Um málefni líðandi stundar Eiður Ragnarsson skrifar 20. apríl 2013 06:00 Ég hef verið þungt hugsi yfir ýmsu undanfarna daga og vikur. Gott gengi Framsóknarmanna er eitt og sýnist mér að það kalli fram hin ólíklegustu viðbrögð hinna ýmsu einstaklinga eða það er s.s. ekkert nýtt, það hefur löngum verið í tísku að tala niður til Framsóknarmanna. En ég hafði ekki ætlað að tjá mig um Framsóknarflokkinn sérstaklega heldur annað sem tengist inn í hina pólitísku umræðu þessa dagana. Það er ein spurning sem ég þarf að kasta fram til glöggvunar á því hvert ég er að fara, en hún er: Hvað er stjórnmálaflokkur? Já, hvað er nú það? Stjórnmálaflokkur, sama hvaða nafni hann nefnist, er ekkert annað en fólkið sem í honum er. Hann er ekki verri eða betri eftir því hversu gamall hann er eða hvaða nafn hann ber, heldur stjórnast hans tilvist og veruleiki einvörðungu af því fólki sem gefur af sínum tíma, langflest í sjálfboðavinnu, til að móta stefnur og strauma og stefna þá leið sem það telur vera heillavænlegasta fyrir land og þjóð. Flestir eru þarna af einskærum áhuga á málefninu og eru tilbúnir til að gefa sína vinnu til að fylgja hugsjón, sameiginlegu markmiði og eru sammála um leiðina að því markmiði. Um þetta fólk (og rétt er að taka fram að ég er einn af þeim) ættu menn að tala af virðingu þó svo að ekki séu menn sammála áherslum, það ætti sérstaklega að tala af virðingu um fótgönguliða „flokksins“ hvort sem hann er glænýr eða eldgamall, hvort sem hann er stór eða lítill, hvort sem hann er vinstri eða hægri. Það er nefnilega einu sinni svo að það er þetta fólk sem mótar stefnuna, það er þetta fólk sem þingmennirnir eru að vinna í umboði fyrir og þeir eiga að framfylgja stefnu sem sett er á landsþingum og öðrum samkomum flokkanna af þessu fólki. Það að halda því fram að það sé nóg að flokkurinn sé nýr til að um hann blási ferskir vindar er auðvitað óttalegur misskilningur, því að mig grunar að það séu nú frekar fáir eftir af upprunalegum stofnfélögum elstu flokkanna, sennilega líka hjá þeim yngri, nema kannski hjá framboðum sem stofnuð eru á síðustu metrum kjörtímabilsins. Sú bábilja að nefna endalaust fjórflokkinn sem eitthvert skrímsli með horn og hala, sjálfstæðan vilja og illa tilveru, er ekki fólki, sem vill málefnalega upplýsta og uppbyggandi umræðu, til framdráttar og það að halda þessu sífellt á lofti sýnir einungis að viðkomandi einstaklingar eru ekki tilbúnir í málefnalega umræðu. Það mætti rétt eins tala um öll nýju framboðin af sömu fyrirlitningu og segja að þau séu öll full af tækifærissinnum, með ekkert bakland og þeirra eina hugsun sé að skara eld að eigin köku. En það myndi einmitt sýna sömu málefnaþurrð og vera umræðunni lítið til framdráttar. Við getum nefnilega haft áhrif í hvaða flokki sem við viljum, algjörlega án tillits til þess hvað hann heitir, bara ef við nennum að leggja tíma okkar og vinnu í það og hér á það sama við og í öllu öðru, það verður engu komið í verk nema menn vilji leggja á sig vinnu og séu tilbúnir til að fylgja henni eftir. Langstærsta vandamálið í íslenskri pólitík er nefnilega almennt áhuga- og þátttökuleysi almennings. Það hefur reyndar komið fyrir að sterkir leiðtogar taka völdin og grasrótin hefur lítið um það að segja hvað gert er og sú hætta er alltaf til staðar þar sem hópur velur sér forystu, sama hvort það eru pólitísk samtök eða golfklúbbur. En til þess að lágmarka hættuna á því eru til lög og reglur, settar af viðkomandi félagi og samfélaginu, sem okkur ber að fara eftir og þess vegna er forystan valin með reglulegu millibili. Einnig sýnir það okkur að við eigum að vera gagnrýnin á verk forystu og best er að rýna til gagns innan frá, það er enginn þrýstingur að gagnrýna utan frá, þá er maður „andstæðingur“ en ekki „samherji“ og við eigum það nú víst til að taka því fálega sem kemur frá andstæðingum okkar, ekki satt? En það sem ég er að reyna að segja er einungis eitt. Reynum að hefja okkur yfir þann skotgrafahernað sem tíðkast hefur mikið undanfarin misseri þegar kemur að pólitík (reyndar ekki bara undanfarin misseri). Hvetjum til fordómalausrar og málefnalegrar umræðu því annars náum við engum árangri. Ég held að allir ættu að geta verið sammála um það að gagnkvæm virðing fyrir málefnum og áherslum framboða er nauðsynleg til að endurvekja það traust sem sýnilega hefur skort á stjórnvöldum og Alþingi. Að málefnaleg umræða um sömu áherslur og málefni er það eina sem getur rétt kúrsinn og komið okkur á þann stað sem við viljum vera. Góðar stundir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ég hef verið þungt hugsi yfir ýmsu undanfarna daga og vikur. Gott gengi Framsóknarmanna er eitt og sýnist mér að það kalli fram hin ólíklegustu viðbrögð hinna ýmsu einstaklinga eða það er s.s. ekkert nýtt, það hefur löngum verið í tísku að tala niður til Framsóknarmanna. En ég hafði ekki ætlað að tjá mig um Framsóknarflokkinn sérstaklega heldur annað sem tengist inn í hina pólitísku umræðu þessa dagana. Það er ein spurning sem ég þarf að kasta fram til glöggvunar á því hvert ég er að fara, en hún er: Hvað er stjórnmálaflokkur? Já, hvað er nú það? Stjórnmálaflokkur, sama hvaða nafni hann nefnist, er ekkert annað en fólkið sem í honum er. Hann er ekki verri eða betri eftir því hversu gamall hann er eða hvaða nafn hann ber, heldur stjórnast hans tilvist og veruleiki einvörðungu af því fólki sem gefur af sínum tíma, langflest í sjálfboðavinnu, til að móta stefnur og strauma og stefna þá leið sem það telur vera heillavænlegasta fyrir land og þjóð. Flestir eru þarna af einskærum áhuga á málefninu og eru tilbúnir til að gefa sína vinnu til að fylgja hugsjón, sameiginlegu markmiði og eru sammála um leiðina að því markmiði. Um þetta fólk (og rétt er að taka fram að ég er einn af þeim) ættu menn að tala af virðingu þó svo að ekki séu menn sammála áherslum, það ætti sérstaklega að tala af virðingu um fótgönguliða „flokksins“ hvort sem hann er glænýr eða eldgamall, hvort sem hann er stór eða lítill, hvort sem hann er vinstri eða hægri. Það er nefnilega einu sinni svo að það er þetta fólk sem mótar stefnuna, það er þetta fólk sem þingmennirnir eru að vinna í umboði fyrir og þeir eiga að framfylgja stefnu sem sett er á landsþingum og öðrum samkomum flokkanna af þessu fólki. Það að halda því fram að það sé nóg að flokkurinn sé nýr til að um hann blási ferskir vindar er auðvitað óttalegur misskilningur, því að mig grunar að það séu nú frekar fáir eftir af upprunalegum stofnfélögum elstu flokkanna, sennilega líka hjá þeim yngri, nema kannski hjá framboðum sem stofnuð eru á síðustu metrum kjörtímabilsins. Sú bábilja að nefna endalaust fjórflokkinn sem eitthvert skrímsli með horn og hala, sjálfstæðan vilja og illa tilveru, er ekki fólki, sem vill málefnalega upplýsta og uppbyggandi umræðu, til framdráttar og það að halda þessu sífellt á lofti sýnir einungis að viðkomandi einstaklingar eru ekki tilbúnir í málefnalega umræðu. Það mætti rétt eins tala um öll nýju framboðin af sömu fyrirlitningu og segja að þau séu öll full af tækifærissinnum, með ekkert bakland og þeirra eina hugsun sé að skara eld að eigin köku. En það myndi einmitt sýna sömu málefnaþurrð og vera umræðunni lítið til framdráttar. Við getum nefnilega haft áhrif í hvaða flokki sem við viljum, algjörlega án tillits til þess hvað hann heitir, bara ef við nennum að leggja tíma okkar og vinnu í það og hér á það sama við og í öllu öðru, það verður engu komið í verk nema menn vilji leggja á sig vinnu og séu tilbúnir til að fylgja henni eftir. Langstærsta vandamálið í íslenskri pólitík er nefnilega almennt áhuga- og þátttökuleysi almennings. Það hefur reyndar komið fyrir að sterkir leiðtogar taka völdin og grasrótin hefur lítið um það að segja hvað gert er og sú hætta er alltaf til staðar þar sem hópur velur sér forystu, sama hvort það eru pólitísk samtök eða golfklúbbur. En til þess að lágmarka hættuna á því eru til lög og reglur, settar af viðkomandi félagi og samfélaginu, sem okkur ber að fara eftir og þess vegna er forystan valin með reglulegu millibili. Einnig sýnir það okkur að við eigum að vera gagnrýnin á verk forystu og best er að rýna til gagns innan frá, það er enginn þrýstingur að gagnrýna utan frá, þá er maður „andstæðingur“ en ekki „samherji“ og við eigum það nú víst til að taka því fálega sem kemur frá andstæðingum okkar, ekki satt? En það sem ég er að reyna að segja er einungis eitt. Reynum að hefja okkur yfir þann skotgrafahernað sem tíðkast hefur mikið undanfarin misseri þegar kemur að pólitík (reyndar ekki bara undanfarin misseri). Hvetjum til fordómalausrar og málefnalegrar umræðu því annars náum við engum árangri. Ég held að allir ættu að geta verið sammála um það að gagnkvæm virðing fyrir málefnum og áherslum framboða er nauðsynleg til að endurvekja það traust sem sýnilega hefur skort á stjórnvöldum og Alþingi. Að málefnaleg umræða um sömu áherslur og málefni er það eina sem getur rétt kúrsinn og komið okkur á þann stað sem við viljum vera. Góðar stundir.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun