Sindri fer í fleiri heimsóknir í haust 17. júlí 2013 20:30 Sindri heimsækir Agnesi M. Sigurðardóttur biskup í fyrsta þætti haustsins. Þættirnir Heimsókn í umsjón hins geðþekka Sindra Sindrasonar hafa notið mikilla vinsælda í vetur. Í þáttunum heimsótti Sindri bæði þekkta og óþekkta Íslendinga, fékk að skoða heimili þeirra og fræðast um líf þeirra og tilveru. Því ættu margir að gleðjast yfir þeim fréttum að þátturinn heldur áfram á Stöð tvö í haust. „Það hefur verið ótrúlega skemmtileg upplifun að fá að heimsækja allt þetta fólk,“ segir Sindri, sem fór í fjörutíu heimsóknir síðastliðinn vetur og var alltaf vel tekið. „Þátturinn snýst ekki um að heimsækja heimili sem eru að mínum eigin smekk heldur reyni ég að heimsækja fólk sem hefur mismunandi bakgrunn, smekk og áherslur á sínu heimili,“ segir Sindri og bætir við að heimilið geti sagt ansi margt um manneskjuna sjálfa.Hvernig gengur að fá fólk til að bjóða landanum inn á gafl? „Það gengur alltaf betur og betur að fá fólk til að taka þátt. Vissulega eru sumir feimnir en fólk er æ oftar tilbúið til að láta slag standa, sérstaklega þegar það hefur séð hvernig til hefur tekist í vetur,“ segir Sindri og telur Heimsókn skemmtilega blöndu af Innliti/útliti og Sjálfstæðu fólki. „Við ræðum við fólkið bæði um hönnun og hugmyndir á heimilinu en ekki síður um líf þess og hvað það stendur fyrir.“ Þættirnir hefjast að nýju í september og tökur eru þegar hafnar. „Í fyrsta þætti haustsins förum við í heimsókn til Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands,“ segir Sindri en meðal gestgjafa hans í vetur verður allt frá listamönnum og fólki í viðskiptalífinu upp í pólitíkusa og allt þar á milli. Sindri segist mjög þakklátur þeim sem veita honum ábendingar um skemmtileg heimili. Þeir sem vita af slíkum mega hafa samband við hann á sindri@stod2.is. Hér fyrir neðan má sjá síðasta þátt fyrstu þáttaraðar, sem fór í loftið fyrr í sumar, en þar rifjar Sindri upp þær 40 heimsóknir sem hann hefur farið í. Heimsókn Mest lesið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Fleiri fréttir Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Sjá meira
Þættirnir Heimsókn í umsjón hins geðþekka Sindra Sindrasonar hafa notið mikilla vinsælda í vetur. Í þáttunum heimsótti Sindri bæði þekkta og óþekkta Íslendinga, fékk að skoða heimili þeirra og fræðast um líf þeirra og tilveru. Því ættu margir að gleðjast yfir þeim fréttum að þátturinn heldur áfram á Stöð tvö í haust. „Það hefur verið ótrúlega skemmtileg upplifun að fá að heimsækja allt þetta fólk,“ segir Sindri, sem fór í fjörutíu heimsóknir síðastliðinn vetur og var alltaf vel tekið. „Þátturinn snýst ekki um að heimsækja heimili sem eru að mínum eigin smekk heldur reyni ég að heimsækja fólk sem hefur mismunandi bakgrunn, smekk og áherslur á sínu heimili,“ segir Sindri og bætir við að heimilið geti sagt ansi margt um manneskjuna sjálfa.Hvernig gengur að fá fólk til að bjóða landanum inn á gafl? „Það gengur alltaf betur og betur að fá fólk til að taka þátt. Vissulega eru sumir feimnir en fólk er æ oftar tilbúið til að láta slag standa, sérstaklega þegar það hefur séð hvernig til hefur tekist í vetur,“ segir Sindri og telur Heimsókn skemmtilega blöndu af Innliti/útliti og Sjálfstæðu fólki. „Við ræðum við fólkið bæði um hönnun og hugmyndir á heimilinu en ekki síður um líf þess og hvað það stendur fyrir.“ Þættirnir hefjast að nýju í september og tökur eru þegar hafnar. „Í fyrsta þætti haustsins förum við í heimsókn til Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands,“ segir Sindri en meðal gestgjafa hans í vetur verður allt frá listamönnum og fólki í viðskiptalífinu upp í pólitíkusa og allt þar á milli. Sindri segist mjög þakklátur þeim sem veita honum ábendingar um skemmtileg heimili. Þeir sem vita af slíkum mega hafa samband við hann á sindri@stod2.is. Hér fyrir neðan má sjá síðasta þátt fyrstu þáttaraðar, sem fór í loftið fyrr í sumar, en þar rifjar Sindri upp þær 40 heimsóknir sem hann hefur farið í.
Heimsókn Mest lesið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Fleiri fréttir Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Sjá meira