Tónlist

Plötusalan aukaatriði

Hljómsveitin hugsar lítið um plötusölu.
Hljómsveitin hugsar lítið um plötusölu.
Marcus Mumford úr hljómsveitinni vinsælu Mumford & Sons segir að plötusala skipti sveitina ekkert alltof miklu máli. „Við höfum beðið umboðsmanninn okkar um að láta okkur ekki vita hvernig plötusalan gengur. Við vitum vel hvernig miðasalan er á tónleikana okkar, vegna þess að við elskum að spila á tónleikum. Plötusala skiptir okkur í raun minna máli,“ sagði Mumford en plötur sveitarinnar hafa selst í milljónum eintaka.

Fjölmennustu tónleikar Mumford & Sons til þessa eru fyrirhugaðir á Ólympíuleikvanginum í London 6. júlí. Þetta verða jafnframt fyrstu tónleikarnir á leikvanginum síðan Ólympíuleikarnir voru haldnir síðasta sumar. Vampire Weekend, Ben Howard, Edward Sharpe and the Magnetic Zeros, Haim og Bear"s Den stíga einnig á svið. Allar sveitirnar voru sérstaklega valdar af Mumford & Sons.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.