Lífið

Kanye ætlar ekki að biðja Kim

Tónlistarmaðurinn Kanye West eyðir nú gæðatíma með sinni heittelskuðu, raunveruleikastjörnunni Kim Kardashian, og dóttur þeirra North í Los Angeles eftir vinnutörn í Mílanó.

North kom í heiminn fyrir rúmum mánuði og mikið hefur verið slúðrað um að Kanye ætli að biðja Kim. Það er ekki rétt enda er Kim ekki tilbúin að gifta sig í þriðja sinn. Hún gekk fyrst í það heilaga með tónlistarmógúlnum Damon Thomas árið 2000 en þau skildu árið 2004. Árið 2011 giftist hún síðan körfuboltamanninum Kris Humphries og þó að hjónabandið hafi aðeins enst í 72 daga er stutt síðan skilnaðurinn gekk í gegn.

Ekki á leiðinni upp að altarinu.
“Þetta myndi verða þriðja hjónaband Kim og Kris, móðir hennar, trúir ekki að vörumerki Kardashian-fjölskyldunnar myndi þola annan skilnað. Kris yrði mjög ánægð ef þau myndu aldrei gifta sig,” segir vinur fjölskyldunnar.

Hjónasælan entist ekki lengi hjá Kim og Kris.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.