Menn ekki jafnir fyrir dómi Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 6. nóvember 2013 13:16 Jón Steinar segir dómara hafa misst sig og látið áhugamál sín og hugðarefni hafa meiri áhrif á dómsniðurstöðuna heldur en vera ætti. Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, telur áhyggjuefni hversu mikils misræmis gæti í dómum íslenskra dómsstóla og menn þannig ekki jafnir fyrir lögunum. Nýverið féll sýknudómur í meiðyrðamáli í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ingi Kristján Sigurmarsson var sýknaður í máli Egils Einarssonar á hendur honum en Ingi Kristján hafði birt mynd á Instagram af Agli þar sem á stóð: „Aumingi“ og „Fuck you rapist bastard“. Ingibjörg Þorsteinsdóttir héraðsdómari kvað upp þann dóm en áður hafði fallið dómur Hildar Briem dómara í hliðstæðu máli á Héraðsdómi Austurlands þar sem Inga Lilja Hafliðadóttir var dæmd sek um meiðyrði þegar hún kallaði Egil nauðgara með öðrum orðum á Facebook. Egill hyggst áfrýja fyrrnefnda dómnum. Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður segir þetta verulegt áhyggjuefni og að dómarar hafi hreinlega misst sig. Jón Steinar segir að fólki sé kennd lögfræði í fimm til sex ár í háskóla. Sú kennsla á að hafa það meginmarkmið að kenna mönnum hvaða aðferðum megi beita við að komast að niðurstöðu í lögfræðilegum álitaefnum. „Það er nefnilega markmiðið að niðurstaðan verði hin sama, sama hvað dómarinn heitir eða sá sem þarf að taka afstöðu til sakarefnisins. Það eru bara tilteknar aðferðir heimilar; hlutlæg beiting réttarheimilda. Lögfræðingum, eins og öðru fólki, virðist ganga illa oft, við að sortera í sundur aðferðirnar sem það má beita og einhverja huglæga afstöðu sem viðkomandi kann sjálfur að hafa. Og ég held að aðalskýringin á því að dómar ganga á mismundi vegu í sambærilegum málum sé sú að einhver dómari hefur misst sig svolítið. Og gleymt þessu meginmarkmiði og farið að láta áhugamál sín og hugðarefni hafa meiri áhrif á dómsniðurstöðuna heldur en vera ætti.“Þú telur þetta þá, með öðrum orðum, þýða að menn eru ekki jafnir fyrir rétti? „Já já, það getur haft þá afleiðingu,“ segir Jón Steinar. „En, auðvitað er þetta þannig að við erum líka með æðsta dómstólinn sem á að vera það skjól sem menn hafa. Þess vegna skiptir mestu máli hvernig ástatt er þar. En því miður er sá dómsstóll undir allt of miklum áhrifum úr samfélaginu, frá einhverjum atriðum samtímans sem engu máli eiga að skipta þegar menn eru að kveða upp dóma í lögfræðilegum þrætuefnum.“ Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Fleiri fréttir Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, telur áhyggjuefni hversu mikils misræmis gæti í dómum íslenskra dómsstóla og menn þannig ekki jafnir fyrir lögunum. Nýverið féll sýknudómur í meiðyrðamáli í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ingi Kristján Sigurmarsson var sýknaður í máli Egils Einarssonar á hendur honum en Ingi Kristján hafði birt mynd á Instagram af Agli þar sem á stóð: „Aumingi“ og „Fuck you rapist bastard“. Ingibjörg Þorsteinsdóttir héraðsdómari kvað upp þann dóm en áður hafði fallið dómur Hildar Briem dómara í hliðstæðu máli á Héraðsdómi Austurlands þar sem Inga Lilja Hafliðadóttir var dæmd sek um meiðyrði þegar hún kallaði Egil nauðgara með öðrum orðum á Facebook. Egill hyggst áfrýja fyrrnefnda dómnum. Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður segir þetta verulegt áhyggjuefni og að dómarar hafi hreinlega misst sig. Jón Steinar segir að fólki sé kennd lögfræði í fimm til sex ár í háskóla. Sú kennsla á að hafa það meginmarkmið að kenna mönnum hvaða aðferðum megi beita við að komast að niðurstöðu í lögfræðilegum álitaefnum. „Það er nefnilega markmiðið að niðurstaðan verði hin sama, sama hvað dómarinn heitir eða sá sem þarf að taka afstöðu til sakarefnisins. Það eru bara tilteknar aðferðir heimilar; hlutlæg beiting réttarheimilda. Lögfræðingum, eins og öðru fólki, virðist ganga illa oft, við að sortera í sundur aðferðirnar sem það má beita og einhverja huglæga afstöðu sem viðkomandi kann sjálfur að hafa. Og ég held að aðalskýringin á því að dómar ganga á mismundi vegu í sambærilegum málum sé sú að einhver dómari hefur misst sig svolítið. Og gleymt þessu meginmarkmiði og farið að láta áhugamál sín og hugðarefni hafa meiri áhrif á dómsniðurstöðuna heldur en vera ætti.“Þú telur þetta þá, með öðrum orðum, þýða að menn eru ekki jafnir fyrir rétti? „Já já, það getur haft þá afleiðingu,“ segir Jón Steinar. „En, auðvitað er þetta þannig að við erum líka með æðsta dómstólinn sem á að vera það skjól sem menn hafa. Þess vegna skiptir mestu máli hvernig ástatt er þar. En því miður er sá dómsstóll undir allt of miklum áhrifum úr samfélaginu, frá einhverjum atriðum samtímans sem engu máli eiga að skipta þegar menn eru að kveða upp dóma í lögfræðilegum þrætuefnum.“
Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Fleiri fréttir Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Sjá meira