Tónlist

Uppselt á Iceland Airwaves

Þýska hljómsveitin Kraftwerk kemur fram á Iceland Airwaves.
Þýska hljómsveitin Kraftwerk kemur fram á Iceland Airwaves. nordicphotos/getty
Uppselt er á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves sem verður en haldin í fimmtánda sinn dagana 30. október til 3. nóvember.

Alls munu 217 listamenn koma fram á hátíðinni, þar af 61 erlend sveit. Þeirra á meðal eru Kraftwerk, Omar Souleyman, Yo La Tengo, Emilíana Torrini, múm, Ásgeir, Sóley, Midlake, Zola Jesus, Jon Hopkins, Ólafur Arnalds, Sin Fang, John Grant, Mykki Blanco, Gold Panda, Jagwar Ma, Savages, Villagers, Moses Hightower, Retro Stefson, Ojba Rasta, Hjaltalín, Valdimar, Samaris, Pascal Pinon, AlunaGeorge og Fucked Up.

Dagskráin verður tilkynnt síðar í vikunni en hátíðin fer fram á tólf tónleikastöðum í miðborginni. Von er á yfir 4.000 erlendum gestum á þennan stærsta alþjóðlega tónlistarviðburð ársins hér á landi.



Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á Icelandairwaves.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.