Innlent

Hver er Bjarni Ben?

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson.

Foreldrar Bjarna Benediktssonar segjast ekki hafa hvatt hann í pólitíska átt að neinu leiti. „Að Bjarni skildi hafa farið þessa leið kemur okkur í rauninni á óvart“, segir móðir hans í samtali við Vísi.

 

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fæddist 26. janúar 1970. Á vef alþingis kemur fram að foreldar hans eru Benedikt Sveinsson hæstaréttarlögmaður og Guðríður Jónsdóttir húsmóðir. Bjarni er giftur Þóru Margréti Björnsdóttur og saman eiga þau fjögur börn, Margréti 22.ára, Benedikt 15 ára, Helgu Þóru 9 ára og Guðríði Línu 2.ára.

 

Bjarni lauk stúdentsprófi frá MR árið 1989 og lögfræðiprófi frá HÍ 1995. Eftir það lá leið hans til Þýskalands þar sem hann nam þýsku og lögfræði 1995-1996. Hann útskrifaðist með mastersgráðu í lögfræði frá University of Miamo School og Law í Bandaríkjunum árið 1997. Árið 1998 varð hann löggiltur verðbréfamiðlari.

 

Bjarni starfaði sem lögfræðingur með eigin rekstur á Lex lögmannstofu á árunum 1999 – 2003. Þá varð hann alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í suðvesturkjördæmi. Bjarni var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins síðan 2009 og hefur gegnt þeirri stöðu síðan.

 

Getur hafa verið leiddar að því að Bjarni verði fjármálaráðherra í nýrri ríkisstjórn, en það verður staðfest endanlega í kvöld.  

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×