sérstaklega úr undirskrift. Dæmi eru um að fólk skrifi nafnið sitt allt öðruvísi en annan texta,“ en Jens segir rithandarsérfræðinga erlendis oftast byggja rannsóknir sínar á lengri bréfum. „Ég hef lesið mér mikið til um þetta og það verður auðvitað að taka þessu öllu með fyrirvara,“ segir Jens, en hann segist hafa mikla ástríðu fyrir öllu sem tengist skrift, og hafði þetta um undirskrift Sigmundar að segja: „Skrift sem hallar til hægri og er opin, það er að segja að stafirnir liggja ekki þétt saman, bendir til þess að sá sem skrifar sé félagslyndur og sæki í að vinna með öðrum. Skrift Sigmundar jaðrar við að halla til hægri og vera opin. Ekki afgerandi en hneigist í það far. Hún hallar það lítið að hún bendir til hagsýni og raunsæi.“ Jens segir mjög smáa stafi sýna einbeitingarhæfileika en þeir séu jafnframt algengt sérkenni á rithönd feiminnar manneskju. „Hornhvassar brúnir gefa til kynna stjórnsemi. Óvenju stór og opin G, L og D eru ávísun á afslappaðan mann sem á auðvelt með að tjá hug sinn og er til í að skoða nýjar hugmyndir. Stærð upphafsstafa ræðst að nokkru af sjálfsáliti. Því stærri sem upphafsstafir eru þeim mun meira er sjálfsálitið.“ Þá segir Jens það benda til mikillar bjartsýni hvað punktar og kommur eru fjarri stöfunum í undirskrift Sigmundar. „Nafnið Davíð er ofar á blaðsíðunni en nafnið Sigmundur, og Gunnlaugsson er ofar en nafnið Davíð. Þetta einkennir bjartsýna og hamingjusama.“
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira