Lífið

Wire-stjarna æfði sig á jöklum

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
West (t.h.) er meðlimur Commonwealth-liðsins en Harry er í Glenfiddich-liðinu.
West (t.h.) er meðlimur Commonwealth-liðsins en Harry er í Glenfiddich-liðinu. samsett mynd/getty
Enski leikarinn Dominic West var staddur í æfingaferð hér á landi á dögunum á vegum góðgerðasamtakanna Walking with the Wounded. West, sem þekktastur er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum The Wire, stefnir á Suðurpólinn ásamt Harry Bretaprins, sem einnig var staddur í ferðinni og greint var frá á dögunum.

Tilefnið er 335 kílómetra kappganga á pólinn í góðgerðarskyni, en lið West og prinsins, sem ásamt þeim eru skipuð særðum hermönnum frá Ástralíu og Kanada, etja kappi hvort við annað, sem og við lið frá Bandaríkjunum.

West var við æfingar á ónafngreindum jöklum hér á landi og er sagður hafa farið heim á fimmtudag. Kappgangan fer fram í nóvember og desember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.