Munnmök eru nýi góða nótt kossinn Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar 10. desember 2013 06:00 Titill greinarinnar vísar í bók sem kom út í Kanada fyrir nokkru, „Oral sex is the new good night kiss“, og fjallar um áhrif klámvæðingar á kynhegðun ungmenna. Klám er kynferðislegt efni með niðurlægingu, ofbeldi og drottnun. Oftast eru karlar í drottnunarhlutverkinu – konur undirskipaðar og verða fyrir ofbeldinu og niðurlægingunni. Langmest af kynferðislegu efni á netinu er klám. Íslenskir strákar eru ca. 11 ára þegar þeir byrja að horfa á klám. Sumar stelpur horfa líka en yfirleitt ekki til kynferðislegrar örvunar, sem strákar gera. Kynhlutverkin eru skýr í kláminu, skilaboð eru send til stráka og stelpna um kynhegðun. Klámvæðingin sér svo um að gera þessi skilaboð að normi – því sem er eðlilegt. Strákar læra til hvers er ætlast af þeim og hverju þeir eiga að búast við frá stúlkum – og öfugt. Klámið er stútfullt af kvenfyrirlitningu sem síast inn í okkar daglega líf með klámvæðingunni. Klámvæðingin er fyrir ungmennin eins og sjórinn fyrir fiskana. Hefur áhrif á sjálfsmynd, væntingar til þeirra sjálfra og annarra, kynverund, hegðun, samskipti og viðhorf. Dæmi um skaðann „Af hverju leyfðir þú honum ekki bara að klára?“ spurði stúlka vinkonu sína sem hafði stigið fram og sagt að „vinur“ hennar hefði áreitt hana kynferðislega. Þetta er jú bara það sem er ætlast til af okkur – lá í orðunum. Stúlkur hafa leitað til Stígamóta eftir „kynlíf“ með kærustum sínum. Af hverju? Strákar vilja gera það sem þeir sjá í klámi. Klámið sýnir að stelpur vilji harkalegt kynlíf. Strákar hafa valdið. Stelpurnar í poppmenningunni eru alltaf kynferðislegar. Dagskipun Gonzo klámsins er að stelpur hafa þrjú göt – til að nota. Þessar myndir eru yfirfærðar á veruleikann. Enginn hefur sagt ungum mönnum annað en að klámið sé fínn leiðbeiningabæklingur um kynlíf og allt sé þar í himnalagi. Strákar eru ekki knúnir áfram af mannvonskulegri greddu heldur eru þeir ofurseldir boðskapnum úr kláminu. Að tilheyra karlaboxinu þýðir að horfa á klám. Afleiðingin getur verið að fara yfir mörk í kynlífi – sín eigin og bólfélagans. Þetta er normið. Ekkert til að tala um. Deal with it. Ef niðurlæging og ofbeldi eru altari klámsins, eru stór brjóst og rakaðar píkur nauðsynlegir skrautmunir. Brjóstastækkun er jafn sjálfsögð aðgerð og hálskirtlataka. Hver ákvað að stór brjóst væru eins nauðsynleg hverri konu og tvö eyru? Klámpíkan er hárlaus, bleik og slétt – eins og á barni. Skilaboðin? Allar píkur sköllóttar thank you very nice. En þá koma hin ólíku andlit píkna í ljós. Píkufegrunaraðgerð er lausn sumra sem ekki uppfylla klámpíkustaðalinn. Bara villikonur eru með loðna píku. Kynhegðun kvenna er ekki þeirra einkamál. Drusludómur vofir yfir ef fjöldi rekkjufélaga fer yfir leyfilegt hámark karlhannaða kynjaboxins bleika. Stúlkur eru dæmdar fyrir að gera nákvæmlega það sem ætlast er til af þeim í klámvæddum kröfum um kynhegðun. Samfélagslegur þrýstingur er öflugur. Það þarf ekki hlekki eða hótanir – hinn gagnrýnislausi félagslegi þrýstingur sér til þess að allir fari eftir alltumlykjandi ósýnilegum reglum sem allir kunna, þekkja og fara eftir til að viðhalda félagslegri stöðu. Það þarf sterk bein til að stíga út fyrir klámmenningarheiminn – nú, eða kynjafræðslu. Höfundur er kennari í kynjafræði við Borgarholtsskóla. Greinin er hluti af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi 2013. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Velferðarsamfélag í anda jafnaðarmennskunnar Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Titill greinarinnar vísar í bók sem kom út í Kanada fyrir nokkru, „Oral sex is the new good night kiss“, og fjallar um áhrif klámvæðingar á kynhegðun ungmenna. Klám er kynferðislegt efni með niðurlægingu, ofbeldi og drottnun. Oftast eru karlar í drottnunarhlutverkinu – konur undirskipaðar og verða fyrir ofbeldinu og niðurlægingunni. Langmest af kynferðislegu efni á netinu er klám. Íslenskir strákar eru ca. 11 ára þegar þeir byrja að horfa á klám. Sumar stelpur horfa líka en yfirleitt ekki til kynferðislegrar örvunar, sem strákar gera. Kynhlutverkin eru skýr í kláminu, skilaboð eru send til stráka og stelpna um kynhegðun. Klámvæðingin sér svo um að gera þessi skilaboð að normi – því sem er eðlilegt. Strákar læra til hvers er ætlast af þeim og hverju þeir eiga að búast við frá stúlkum – og öfugt. Klámið er stútfullt af kvenfyrirlitningu sem síast inn í okkar daglega líf með klámvæðingunni. Klámvæðingin er fyrir ungmennin eins og sjórinn fyrir fiskana. Hefur áhrif á sjálfsmynd, væntingar til þeirra sjálfra og annarra, kynverund, hegðun, samskipti og viðhorf. Dæmi um skaðann „Af hverju leyfðir þú honum ekki bara að klára?“ spurði stúlka vinkonu sína sem hafði stigið fram og sagt að „vinur“ hennar hefði áreitt hana kynferðislega. Þetta er jú bara það sem er ætlast til af okkur – lá í orðunum. Stúlkur hafa leitað til Stígamóta eftir „kynlíf“ með kærustum sínum. Af hverju? Strákar vilja gera það sem þeir sjá í klámi. Klámið sýnir að stelpur vilji harkalegt kynlíf. Strákar hafa valdið. Stelpurnar í poppmenningunni eru alltaf kynferðislegar. Dagskipun Gonzo klámsins er að stelpur hafa þrjú göt – til að nota. Þessar myndir eru yfirfærðar á veruleikann. Enginn hefur sagt ungum mönnum annað en að klámið sé fínn leiðbeiningabæklingur um kynlíf og allt sé þar í himnalagi. Strákar eru ekki knúnir áfram af mannvonskulegri greddu heldur eru þeir ofurseldir boðskapnum úr kláminu. Að tilheyra karlaboxinu þýðir að horfa á klám. Afleiðingin getur verið að fara yfir mörk í kynlífi – sín eigin og bólfélagans. Þetta er normið. Ekkert til að tala um. Deal with it. Ef niðurlæging og ofbeldi eru altari klámsins, eru stór brjóst og rakaðar píkur nauðsynlegir skrautmunir. Brjóstastækkun er jafn sjálfsögð aðgerð og hálskirtlataka. Hver ákvað að stór brjóst væru eins nauðsynleg hverri konu og tvö eyru? Klámpíkan er hárlaus, bleik og slétt – eins og á barni. Skilaboðin? Allar píkur sköllóttar thank you very nice. En þá koma hin ólíku andlit píkna í ljós. Píkufegrunaraðgerð er lausn sumra sem ekki uppfylla klámpíkustaðalinn. Bara villikonur eru með loðna píku. Kynhegðun kvenna er ekki þeirra einkamál. Drusludómur vofir yfir ef fjöldi rekkjufélaga fer yfir leyfilegt hámark karlhannaða kynjaboxins bleika. Stúlkur eru dæmdar fyrir að gera nákvæmlega það sem ætlast er til af þeim í klámvæddum kröfum um kynhegðun. Samfélagslegur þrýstingur er öflugur. Það þarf ekki hlekki eða hótanir – hinn gagnrýnislausi félagslegi þrýstingur sér til þess að allir fari eftir alltumlykjandi ósýnilegum reglum sem allir kunna, þekkja og fara eftir til að viðhalda félagslegri stöðu. Það þarf sterk bein til að stíga út fyrir klámmenningarheiminn – nú, eða kynjafræðslu. Höfundur er kennari í kynjafræði við Borgarholtsskóla. Greinin er hluti af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi 2013.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun