Mögulegt að Norræna hætti að sigla frá Seyðisfirði Boði Logason skrifar 6. nóvember 2013 13:59 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fundaði með bæjarstjóra Seyðisfjarðar í morgun vegna málsins. Mynd/365 Rekstraraðili Norrænu, Smyril-Line, er að skoða þann möguleika að sigla ferjunni frekar til Fjarðabyggðar en Seyðisfjarðar eins og nú er. Forsætisráðherra fundaði með bæjarstjóra Seyðisfjarðar í morgun vegna málsins. Á næstu dögum, eða vikum, mun Steinþór Pétursson, framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna, Sævar Guðjónsson starfandi formaður hafnarstjórnar og Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðarbyggðar, fara í viðræður við forsvarsmenn Smyril-Line þar sem farið verður yfir erindið sem barst hafnarstjórninni fyrir nokkrum dögum. „Við vitum ekki hvað felst í þessari beiðni,“ segir Valdimar Hermannsson, formaður stjórnar sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Hann segir að erindi Smyril-Line hafi komið töluvert á óvart. „Við erum nýbúin að halda aðalfund þar sem það var ályktað til stuðnings Seyðisfirði, og að þar verði áfram ferjuhöfn og stutt við samgöngumál á svæðinu," segir hann. „Svo barst þetta erindi fyrir nokkrum dögum síðan, og kom okkur töluvert á óvart," segir hann.En er það eitthvað sem forsvarsmenn Fjarðabyggðar væru tilbúnir að gera, að taka á móti Norrænu? „Vissulega viljum við styðja við okkar nágranna, en ef þeir [Smyril-Line, innsk.blm] eru búnir að taka ákvörðun um að fara frá Seyðisfirði, þá verðum við að setjast niður með þeim og ræða málið. Það var einungis samþykkt að fara í þessar viðræður til að vita hvað felst í þeim,“ segir hann. Það yrðu þá helst tvær hafnir í Fjarðabyggð sem kæmu til greina, annarsvegar á Reyðarfirði og hinsvegar á Eskifirði.Forsætisráðherra og bæjarstjóri á fundi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ,forsætisráðherra og fyrsti þingmaður kjördæmisins, fundaði í morgun með Vilhjálmi Jónssyni, bæjarstjóra Seyðisfjarðar, og samkvæmt heimildum fréttastofu snérist fundurinn meðal annars um erindið frá Smyriline. Vilhjálmur vildi ekki staðfesta það í samtali við fréttastofu. „Hann er að flytja erindi hér á ráðstefnu hér á Austurlandi, þetta var meira bara spjall,“ segir hann. Vilhjálmur segir að mikilvægt sé að það komi fram að ekki sé vitað hvað felst í þessu erindi Smyril-Line. „Við vitum ekki hvaða mál þeir vilja ræða við Fjarðabyggð. Ég reikna með að þessi mynd skýrist eitthvað á næstu vikum, þetta kom bara upp í morgun þegar ég talaði við félaga mína í Fjarðabyggð. Svona er málið, og það er ekki alveg skýrt hvað þeir vilja ræða. Ef það er óskað eftir fundi þá er sjálfsagt að verða við því," segir hann. En ef sú er raunin, að Smyril-Line vilji sigla til Fjarðabyggðar en ekki til Seyðisfjarðar eins og nú er, segir Vilhjálmur að ljóst sé að það myndi hafa mikil áhrif á atvinnulífið í bænum „enda hefur Norræna verið þungamiðjan í því,“ segir hann. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Sjá meira
Rekstraraðili Norrænu, Smyril-Line, er að skoða þann möguleika að sigla ferjunni frekar til Fjarðabyggðar en Seyðisfjarðar eins og nú er. Forsætisráðherra fundaði með bæjarstjóra Seyðisfjarðar í morgun vegna málsins. Á næstu dögum, eða vikum, mun Steinþór Pétursson, framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna, Sævar Guðjónsson starfandi formaður hafnarstjórnar og Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðarbyggðar, fara í viðræður við forsvarsmenn Smyril-Line þar sem farið verður yfir erindið sem barst hafnarstjórninni fyrir nokkrum dögum. „Við vitum ekki hvað felst í þessari beiðni,“ segir Valdimar Hermannsson, formaður stjórnar sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Hann segir að erindi Smyril-Line hafi komið töluvert á óvart. „Við erum nýbúin að halda aðalfund þar sem það var ályktað til stuðnings Seyðisfirði, og að þar verði áfram ferjuhöfn og stutt við samgöngumál á svæðinu," segir hann. „Svo barst þetta erindi fyrir nokkrum dögum síðan, og kom okkur töluvert á óvart," segir hann.En er það eitthvað sem forsvarsmenn Fjarðabyggðar væru tilbúnir að gera, að taka á móti Norrænu? „Vissulega viljum við styðja við okkar nágranna, en ef þeir [Smyril-Line, innsk.blm] eru búnir að taka ákvörðun um að fara frá Seyðisfirði, þá verðum við að setjast niður með þeim og ræða málið. Það var einungis samþykkt að fara í þessar viðræður til að vita hvað felst í þeim,“ segir hann. Það yrðu þá helst tvær hafnir í Fjarðabyggð sem kæmu til greina, annarsvegar á Reyðarfirði og hinsvegar á Eskifirði.Forsætisráðherra og bæjarstjóri á fundi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ,forsætisráðherra og fyrsti þingmaður kjördæmisins, fundaði í morgun með Vilhjálmi Jónssyni, bæjarstjóra Seyðisfjarðar, og samkvæmt heimildum fréttastofu snérist fundurinn meðal annars um erindið frá Smyriline. Vilhjálmur vildi ekki staðfesta það í samtali við fréttastofu. „Hann er að flytja erindi hér á ráðstefnu hér á Austurlandi, þetta var meira bara spjall,“ segir hann. Vilhjálmur segir að mikilvægt sé að það komi fram að ekki sé vitað hvað felst í þessu erindi Smyril-Line. „Við vitum ekki hvaða mál þeir vilja ræða við Fjarðabyggð. Ég reikna með að þessi mynd skýrist eitthvað á næstu vikum, þetta kom bara upp í morgun þegar ég talaði við félaga mína í Fjarðabyggð. Svona er málið, og það er ekki alveg skýrt hvað þeir vilja ræða. Ef það er óskað eftir fundi þá er sjálfsagt að verða við því," segir hann. En ef sú er raunin, að Smyril-Line vilji sigla til Fjarðabyggðar en ekki til Seyðisfjarðar eins og nú er, segir Vilhjálmur að ljóst sé að það myndi hafa mikil áhrif á atvinnulífið í bænum „enda hefur Norræna verið þungamiðjan í því,“ segir hann.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Sjá meira