Flest lögin fjalla um eina stelpu Freyr Bjarnason skrifar 12. október 2013 09:00 Fyrsta lag Steinars, Up, hefur fengið góðar viðtökur bæði í útvarpinu og á Youtube. fréttablaðið/arnþór Átján ára poppari úr Verslunarskóla Íslands, Steinar Baldursson, sendir í nóvember frá sér sína fyrstu plötu. Hún kemur út undir listamannsnafninu Steinar og er það Sena sem gefur út. „Ég samdi fullt af lögum heima hjá mér og ákvað að gera úr því plötu,“ segir Steinar. „Ég fór til manns sem heitir Kristinn Snær Agnarsson og hann kynnti mig fyrir Stefáni Erni Gunnlaugssyni. Seinna meir kynntist ég Redd Lights og úr því samstarfi varð þessi plata,“ segir Steinar, sem samdi í framhaldinu við Senu. Upptökuteymið Redd Lights hefur áður unnið með Páli Óskari, Friðriki Dór, Blaz Roca og Steinda Jr. Fyrsta lagið af plötunni, Up, er komið í spilun á öllum helstu útvarpsstöðvunum og það hefur verið skoðað um sextán þúsund sinnum á Youtube. Aðspurður segir Steinar viðbrögðin hafa verið framar vonum. „Ég var að vonast til að einhverjir myndu hlusta en ég ætlaði eiginlega aldrei að gefa þetta út, þannig að ég bjóst ekki við neinu sérstöku.“ Spurður út í nýja lagið segir hann: „Eins væmið og það hljómar þá eru flest lögin á plötunni um eina stelpu. Ég hef haldið því leyndu hver það er en þeir sem hlusta á plötuna í heild sinni geta mögulega fundið það út.“ Mest lesið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Fleiri fréttir Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Átján ára poppari úr Verslunarskóla Íslands, Steinar Baldursson, sendir í nóvember frá sér sína fyrstu plötu. Hún kemur út undir listamannsnafninu Steinar og er það Sena sem gefur út. „Ég samdi fullt af lögum heima hjá mér og ákvað að gera úr því plötu,“ segir Steinar. „Ég fór til manns sem heitir Kristinn Snær Agnarsson og hann kynnti mig fyrir Stefáni Erni Gunnlaugssyni. Seinna meir kynntist ég Redd Lights og úr því samstarfi varð þessi plata,“ segir Steinar, sem samdi í framhaldinu við Senu. Upptökuteymið Redd Lights hefur áður unnið með Páli Óskari, Friðriki Dór, Blaz Roca og Steinda Jr. Fyrsta lagið af plötunni, Up, er komið í spilun á öllum helstu útvarpsstöðvunum og það hefur verið skoðað um sextán þúsund sinnum á Youtube. Aðspurður segir Steinar viðbrögðin hafa verið framar vonum. „Ég var að vonast til að einhverjir myndu hlusta en ég ætlaði eiginlega aldrei að gefa þetta út, þannig að ég bjóst ekki við neinu sérstöku.“ Spurður út í nýja lagið segir hann: „Eins væmið og það hljómar þá eru flest lögin á plötunni um eina stelpu. Ég hef haldið því leyndu hver það er en þeir sem hlusta á plötuna í heild sinni geta mögulega fundið það út.“
Mest lesið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Fleiri fréttir Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira