Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 22-26 | Oddaleikur á mánudag Jón Júlíus Karlsson í Mýrinni skrifar 20. apríl 2013 11:41 Mynd/Valli Valur lagði Stjörnuna af velli í fjórða leik liðana í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í N1 deild kvenna, 22-26. Valur knúði þar með fram oddaleik í einvígi liðana um að komast í úrslitaleikinn. Valur byrjaði leikinn betur og komst í 1-4 snemma leiks. Valskonur greinilega staðráðnar í að jafna metin í einvígi þessara liða. Stjarnan komst hins vegar fljótt aftur inn í leikinn og jafnaði metin í stöðunni 5-5. Stjarnan skoraði fjögur mörk í röð og komst í 7-5 áður en Valur tók við sér. Staðan í hálfleik 9-11 fyrir Val. Valskonur byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og eftir 10 mínútna leik í seinni hálfleik var staðan 10-15 fyrir Val. Stjarnan gafst hins vegar ekki upp og náði að vinna sig aftur inn í leikinn. Þegar skammt var eftir munaði aðeins tveimur mörkum á liðunum en Valur náði að innsigla góðum sigri. Liðin munu því mætast í hreinum úrslitaleik á mánudag um sæti í úrslitum. Hrafnhildur Skúladóttir var markahæst í liði Vals en hún skoraði 7 mörk. Karólína Lárusdóttir skoraði sex mörk líkt og Dagný Skúladóttir. Hjá Stjörnunni skoraði Jóna Margrét Ragnarsdóttir 7 mörk. Sunneva Einarsdóttir varð 12 skot hjá Stjörnunni og Guðný Jenný Ásmundsdóttir varð 10.Hrafnhildur: Leystum varnarleik Stjörnunnar vel „Við vorum ekki tilbúnar til að fara í sumarfrí. Það er rok og rigning úti og ekki fer maður út að ‘tana’ þannig að við höfum ekkert að gera í sumarfrí strax,“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir eftir sigur Vals gegn Stjörnunni í dag. „Ég er svakalega ánægð með þennan sigur. Þetta er æðislegt. Við vorum miklu betri í þessum leik og hefðum átt að vinna stærra. Við vorum líklega með svona 10 stangarskot og mjög óheppnar.“ Valur hafði yfirhöndina í síðari hálfleik en Stjarnan náði að vinna sig inn í leikinn þegar skammt var eftir. „Stjarnan náði að minnka muninn niður í tvö mörk þegar lítið var eftir en mér fannst á því augnabliki eins og að við hefðum átt að vera búnar að klára leikinn. Við vorum að fá góð færi en Stjarnan í bölvuðu basli,“ segir Hrafnhildur sem segir að leikur Valsliðsins hafi verið góður í dag. „Það var miklu meiri hreyfanleiki á liðinu en í fyrstu leikjunum og við leystum vel varnarleikinn hjá Stjörnunni. Þær hafa verið duglegar að klippa út og eyðileggja kerfin hjá okkur. Við höfum verið í basli með það. Það voru fleiri að skila sínu í dag en í fyrstu tveimur leikjunum og það skipti sköpum. Ef við spilum svona á mánudag þá munum við vinna.“Rakel Dögg: Gerum mistök á mikilvægum augnablikum „Ég er mjög spæld. Við ætluðum að klára þetta einvígi í dag og fara í úrslitin,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir eftir ósigur Stjörnunnar gegn Val í dag. „Við vorum einfaldlega ekki með svör við varnarleiknum hjá Va. Við vorum ekkert hissa að þær myndu spila 5+1 vörn og vorum búnar að undirbúa okkur fyrir það. Þetta var hins vegar ekki að ganga upp og hittum á lélegan dag. Sóknarleikurinn var of hægur og við vorum að gera mistök á mikilvægum augnablikum í leiknum. Þó að vörnin hafi verið fín inn á milli þá vorum við að fá á okkur of mörg klaufamörk.“ Rakel segir að hún sjálf hafi verið slök í dag og að hún og félagar hennar hjá Stjörnunni þurfi að eiga toppleik á mánudag. „Við þurfum að fara yfir þennan leik og finna lausnir. Valur mun spila áfram þessa vörn í næsta leik. Ég er persónulega á núll hraða og ég þarf að skoða mína frammistöðu. Við þurfum að eiga okkar besta leik ef við ætlum að vinna þetta lið. Það bjuggust allir við auðveldum 3-0 sigri hjá Val en við höfum heldur betur staðið í þeim. Við höfum trú á því að við getum unnið leikinn á mánudag.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Valur lagði Stjörnuna af velli í fjórða leik liðana í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í N1 deild kvenna, 22-26. Valur knúði þar með fram oddaleik í einvígi liðana um að komast í úrslitaleikinn. Valur byrjaði leikinn betur og komst í 1-4 snemma leiks. Valskonur greinilega staðráðnar í að jafna metin í einvígi þessara liða. Stjarnan komst hins vegar fljótt aftur inn í leikinn og jafnaði metin í stöðunni 5-5. Stjarnan skoraði fjögur mörk í röð og komst í 7-5 áður en Valur tók við sér. Staðan í hálfleik 9-11 fyrir Val. Valskonur byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og eftir 10 mínútna leik í seinni hálfleik var staðan 10-15 fyrir Val. Stjarnan gafst hins vegar ekki upp og náði að vinna sig aftur inn í leikinn. Þegar skammt var eftir munaði aðeins tveimur mörkum á liðunum en Valur náði að innsigla góðum sigri. Liðin munu því mætast í hreinum úrslitaleik á mánudag um sæti í úrslitum. Hrafnhildur Skúladóttir var markahæst í liði Vals en hún skoraði 7 mörk. Karólína Lárusdóttir skoraði sex mörk líkt og Dagný Skúladóttir. Hjá Stjörnunni skoraði Jóna Margrét Ragnarsdóttir 7 mörk. Sunneva Einarsdóttir varð 12 skot hjá Stjörnunni og Guðný Jenný Ásmundsdóttir varð 10.Hrafnhildur: Leystum varnarleik Stjörnunnar vel „Við vorum ekki tilbúnar til að fara í sumarfrí. Það er rok og rigning úti og ekki fer maður út að ‘tana’ þannig að við höfum ekkert að gera í sumarfrí strax,“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir eftir sigur Vals gegn Stjörnunni í dag. „Ég er svakalega ánægð með þennan sigur. Þetta er æðislegt. Við vorum miklu betri í þessum leik og hefðum átt að vinna stærra. Við vorum líklega með svona 10 stangarskot og mjög óheppnar.“ Valur hafði yfirhöndina í síðari hálfleik en Stjarnan náði að vinna sig inn í leikinn þegar skammt var eftir. „Stjarnan náði að minnka muninn niður í tvö mörk þegar lítið var eftir en mér fannst á því augnabliki eins og að við hefðum átt að vera búnar að klára leikinn. Við vorum að fá góð færi en Stjarnan í bölvuðu basli,“ segir Hrafnhildur sem segir að leikur Valsliðsins hafi verið góður í dag. „Það var miklu meiri hreyfanleiki á liðinu en í fyrstu leikjunum og við leystum vel varnarleikinn hjá Stjörnunni. Þær hafa verið duglegar að klippa út og eyðileggja kerfin hjá okkur. Við höfum verið í basli með það. Það voru fleiri að skila sínu í dag en í fyrstu tveimur leikjunum og það skipti sköpum. Ef við spilum svona á mánudag þá munum við vinna.“Rakel Dögg: Gerum mistök á mikilvægum augnablikum „Ég er mjög spæld. Við ætluðum að klára þetta einvígi í dag og fara í úrslitin,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir eftir ósigur Stjörnunnar gegn Val í dag. „Við vorum einfaldlega ekki með svör við varnarleiknum hjá Va. Við vorum ekkert hissa að þær myndu spila 5+1 vörn og vorum búnar að undirbúa okkur fyrir það. Þetta var hins vegar ekki að ganga upp og hittum á lélegan dag. Sóknarleikurinn var of hægur og við vorum að gera mistök á mikilvægum augnablikum í leiknum. Þó að vörnin hafi verið fín inn á milli þá vorum við að fá á okkur of mörg klaufamörk.“ Rakel segir að hún sjálf hafi verið slök í dag og að hún og félagar hennar hjá Stjörnunni þurfi að eiga toppleik á mánudag. „Við þurfum að fara yfir þennan leik og finna lausnir. Valur mun spila áfram þessa vörn í næsta leik. Ég er persónulega á núll hraða og ég þarf að skoða mína frammistöðu. Við þurfum að eiga okkar besta leik ef við ætlum að vinna þetta lið. Það bjuggust allir við auðveldum 3-0 sigri hjá Val en við höfum heldur betur staðið í þeim. Við höfum trú á því að við getum unnið leikinn á mánudag.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira