Velferðarkerfið og lýðheilsan Gyða Ölvisdóttir skrifar 20. apríl 2013 06:00 Ég hef verið starfandi innan heilbrigðiskerfisins yfir þrjátíu ár og á mér þá ósk að velferðarþjónustan hér á Íslandi verði skipulögð upp á nýtt alveg frá grunnþjónustu og til hágæða tækniaðgerðar. Af hverju? er að sjálfsögðu næsta spurning. Ástæður eru margar og hér í þessum skrifum er ekki víst að þær komist allar á blað. Það ber þó alltaf fyrst að geta þess sem vel er gert og margt gott er að gerast. Fólk er að fá aðstoð og hjálp í gegnum velferðarkerfið þó að stundum sé hægt að velta því fyrir sér hvort það sé til bóta. Íslenskt samfélag býr yfir miklum mann- og þekkingarauði sem hægt væri að nýta betur og auka ánægju hjá starfsfólki. Svo við höldum áfram þar sem frá var horfið tel ég nauðsynlegt að fara í gagngera skoðun á velferðarkerfinu og uppbyggingu frá grunni.Ástæður: 1. Við erum að setja háar fjárhæðir í velferðarmál, 145,4 milljarðar voru útgjöld ríkisins til heilbrigðismála á síðasta ári og búast má við enn hærri upphæðum á næstu árum. Aukning er á ýmsum sjúkdómum svo sem geðsjúkdómum, krabbameini og í sumum tilfellum eru sjúkdómar afleiðingar ýmissa aðgerða sem hafa verið framkvæmdar í velferðarkerfinu. 2. Forgangsröðun er ekki í takt við nútímasamfélag þar sem kröfur eru um lýðheilsuleg vinnubrögð. Lýðheilsa er hugtak yfir almennt heilsufar þjóðfélagshóps eða þjóðar og þar er átt við líkamlega, andlega og félagslega heilsu fólks. Lýðheilsa byggir á samstarfi fræðigreina og snertir alla þætti samfélagsins svo sem efnahagslega-, félagslega- og umhverfisþætti og grundvallast á sameiginlegri ábyrgð samfélagsins að bæta heilbrigði. Kröfur lýðheilsulegra vinnubragða eru að fyrsta stigs forvörnum sé beitt, sem beinast að því að koma í veg fyrir sjúkdóma. Annars stigs forvarnir, þá er um að ræða að minnka eða draga úr þeim skaða sem sjúkdómurinn orsakar. Þriðja stigs forvarnir eru meðferð sjúkdóma sem eru þegar til staðar hjá einstaklingnum. Í því felst að nota ýmiss konar endurhæfingu, lyfjagjafir til að halda í horfinu og fyrirbyggja að sjúkdómsástand versni. Hér á Íslandi er verið að eyða mestum fjármunum og vinnu í þriðja stigs forvarnir á meðan fyrsta stigs forvarnir sitja á hakanum. Heilsugæslan er langt frá því að vera nægilega öflug eða geta veitt þjónustu og unnið með fyrsta og annars stigs forvarnir. Þar ætti að vera þverfaglegt teymi ýmissa sérfræðinga svo sem fleiri hjúkrunarfræðingar með sérsvið, t.d. í geð-, öldrunar-, barna-, og skólahjúkrun, næringarfræðingar og sálfræðingar. Mikið hefur verið skrifað um skort á heilsugæslulæknum nú upp á síðkastið. Er það eflaust svo en á sama tíma vegna tímaskorts og úrræðaleysis er mikið skrifað út af lyfjum án annarra aðgerða sem er því miður oft skammtímalausn og hefur stundum þveröfug áhrif því einstaklingurinn getur setið uppi með meiri vanda en áður. 3. Sparnaður gæti orðið umtalsverður með því að fara í skoðun á velferðarkerfinu. Hægt er að taka á ýmsum ósóma sem þar er viðhafður. Velferðarkerfið í dag er á ýmsum sviðum ekki að þjóna því hlutverki að einbeita sér að aðalatriðum þjónustunnar sem er að þjóna þeim einstaklingum sem þurfa á þjónustu að halda. Afstýra þarf því að eiginhagsmunapólitík sé viðhöfð. Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) gerði árið 2008 úttekt á heilbrigðiskerfinu á Íslandi og kemst að þeirri niðurstöðu í skýrslu sinni að með breytingum til aukinnar hagkvæmni í heilbrigðiskerfinu hér væri hægt að spara allt að 40 prósent (eða um 58 milljarða). Niðurstaða þessi er fengin með samanburði við önnur ríki sem veita sambærilega eða jafnvel betri þjónustu. 4. Kerfið er óskilvirkt. Einfalda þarf kerfið því mikill tími, fyrirhöfn og fjármunir eru oft að fara í að einstaklingar sem leita eftir þjónustu vita ekki hvert þeir eiga að leita og þeir sem veita þjónustuna eru stundum að senda þjónustuþega ómarkvisst á milli þjónustustiga. Yfirbygging þar sem stjórnendur eru í sumum tilfellum ekki hæfir til að takast á við hlutverk sín. Einnig getur verið um að ræða samspil þar sem einn stjórnandi eða starfsmenn verða að lúta vilja eða gjörðum annarra þó að í því felist siðferðisbrestir, því annars telur starfsmaður að atvinnu hans eða félagslegri stöðu stafi ógn af. Kerfið er líka óskilvirkt að því leyti að einstaklingum sem leita eftir þjónustu er mismunað. Dæmi er um að konur fái verri þjónustu en karlar. Þær eru líklegri til að fá ranga greiningu og meira af lyfjum. Einnig er stöðugt í umræðunni að þeir sem eru með einhvers konar geðgreiningu fá oft á tíðum mun verri þjónustu en aðrir. 5. Upplýsinganet er oft á mjög frumstæðu stigi milli stofnana og jafnvel innan sömu þjónustueininga þar sem um er að ræða sjúklinga-upplýsingakerfi sem aldrei hefur verið í stakk búið til að standa undir því hlutverki sem upphaflega var ætlast til en búið að kosta ríkissjóð mjög stórar upphæðir og mun svo verða áfram. 6. Ánægja þjónustuþega, vellíðan og hreysti ætti að aukast til muna ef endurskipulagning á velferðarkerfinu er framkvæmd með þau sjónarmið í huga að fyrsta stigs forvarnir og grunnþjónusta væri efld og markmiðið að veita þjónustu á forsendum þeirra sem nota þjónustuna. Hér á landi erum við langt á eftir í að framkvæma þjónustukannanir og hlusta á raddir neytenda. Í rannsókn minni árið 2011 framkvæmdi ég þjónustukönnun innan velferðarkerfisins. Í þeirri rannsókn kom fram að neytendur innan kerfisins sögðust vera að fá allgóða fræðslu frá starfsmönnum en fræðslan var ekki á þeirra forsendum og því líklegt að hún hafi ekki nýst þeim. Þarna er því um að ræða bæði sóun á tíma starfsmanna og þjónustuþega. Einnig kom fram að 18% einstaklinga höfðu orðið fyrir einhvers konar mistökum í þjónustunni. Rannsóknin sýndi líka fram á að sömu þjónustukönnun er hægt að framkvæma í öllu velferðarkerfinu þar sem öll þjónustan þarf að innihalda grunngildi mannlegra þátta sem eru: virðing, öryggi, efling, stuðningur, kærleikur og umhyggja. 7. Ánægja starfsfólks ætti líka að aukast við að fá að vinna í skilvirku umhverfi þar sem einstaklingar njóta sín á sínum eigin forsendum, hafa tækifæri til að vinna í teymisvinnu og geta stuðlað að meira heilbrigði skjólstæðinga sinna. Hér að ofan hef ég nefnt nokkra þá þætti sem styðja við þá hugmynd að hér verði farið í gagngera skoðun og breytingu á öllu velferðarkerfinu. Flestir flokkar sem nú eru í framboði tala um að auka forvarnir án þess að það sé frekar útfært. Sumir tala um að auka fjármagn og enn aðrir um aukna áherslu á heilsugæsluna, endurskoðun á lyfjakostnaði, auka framboð hjúkrunarrýma, óhefðbundnar lækningar fái sama vægi og hefðbundnar, hagræða með því að fækka millistjórnendum, setja upp víðtæk úrræði fyrir fatlaða, geðfatlaða og fíkla, bæta starfsumhverfi og kjör heilbrigðisstétta til að draga úr brotthvarfi. Allt eru þetta góð áform en ég vil hér með þessari grein minni vekja athygli á að sumt fjármagn sem farið hefur í velferðarkerfið hefur ekki nýst notendum og því er ekki nóg að skoða einn og einn þátt heldur þarf að fara í almenna skoðun og grunnuppbyggingu á velferðarkerfinu. Hægt væri að nota þá 58 milljarða sem ættu að sparast til að fara í fyrsta stigs forvarnir. Auk þess má nefna hér að Bandaríkjamenn reiknuðu út árið 2008 að fyrir hvern dollar sem þeir settu í heilsueflingu spöruðu þeir 3,58 dollara í sjúkraþjónustu. Hér á landi ættum við líka að sjá fjárhagslegan ávinning þegar til lengri tíma er litið, möguleikann á að vinna að forvörnum og öðlast þannig betri lífsgæði. Eftir fjárhagslegt hrun hér á landi hefur ríkisstjórnin ekki verið öfundsverð af því að halda uppi velferðarþjónustu í landinu þar sem velferðarkerfið stóð á mjög veikum grunni fyrir og hafði ekki notið allrar þeirra velmegunar þegar tækifæri hefðu átt að vera til að byggja það upp og bæta. Starfsfólk í nærþjónustu við sjúklinga á í dag mikinn heiður skilið fyrir að hafa haldið þjónustunni gangandi. Nú fer hins vegar að nálgast uppgjöf í kerfinu og því mikilvægt að á sama hátt og bankakerfið var skoðað verði velferðarþjónustan skoðuð en ólíkt útkomunni þar, þarf að leggja meiri áherslur á aðgerðir og uppbyggingu og að útkoman verði sú að velferðarkerfið þjóni því hlutverki sem það á að gera á skilvirkan hátt. Ég hef aðeins unnið með Samfylkingunni að mótun velferðarstefnu framtíðarinnar og þar hef ég fundið víðsýni og áhuga fyrir að byggja velferðarkerfið upp. Á sama hátt vona ég að aðrir sem komast til pólitískra valda opni glugga og vinni að nýrri uppbyggingu velferðarkerfisins með hagsmuni neytanda að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Ég hef verið starfandi innan heilbrigðiskerfisins yfir þrjátíu ár og á mér þá ósk að velferðarþjónustan hér á Íslandi verði skipulögð upp á nýtt alveg frá grunnþjónustu og til hágæða tækniaðgerðar. Af hverju? er að sjálfsögðu næsta spurning. Ástæður eru margar og hér í þessum skrifum er ekki víst að þær komist allar á blað. Það ber þó alltaf fyrst að geta þess sem vel er gert og margt gott er að gerast. Fólk er að fá aðstoð og hjálp í gegnum velferðarkerfið þó að stundum sé hægt að velta því fyrir sér hvort það sé til bóta. Íslenskt samfélag býr yfir miklum mann- og þekkingarauði sem hægt væri að nýta betur og auka ánægju hjá starfsfólki. Svo við höldum áfram þar sem frá var horfið tel ég nauðsynlegt að fara í gagngera skoðun á velferðarkerfinu og uppbyggingu frá grunni.Ástæður: 1. Við erum að setja háar fjárhæðir í velferðarmál, 145,4 milljarðar voru útgjöld ríkisins til heilbrigðismála á síðasta ári og búast má við enn hærri upphæðum á næstu árum. Aukning er á ýmsum sjúkdómum svo sem geðsjúkdómum, krabbameini og í sumum tilfellum eru sjúkdómar afleiðingar ýmissa aðgerða sem hafa verið framkvæmdar í velferðarkerfinu. 2. Forgangsröðun er ekki í takt við nútímasamfélag þar sem kröfur eru um lýðheilsuleg vinnubrögð. Lýðheilsa er hugtak yfir almennt heilsufar þjóðfélagshóps eða þjóðar og þar er átt við líkamlega, andlega og félagslega heilsu fólks. Lýðheilsa byggir á samstarfi fræðigreina og snertir alla þætti samfélagsins svo sem efnahagslega-, félagslega- og umhverfisþætti og grundvallast á sameiginlegri ábyrgð samfélagsins að bæta heilbrigði. Kröfur lýðheilsulegra vinnubragða eru að fyrsta stigs forvörnum sé beitt, sem beinast að því að koma í veg fyrir sjúkdóma. Annars stigs forvarnir, þá er um að ræða að minnka eða draga úr þeim skaða sem sjúkdómurinn orsakar. Þriðja stigs forvarnir eru meðferð sjúkdóma sem eru þegar til staðar hjá einstaklingnum. Í því felst að nota ýmiss konar endurhæfingu, lyfjagjafir til að halda í horfinu og fyrirbyggja að sjúkdómsástand versni. Hér á Íslandi er verið að eyða mestum fjármunum og vinnu í þriðja stigs forvarnir á meðan fyrsta stigs forvarnir sitja á hakanum. Heilsugæslan er langt frá því að vera nægilega öflug eða geta veitt þjónustu og unnið með fyrsta og annars stigs forvarnir. Þar ætti að vera þverfaglegt teymi ýmissa sérfræðinga svo sem fleiri hjúkrunarfræðingar með sérsvið, t.d. í geð-, öldrunar-, barna-, og skólahjúkrun, næringarfræðingar og sálfræðingar. Mikið hefur verið skrifað um skort á heilsugæslulæknum nú upp á síðkastið. Er það eflaust svo en á sama tíma vegna tímaskorts og úrræðaleysis er mikið skrifað út af lyfjum án annarra aðgerða sem er því miður oft skammtímalausn og hefur stundum þveröfug áhrif því einstaklingurinn getur setið uppi með meiri vanda en áður. 3. Sparnaður gæti orðið umtalsverður með því að fara í skoðun á velferðarkerfinu. Hægt er að taka á ýmsum ósóma sem þar er viðhafður. Velferðarkerfið í dag er á ýmsum sviðum ekki að þjóna því hlutverki að einbeita sér að aðalatriðum þjónustunnar sem er að þjóna þeim einstaklingum sem þurfa á þjónustu að halda. Afstýra þarf því að eiginhagsmunapólitík sé viðhöfð. Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) gerði árið 2008 úttekt á heilbrigðiskerfinu á Íslandi og kemst að þeirri niðurstöðu í skýrslu sinni að með breytingum til aukinnar hagkvæmni í heilbrigðiskerfinu hér væri hægt að spara allt að 40 prósent (eða um 58 milljarða). Niðurstaða þessi er fengin með samanburði við önnur ríki sem veita sambærilega eða jafnvel betri þjónustu. 4. Kerfið er óskilvirkt. Einfalda þarf kerfið því mikill tími, fyrirhöfn og fjármunir eru oft að fara í að einstaklingar sem leita eftir þjónustu vita ekki hvert þeir eiga að leita og þeir sem veita þjónustuna eru stundum að senda þjónustuþega ómarkvisst á milli þjónustustiga. Yfirbygging þar sem stjórnendur eru í sumum tilfellum ekki hæfir til að takast á við hlutverk sín. Einnig getur verið um að ræða samspil þar sem einn stjórnandi eða starfsmenn verða að lúta vilja eða gjörðum annarra þó að í því felist siðferðisbrestir, því annars telur starfsmaður að atvinnu hans eða félagslegri stöðu stafi ógn af. Kerfið er líka óskilvirkt að því leyti að einstaklingum sem leita eftir þjónustu er mismunað. Dæmi er um að konur fái verri þjónustu en karlar. Þær eru líklegri til að fá ranga greiningu og meira af lyfjum. Einnig er stöðugt í umræðunni að þeir sem eru með einhvers konar geðgreiningu fá oft á tíðum mun verri þjónustu en aðrir. 5. Upplýsinganet er oft á mjög frumstæðu stigi milli stofnana og jafnvel innan sömu þjónustueininga þar sem um er að ræða sjúklinga-upplýsingakerfi sem aldrei hefur verið í stakk búið til að standa undir því hlutverki sem upphaflega var ætlast til en búið að kosta ríkissjóð mjög stórar upphæðir og mun svo verða áfram. 6. Ánægja þjónustuþega, vellíðan og hreysti ætti að aukast til muna ef endurskipulagning á velferðarkerfinu er framkvæmd með þau sjónarmið í huga að fyrsta stigs forvarnir og grunnþjónusta væri efld og markmiðið að veita þjónustu á forsendum þeirra sem nota þjónustuna. Hér á landi erum við langt á eftir í að framkvæma þjónustukannanir og hlusta á raddir neytenda. Í rannsókn minni árið 2011 framkvæmdi ég þjónustukönnun innan velferðarkerfisins. Í þeirri rannsókn kom fram að neytendur innan kerfisins sögðust vera að fá allgóða fræðslu frá starfsmönnum en fræðslan var ekki á þeirra forsendum og því líklegt að hún hafi ekki nýst þeim. Þarna er því um að ræða bæði sóun á tíma starfsmanna og þjónustuþega. Einnig kom fram að 18% einstaklinga höfðu orðið fyrir einhvers konar mistökum í þjónustunni. Rannsóknin sýndi líka fram á að sömu þjónustukönnun er hægt að framkvæma í öllu velferðarkerfinu þar sem öll þjónustan þarf að innihalda grunngildi mannlegra þátta sem eru: virðing, öryggi, efling, stuðningur, kærleikur og umhyggja. 7. Ánægja starfsfólks ætti líka að aukast við að fá að vinna í skilvirku umhverfi þar sem einstaklingar njóta sín á sínum eigin forsendum, hafa tækifæri til að vinna í teymisvinnu og geta stuðlað að meira heilbrigði skjólstæðinga sinna. Hér að ofan hef ég nefnt nokkra þá þætti sem styðja við þá hugmynd að hér verði farið í gagngera skoðun og breytingu á öllu velferðarkerfinu. Flestir flokkar sem nú eru í framboði tala um að auka forvarnir án þess að það sé frekar útfært. Sumir tala um að auka fjármagn og enn aðrir um aukna áherslu á heilsugæsluna, endurskoðun á lyfjakostnaði, auka framboð hjúkrunarrýma, óhefðbundnar lækningar fái sama vægi og hefðbundnar, hagræða með því að fækka millistjórnendum, setja upp víðtæk úrræði fyrir fatlaða, geðfatlaða og fíkla, bæta starfsumhverfi og kjör heilbrigðisstétta til að draga úr brotthvarfi. Allt eru þetta góð áform en ég vil hér með þessari grein minni vekja athygli á að sumt fjármagn sem farið hefur í velferðarkerfið hefur ekki nýst notendum og því er ekki nóg að skoða einn og einn þátt heldur þarf að fara í almenna skoðun og grunnuppbyggingu á velferðarkerfinu. Hægt væri að nota þá 58 milljarða sem ættu að sparast til að fara í fyrsta stigs forvarnir. Auk þess má nefna hér að Bandaríkjamenn reiknuðu út árið 2008 að fyrir hvern dollar sem þeir settu í heilsueflingu spöruðu þeir 3,58 dollara í sjúkraþjónustu. Hér á landi ættum við líka að sjá fjárhagslegan ávinning þegar til lengri tíma er litið, möguleikann á að vinna að forvörnum og öðlast þannig betri lífsgæði. Eftir fjárhagslegt hrun hér á landi hefur ríkisstjórnin ekki verið öfundsverð af því að halda uppi velferðarþjónustu í landinu þar sem velferðarkerfið stóð á mjög veikum grunni fyrir og hafði ekki notið allrar þeirra velmegunar þegar tækifæri hefðu átt að vera til að byggja það upp og bæta. Starfsfólk í nærþjónustu við sjúklinga á í dag mikinn heiður skilið fyrir að hafa haldið þjónustunni gangandi. Nú fer hins vegar að nálgast uppgjöf í kerfinu og því mikilvægt að á sama hátt og bankakerfið var skoðað verði velferðarþjónustan skoðuð en ólíkt útkomunni þar, þarf að leggja meiri áherslur á aðgerðir og uppbyggingu og að útkoman verði sú að velferðarkerfið þjóni því hlutverki sem það á að gera á skilvirkan hátt. Ég hef aðeins unnið með Samfylkingunni að mótun velferðarstefnu framtíðarinnar og þar hef ég fundið víðsýni og áhuga fyrir að byggja velferðarkerfið upp. Á sama hátt vona ég að aðrir sem komast til pólitískra valda opni glugga og vinni að nýrri uppbyggingu velferðarkerfisins með hagsmuni neytanda að leiðarljósi.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar