Lífið

Ég er háð súlum

Ellý Ármanns skrifar
Ljósmyndir: M. Flóvent, B-Kort og Marten Kuusik.
Ljósmyndir: M. Flóvent, B-Kort og Marten Kuusik.
Ásta Kristín Marteinsdóttir 22 ára doula og rebozo nuddari keppir fyrir Íslands hönd á Evrópumóti í Pole-Fitnesss í Prag í Tékklandi í lok september. Við spurðum Ástu út í undirbúninginn og hvenær hún byrjaði að æfa súludans.

Byrjaði í sportinu í fyrra

„Ég byrjaði hjá hjá Pole Sport í maí 2012. Ég tók mér fri í október 2012 til mars 2013 og hef verið að æfa á fullu síðan þá. Ég keppi í sóló-kvennaflokki en keppnin heitir European Pole Sport Championship," útskýrir Ásta.

Erfiðar æfingar

Þegar talið berst að æfingunum segir Ásta: „Æfingarnar sem ég geri á súlunni eru virkilega erfiðar og ég læri eitthvað nýtt hvern einasta dag. Ég sé mikinn mun á mínu andlega og líkamlega formi og ekki sakar hvað ég er búin að eignast frábæra vini í íþróttinni."

Stefnir á að verða súlufitness þjálfari

„Ég stefni á að verða súlufitness þjálfari og taka þjálfunina mína á næsta stig. Fyrir mér er þetta jafn mikil list eins og íþrótt," segir Ásta.



Ásta æfir stíft þessa dagana.
Er háð súlum

„Ég er háð súlum. Allt sem ég sé, sem gæti mögulega verið súla, það skiptir ekki hvort það er klifurgrind á leikvelli eða ljósastaur - ég verð að gera eitthvað trikk og leika mér. Þetta er svo gaman," segir Ásta og það leynir sér ekki að hún stundar íþróttina af ástríðu.

Aldrei upplifað eins mikinn árangur

„Ég hef stundað margar íþróttir og aldrei upplifað eins mikinn árangur. Hvatningin til að halda áfram heldur mér við efnið," segir hún áður en kvatt er.



Þetta lítur út fyrir að vera auðvelt - en nei það eru óteljandi æfingar á bak við þessa stellingu.
Liðleikinn er greinilegur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.