Lestu þetta ef þú djammaðir um helgina Ellý Ármanns skrifar 6. ágúst 2013 13:45 "Fyrir þá sem hugsa um heilsuna hafa óhófleg áfengisdrykkja og svefnleysi afar neikvæð áhrif á árangurinn. Það þýðir samt ekkert að senda Naglanum haturspóst í flöskuskeyti yfir ónýtri stemmningu," skrifaði Ragga Nagli með pistlinum. Mynd: Jónas Hallgrímsson Heilsudrottningin Ragga Nagli einkaþjálfari menntuð M.Sc í heilsusálfræði, Stud. Cand. og Psych í klínískri sálfræði skrifaði fróðlegan pistil um áhrifin sem áfengi hefur á líkamann rétt fyrir nýliðna helgi. Hún gaf okkur leyfi til að birta pistilinn í heild sinni. Líkur á að hitaeiningarnar breytist í smjör eru töluverðar. Mörbúar undirbúa nú stærstu ferðahelgi ársins og má gera ráð fyrir að Bakkus fái að kúra ofan í mörgum svefnpokanum þessa helgina. Allar hitaeiningar bíða á kantinum Alkóhól verður fyrsta val líkamans sem eldsneyti og þegar þess er neytt þá bíða allar aðrar hitaeiningar á kantinum og líkur aukast að þær breytist í smjör.Tómar hitaeiningar Áfengi inniheldur svokallaðar „tómar” hitaeiningar sem þýðir hitaeining án næringar sem sagt vitamin, trefjar steinefni eru fjarri góðu gamni. Hvert gramm af áfengi inniheldur næstum tvöfalt meira en kolvetni og prótín eða 7 hitaeiningar í grammi á móti 4 í kolvetni og prótínum. Sukkfæði er oft afleiðing neyslu áfengis.Einn sveittur með fröllum Mjöðurinn losar um bremsuna sem við höfum á átvaglinu og lítil sem engin næring í alkóhóli örvar matarlyst. Í stuði undir áhrifum og með berjandi timburmenn í hausnum er heilsusamlegu mataræði oft hent út í hafsauga. Einn sveittur með fröllum verður svo miklu girnilegri en skyr og ávöxtur. Fitumagn líkamans hækkar Léttvín og bjór innihalda mikinn sykur sem veldur losun á háu magni insúlíns sem getur ýtt undir fitusöfnun þar sem orkan er geymd í fitufrumum. Ergo: fitumagn líkamans hækkar.500 kvekendi í einni flösku Karólínurnar sem koma úr ranni Bakkusar eru yfirleitt umfram dagsþörf líkamans enda vanalega búið að snæða yfir daginn. Ein lítil dós af 4-5% bjór inniheldur 150 kcal sem þýðir að kippa gefur þér 900 kvikindi aukalega. Í einu 140 ml (meðalstórt) léttvínsglasi eru um það bil 120 snúllur sem þýðir að í einni flösku eru 500 kvekendi.Það tekur líkamann nokkra daga að vinna upp vökvatap eftir mikla drykkju.Fitusöfnun í kjölfar drykkju Áfengi truflar meltingu prótíns og kolvetna í lifur og hún getur ekki myndað nýjan glúkósa. Það truflar einnig framleiðslu ensíma í brisi sem sjá um niðurbrot fitu í líkamanum. Sterk tilhneiging verður þess vegna hjá líkamanum til fitusöfnunar og erfitt að byggja upp vöðvavef á meðan alkóhól er svamlandi í „systeminu".Áfengi þurrkar upp líkamann Áfengi þurrkar upp líkamann. Vökvabúskapurinn fer ofan í kjallara við neyslu áfengis því mikið af vatni líkamans þarf til að vinna úr áfengi í nýrum og það nýtist því ekki í aðra nauðsynlega starfsemi á meðan. Það getur tekið líkamann nokkra daga að vinna upp þetta vökvatap.Ragga Nagli skrifaði fróðlegan pistil um áhrif áfengisneyslu á líkamann. Sláandi upplýsingar vægast sagt.MYND/Jónas HallgrímssonAllt er best í hófi Á því að sleppa áfengi algjörlega og slurka eingöngu eimað vatn úr BPA fríum brúsa? Nei engan veginn… enda lífið of stutt fyrir meinlæti og fullkomið fráhald. Þeir sem á annað borð fá sér í tána alla jafna ættu því ekki að víra saman á sér tennurnar þessa helgina. Í heilbrigðum lífsstíl er pláss fyrir hliðarspor en það gildir um áfengið eins og annað í lífinu… allt er best í hófi. Góða helgi!Ragga Nagli á Facebook Heilsa Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira
Heilsudrottningin Ragga Nagli einkaþjálfari menntuð M.Sc í heilsusálfræði, Stud. Cand. og Psych í klínískri sálfræði skrifaði fróðlegan pistil um áhrifin sem áfengi hefur á líkamann rétt fyrir nýliðna helgi. Hún gaf okkur leyfi til að birta pistilinn í heild sinni. Líkur á að hitaeiningarnar breytist í smjör eru töluverðar. Mörbúar undirbúa nú stærstu ferðahelgi ársins og má gera ráð fyrir að Bakkus fái að kúra ofan í mörgum svefnpokanum þessa helgina. Allar hitaeiningar bíða á kantinum Alkóhól verður fyrsta val líkamans sem eldsneyti og þegar þess er neytt þá bíða allar aðrar hitaeiningar á kantinum og líkur aukast að þær breytist í smjör.Tómar hitaeiningar Áfengi inniheldur svokallaðar „tómar” hitaeiningar sem þýðir hitaeining án næringar sem sagt vitamin, trefjar steinefni eru fjarri góðu gamni. Hvert gramm af áfengi inniheldur næstum tvöfalt meira en kolvetni og prótín eða 7 hitaeiningar í grammi á móti 4 í kolvetni og prótínum. Sukkfæði er oft afleiðing neyslu áfengis.Einn sveittur með fröllum Mjöðurinn losar um bremsuna sem við höfum á átvaglinu og lítil sem engin næring í alkóhóli örvar matarlyst. Í stuði undir áhrifum og með berjandi timburmenn í hausnum er heilsusamlegu mataræði oft hent út í hafsauga. Einn sveittur með fröllum verður svo miklu girnilegri en skyr og ávöxtur. Fitumagn líkamans hækkar Léttvín og bjór innihalda mikinn sykur sem veldur losun á háu magni insúlíns sem getur ýtt undir fitusöfnun þar sem orkan er geymd í fitufrumum. Ergo: fitumagn líkamans hækkar.500 kvekendi í einni flösku Karólínurnar sem koma úr ranni Bakkusar eru yfirleitt umfram dagsþörf líkamans enda vanalega búið að snæða yfir daginn. Ein lítil dós af 4-5% bjór inniheldur 150 kcal sem þýðir að kippa gefur þér 900 kvikindi aukalega. Í einu 140 ml (meðalstórt) léttvínsglasi eru um það bil 120 snúllur sem þýðir að í einni flösku eru 500 kvekendi.Það tekur líkamann nokkra daga að vinna upp vökvatap eftir mikla drykkju.Fitusöfnun í kjölfar drykkju Áfengi truflar meltingu prótíns og kolvetna í lifur og hún getur ekki myndað nýjan glúkósa. Það truflar einnig framleiðslu ensíma í brisi sem sjá um niðurbrot fitu í líkamanum. Sterk tilhneiging verður þess vegna hjá líkamanum til fitusöfnunar og erfitt að byggja upp vöðvavef á meðan alkóhól er svamlandi í „systeminu".Áfengi þurrkar upp líkamann Áfengi þurrkar upp líkamann. Vökvabúskapurinn fer ofan í kjallara við neyslu áfengis því mikið af vatni líkamans þarf til að vinna úr áfengi í nýrum og það nýtist því ekki í aðra nauðsynlega starfsemi á meðan. Það getur tekið líkamann nokkra daga að vinna upp þetta vökvatap.Ragga Nagli skrifaði fróðlegan pistil um áhrif áfengisneyslu á líkamann. Sláandi upplýsingar vægast sagt.MYND/Jónas HallgrímssonAllt er best í hófi Á því að sleppa áfengi algjörlega og slurka eingöngu eimað vatn úr BPA fríum brúsa? Nei engan veginn… enda lífið of stutt fyrir meinlæti og fullkomið fráhald. Þeir sem á annað borð fá sér í tána alla jafna ættu því ekki að víra saman á sér tennurnar þessa helgina. Í heilbrigðum lífsstíl er pláss fyrir hliðarspor en það gildir um áfengið eins og annað í lífinu… allt er best í hófi. Góða helgi!Ragga Nagli á Facebook
Heilsa Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira