Árangur í efnahagsmálum Ólafur Ingi Guðmundsson skrifar 20. apríl 2013 06:00 Í aðdraganda alþingiskosninga má heyra ýmsar vangaveltur og hugleiðingar um efnahagsmál og árangur ríkisstjórnarinnar á síðasta kjörtímabili. Á þeim tímapunkti er ekki úr vegi að fara yfir nokkur mál og skýra á greinargóðan hátt frá þeim. Vissuð þið að hagvöxtur er á uppleið í íslensku samfélagi? Á síðasta ári var hagvöxtur 2,2% sem er sami hagvöxtur og var í Bandaríkjunum en talsvert meiri hagvöxtur en helstu samanburðarlönd okkar geta státað sig af um þessi misseri. Samdráttur varð í Danmörku, Bretlandi og Finnlandi. Hagvaxtarspáin fyrir árið 2013 er 2,1% sem er helmingi meiri hagvöxtur en spáð er fyrir helstu viðskiptalönd Ísland. Síðan er áætlað að kippur muni koma í hagvöxtinn skv. spám og stefnir í 3,5% hagvöxt árið 2014 og 3,9% hagvöxt árið 2015. Vissuð þið að verðbólga hefur minnkað umtalsvert frá hruni? Hún er nú einungis þriðjungur af því sem hún var á árinu 2009. Verðbólgan var á síðasta ári 5,2% en nýjustu tölur segja að hún sé nú um 3,9%. Seðlabankinn spáir því svo fyrir 2013 að verðbólgan verði 3,8%, 2,8% árið 2014 og fyrir 2015 verði hún 2,5%. Spár gefa því til kynna að verðbólgan sé á niðurleið en mjög erfitt er að spá fyrir um slíkt vegna gjaldmiðilsins og gengisþróunar. Krónan er því óvissuþátturinn, sem er ekkert nýtt í sögu lands og þjóðar. Enn fremur er áhugavert að benda á að skuldatryggingaálag á ríkissjóð hefur ekki verið jafn lágt frá miðju ári 2008, eða áður en hrunið átti sér stað.Minnkandi atvinnuleysi – aukinn kaupmáttur Vissuð þið að atvinnuleysi fer minnkandi á Íslandi? Atvinnuleysi hefur minnkað um tæpan helming frá hruni. Atvinnuleysi á síðasta ári var 5,8% og samkvæmt nýjustu tölum er atvinnuleysi um 5,5%. Horfurnar eru jákvæðar en spáð er 4,8% atvinnuleysi á þessu ári en síðan 4,3% árið 2014 og 4,2% atvinnuleysi árið 2015. Hér hefur átak á borð við ungt fólk til athafna, atvinnu með stuðningi og liðsstyrk skipt miklu máli fyrir fólk til að koma undir sig fótunum á ný og finna sér farveg á vinnumarkaðnum. Atvinnuleysi er því á niðurleið og er talsvert minna atvinnuleysi hér á landi en það sem helstu samanburðarlönd okkar glíma við. Starfandi fólki hefur svo haldið áfram að fjölga en fjölgunin á síðasta ársfjórðungi er mesta fjölgun á fjórðungi frá því á sama fjórðungi árið 2007. Fleiri starfandi konur eru á vinnumarkaði núna en voru fyrir hrun. Atvinnulausum einstaklingum hefur fækkað um meira en 10.000 manns síðan ríkisstjórnin tók við völdum í maí 2012. Skv. Hagstofunni voru í maí 2009 20.600 atvinnulausir og um 11,2% mælt atvinnuleysi. En í des 2012 voru 10.100 atvinnulausir og um 5% mælt atvinnuleysi. Á sama tíma er mjög áhugavert að skoða mannfjöldatölur frá Hagstofunni en þar kemur fram að árið 2009 voru 319.368 landsmenn skráðir hér á landi. Um áramótin 2012/2013 voru landsmenn 321.857, þannig að sögur um gríðarlegan landflótta eru orðum auknar. Vissulega hefur ungt fólk lagt land undir fót í auknum mæli vegna aðstæðna en full ástæða er til bjartsýni á endurkomu þeirra eftir því sem íslenskt efnahagslíf styrkir sig í sessi. Vissuð þið að kaupmáttur hefur aukist og þannig hafa landsmenn fengið auknar ráðstöfunartekjur? Kaupmáttur hefur aukist tvö ár í röð og sé tímabilið 2008-2010 borið saman við 2009-2011 sést að ráðstöfunartekjur heimila hafa hækkað meira en neysluútgjöld þeirra. Þannig hefur skattastefna ríkisstjórnarinnar jafnað kjör landsmanna og þeim tekjulægri hlíft á kostnað þeirra tekjuhærri.Fjárlagahallinn að hverfa Vissuð þið að ríkisfjármálin hafa stórbatnað á yfirstandandi kjörtímabili og ótrúlegur árangur náðst við erfiðar aðstæður? Árið 2008 nam halli ríkissjóðs 216 milljörðum króna og á síðustu árum hefur hann farið hratt lækkandi. Á síðasta ári var ríkishallinn 21 milljarður kr. og á fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir að hann verði innan við 3,7 milljarða króna. Þannig má gera sér raunhæfar væntingar um að á næstu árum verði ríkissjóður rekinn með afgangi og þá verði mögulegt að lækka skuldir og afborganir ríkissjóðs hratt niður. Við jafnaðarmenn erum stoltir af árangrinum en um leið raunsæir og fyrstir allra til að viðurkenna að enn er mikið verk óunnið. Við erum ekki sáttir við stöðuna eins og hún er nú og bjóðum einu raunhæfu leiðina áfram en óttumst yfirboð óábyrgra stjórnmálaflokka í kosningaham sem tefla í tvísýnu árangrinum sem þjóðin hefur náð á erfiðum tímum. Gleymum því ekki 27. apríl þegar við veljum þá flokka sem við teljum best til þess komna til að leiða landið næstu fjögur ár. Ólafur Ingi Guðmundsson Höfundur er stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda alþingiskosninga má heyra ýmsar vangaveltur og hugleiðingar um efnahagsmál og árangur ríkisstjórnarinnar á síðasta kjörtímabili. Á þeim tímapunkti er ekki úr vegi að fara yfir nokkur mál og skýra á greinargóðan hátt frá þeim. Vissuð þið að hagvöxtur er á uppleið í íslensku samfélagi? Á síðasta ári var hagvöxtur 2,2% sem er sami hagvöxtur og var í Bandaríkjunum en talsvert meiri hagvöxtur en helstu samanburðarlönd okkar geta státað sig af um þessi misseri. Samdráttur varð í Danmörku, Bretlandi og Finnlandi. Hagvaxtarspáin fyrir árið 2013 er 2,1% sem er helmingi meiri hagvöxtur en spáð er fyrir helstu viðskiptalönd Ísland. Síðan er áætlað að kippur muni koma í hagvöxtinn skv. spám og stefnir í 3,5% hagvöxt árið 2014 og 3,9% hagvöxt árið 2015. Vissuð þið að verðbólga hefur minnkað umtalsvert frá hruni? Hún er nú einungis þriðjungur af því sem hún var á árinu 2009. Verðbólgan var á síðasta ári 5,2% en nýjustu tölur segja að hún sé nú um 3,9%. Seðlabankinn spáir því svo fyrir 2013 að verðbólgan verði 3,8%, 2,8% árið 2014 og fyrir 2015 verði hún 2,5%. Spár gefa því til kynna að verðbólgan sé á niðurleið en mjög erfitt er að spá fyrir um slíkt vegna gjaldmiðilsins og gengisþróunar. Krónan er því óvissuþátturinn, sem er ekkert nýtt í sögu lands og þjóðar. Enn fremur er áhugavert að benda á að skuldatryggingaálag á ríkissjóð hefur ekki verið jafn lágt frá miðju ári 2008, eða áður en hrunið átti sér stað.Minnkandi atvinnuleysi – aukinn kaupmáttur Vissuð þið að atvinnuleysi fer minnkandi á Íslandi? Atvinnuleysi hefur minnkað um tæpan helming frá hruni. Atvinnuleysi á síðasta ári var 5,8% og samkvæmt nýjustu tölum er atvinnuleysi um 5,5%. Horfurnar eru jákvæðar en spáð er 4,8% atvinnuleysi á þessu ári en síðan 4,3% árið 2014 og 4,2% atvinnuleysi árið 2015. Hér hefur átak á borð við ungt fólk til athafna, atvinnu með stuðningi og liðsstyrk skipt miklu máli fyrir fólk til að koma undir sig fótunum á ný og finna sér farveg á vinnumarkaðnum. Atvinnuleysi er því á niðurleið og er talsvert minna atvinnuleysi hér á landi en það sem helstu samanburðarlönd okkar glíma við. Starfandi fólki hefur svo haldið áfram að fjölga en fjölgunin á síðasta ársfjórðungi er mesta fjölgun á fjórðungi frá því á sama fjórðungi árið 2007. Fleiri starfandi konur eru á vinnumarkaði núna en voru fyrir hrun. Atvinnulausum einstaklingum hefur fækkað um meira en 10.000 manns síðan ríkisstjórnin tók við völdum í maí 2012. Skv. Hagstofunni voru í maí 2009 20.600 atvinnulausir og um 11,2% mælt atvinnuleysi. En í des 2012 voru 10.100 atvinnulausir og um 5% mælt atvinnuleysi. Á sama tíma er mjög áhugavert að skoða mannfjöldatölur frá Hagstofunni en þar kemur fram að árið 2009 voru 319.368 landsmenn skráðir hér á landi. Um áramótin 2012/2013 voru landsmenn 321.857, þannig að sögur um gríðarlegan landflótta eru orðum auknar. Vissulega hefur ungt fólk lagt land undir fót í auknum mæli vegna aðstæðna en full ástæða er til bjartsýni á endurkomu þeirra eftir því sem íslenskt efnahagslíf styrkir sig í sessi. Vissuð þið að kaupmáttur hefur aukist og þannig hafa landsmenn fengið auknar ráðstöfunartekjur? Kaupmáttur hefur aukist tvö ár í röð og sé tímabilið 2008-2010 borið saman við 2009-2011 sést að ráðstöfunartekjur heimila hafa hækkað meira en neysluútgjöld þeirra. Þannig hefur skattastefna ríkisstjórnarinnar jafnað kjör landsmanna og þeim tekjulægri hlíft á kostnað þeirra tekjuhærri.Fjárlagahallinn að hverfa Vissuð þið að ríkisfjármálin hafa stórbatnað á yfirstandandi kjörtímabili og ótrúlegur árangur náðst við erfiðar aðstæður? Árið 2008 nam halli ríkissjóðs 216 milljörðum króna og á síðustu árum hefur hann farið hratt lækkandi. Á síðasta ári var ríkishallinn 21 milljarður kr. og á fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir að hann verði innan við 3,7 milljarða króna. Þannig má gera sér raunhæfar væntingar um að á næstu árum verði ríkissjóður rekinn með afgangi og þá verði mögulegt að lækka skuldir og afborganir ríkissjóðs hratt niður. Við jafnaðarmenn erum stoltir af árangrinum en um leið raunsæir og fyrstir allra til að viðurkenna að enn er mikið verk óunnið. Við erum ekki sáttir við stöðuna eins og hún er nú og bjóðum einu raunhæfu leiðina áfram en óttumst yfirboð óábyrgra stjórnmálaflokka í kosningaham sem tefla í tvísýnu árangrinum sem þjóðin hefur náð á erfiðum tímum. Gleymum því ekki 27. apríl þegar við veljum þá flokka sem við teljum best til þess komna til að leiða landið næstu fjögur ár. Ólafur Ingi Guðmundsson Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun