Hinsegin dagar á Íslandi einstakir Hrund Þórsdóttir skrifar 6. ágúst 2013 18:50 Hinsegin dagar í Reykjavík eru nú haldnir í fimmtánda sinn. Í fyrstu var þetta eins dags hátíð með um 1500 gestum en nú stendur dagskráin í sex daga og búist er við að um hundrað þúsund manns taki þátt. Í dagskrá Hinsegin daga er af nógu að taka en hana má nálgast í bæklingi sem víða liggur frammi og á netsíðunni reykjavikpride.com. Hátíðin hefst á menningarlegum nótum og farið verður í sögugöngu um miðborgina í kvöld, dagskráin nær síðan hápunkti með Gleðigöngunni á laugardaginn. „En svo eru óteljandi litlir viðburðir sem snerta mann kannski dýpra og eru mikilvægari en engu að síður er gleðigangan partýið í dagskránni,“ segir Eva María Þórarinsdóttir, formaður Hinsegin daga. Göngu- og öryggisstjórn Gleðigöngunnar fundaði í húsnæði Samtakanna 78 í dag og þar hangir uppi ljósmyndasýning sem sýnir tvær fyrstu göngurnar, árin 1993 og 1994. „Og öll gangan er jafnstór og lítið atriði í dag í göngunni, um 50 manns kannski. Þetta sýnir hversu afskaplega hröð þróunin hefur verið en við vitum líka að ef við pössum ekki upp á þetta sjálf getum við tekið skref aftur á bak,“ segir Eva. Í bókaversluninni Iðu í Lækjargötu er kaupfélag Hinsegin daga og þar er seldur ýmiss regnbogavarningur auk miða á viðburði hátíðarinnar. Ein af nýjungunum í ár er ball fyrir ungmenni undir tvítugu sem Eva segir að mætti sinna betur. „Þetta eru krakkar sem eru kannski að stíga sín fyrstu skref út úr skápnum og eru viðkvæm og hrædd.“ Hún segir Gleðigönguna á Íslandi einstaka því allir séu velkomnir. Þá sé hún leið hinsegin samfélagsins til að þakka fyrir sig. Eva býst við að gangan verði á pólitískum nótum í ár. „Við erum ekki ein í heiminum og við berum ábyrgð á því að hjálpa þeim sem kannski lifa ekki við eins góðar aðstæður og við gerum á Íslandi,“ segir Eva að lokum. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Hinsegin dagar í Reykjavík eru nú haldnir í fimmtánda sinn. Í fyrstu var þetta eins dags hátíð með um 1500 gestum en nú stendur dagskráin í sex daga og búist er við að um hundrað þúsund manns taki þátt. Í dagskrá Hinsegin daga er af nógu að taka en hana má nálgast í bæklingi sem víða liggur frammi og á netsíðunni reykjavikpride.com. Hátíðin hefst á menningarlegum nótum og farið verður í sögugöngu um miðborgina í kvöld, dagskráin nær síðan hápunkti með Gleðigöngunni á laugardaginn. „En svo eru óteljandi litlir viðburðir sem snerta mann kannski dýpra og eru mikilvægari en engu að síður er gleðigangan partýið í dagskránni,“ segir Eva María Þórarinsdóttir, formaður Hinsegin daga. Göngu- og öryggisstjórn Gleðigöngunnar fundaði í húsnæði Samtakanna 78 í dag og þar hangir uppi ljósmyndasýning sem sýnir tvær fyrstu göngurnar, árin 1993 og 1994. „Og öll gangan er jafnstór og lítið atriði í dag í göngunni, um 50 manns kannski. Þetta sýnir hversu afskaplega hröð þróunin hefur verið en við vitum líka að ef við pössum ekki upp á þetta sjálf getum við tekið skref aftur á bak,“ segir Eva. Í bókaversluninni Iðu í Lækjargötu er kaupfélag Hinsegin daga og þar er seldur ýmiss regnbogavarningur auk miða á viðburði hátíðarinnar. Ein af nýjungunum í ár er ball fyrir ungmenni undir tvítugu sem Eva segir að mætti sinna betur. „Þetta eru krakkar sem eru kannski að stíga sín fyrstu skref út úr skápnum og eru viðkvæm og hrædd.“ Hún segir Gleðigönguna á Íslandi einstaka því allir séu velkomnir. Þá sé hún leið hinsegin samfélagsins til að þakka fyrir sig. Eva býst við að gangan verði á pólitískum nótum í ár. „Við erum ekki ein í heiminum og við berum ábyrgð á því að hjálpa þeim sem kannski lifa ekki við eins góðar aðstæður og við gerum á Íslandi,“ segir Eva að lokum.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira