Lífið

Ég er ekki með anorexíu og nota ekki heróín

Ofurfyrirsætan Kate Moss prýðir forsíðu tímaritsins Allure og neitar öllum orðrómum um að hún hafi nokkurn tímann verið eiturlyfjaneytandi eða haldin átröskun.

“Sögusagnirnar voru hræðilegar, sérstaklega þessi um að ég væri með anorexíu. Þær sögur komu mér í uppnám. Ég var ekki með anorexíu. Sögurnar um heróínið voru fáránlegar. Ég nota ekki heróín. Þær spruttu bara upp út af því að ég notaði klesstan, svartan augnblýant,” segir Kate um sögusagnirnar.

Mjög eftirsótt fyrirsæta.
Líf Kate er talsvert rólegra núna en það var fyrir nokkrum árum en hún eyðir flestum stundum sínum með eiginmanni sínum Jamie Hince sem hún giftist sumarið 2011.

Glímir ekki við átröskun.
Hamingjusöm á brúðkaupsdaginn.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.