Lífið

Í fatla á frumsýningu

Lét meiðslin ekki stoppa sig Mariah Carey mætti í fatla á frumsýningu The Butler á mánudaginn.
gettY/nordicphotos
Lét meiðslin ekki stoppa sig Mariah Carey mætti í fatla á frumsýningu The Butler á mánudaginn. gettY/nordicphotos
Mariah Carey mætti í fatla á frumsýningu kvikmyndarinnar The Butler á mánudaginn en hún lenti í því leiðinlega óhappi að fara úr axlarlið við tökur á eigin tónlistarmyndbandi í síðasta mánuði.

Fatlinn var þó örlítið skreyttari en maður á að venjast en hann var úr leðri og skreyttur göddum.

Carey, sem leikur þrælastúlku að nafni Hattie í myndinni, sagði í viðtali við sjónvarpsstöðina E! að hún væri að fara út úr húsi í fyrsta skipti í tvær vikur og grínaðist með meiðslin. „Ég er búin að fara í fleiri röntgenmyndatökur en gæinn sem fann upp röntgentæknina.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.