Fótbolti

Arnór og félagar í góðum gír á nýju ári

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnór Smárason í leik með íslenska landsliðinu.
Arnór Smárason í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/AFP
Arnór Smárason spilaði síðustu fimmtán mínúturnar þegar Esbjerg vann 1-0 heimasigur á AaB í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en Esbjerg-liðið er að byrja vel eftir vetrarfríið.

Arnór hefur verið mikið meiddur á þessu tímabili en er búinn að vera í hópnum hjá Esbjerg í síðustu leikjum og kom einnig inn á í 1-0 sigri á Bröndby í leiknum á undan.

Sebastian Andersen skoraði eina mark leiksins í dag á 69. mínútu en Arnór kom inn á fyrir framherjann Martin Braithwaite á 75. mínútu.

Esbjerg hefur nú unnið tvo leiki í röð og hefur ennfremur náð í 10 af 12 mögulegum stigum eftir að deildinni fór í gang á ný eftir verarfrí.

Arnór og félagar eru nú komnir alla leið upp í sjöunda sæti dönsku úrvalsdeildarinnar en Esbjerg var í 10. sæti þegar deildin fór í vetrarfrí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×