Heilbrigðiskerfið og fjárlögin Steingrímur J. Sigfússon skrifar 12. október 2013 06:00 Nú hafa þau undur og stórmerki gerst að áhrifamenn úr stjórnarflokkunum hafa gengið fram fyrir skjöldu og sagt að sú útreið sem heilbrigðiskerfið og þó einkum Landspítali – háskólasjúkrahús (LSH) fá í fjárlagafrumvarpi þeirra eigin ríkisstjórnar sé með öllu ótæk. Það vanti a.m.k. þrjá miljarða í viðbótarfjárveitingu til LSH o.s.frv. Hnjáliðir fjármálaráðherra eru þegar teknir að gefa sig í vörn fyrir frumvarpinu, enda er honum óhægt um vik með eigin flokksmenn hinum megin víglínunnar og rýting frá sjálfum forsætisráðherra í bakinu þegar hann talaði upp í flokksmenn sína fyrir norðan. Fjármálaráðherra má þó eiga að hann setur enn það skilyrði fyrir auknum útgjöldum að þau leiði ekki til þess að fjárlögunum verði lokað með halla. Hvað er þá til ráða? Á að skera enn meira niður annars staðar svo auka megi fjárveitingar til Landspítalans eða eru fleiri kostir í stöðunni? Nú er vandinn að vísu sá að víðar en á LSH er brýn þörf fyrir meira fé inn í heilbrigðiskerfið. Sjúkrahúsið á Akureyri (SA) er að langmestu leyti í sambærilegri stöðu og LSH. Þar er um að ræða hitt „stóra“ sérgreinasjúkrahúsið í landinu, varasjúkrahús samkvæmt almannavarnaskipulagi, miðstöð sjúkraflugs og móðurstöð sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu fyrir norðan- og austanvert landið. Því verður að treysta að SA fái hlutfallslega sambærilega úrlausn sinna mála og LSH. Eftir standa þá aðrar heilbrigðisstofnanir og heilsugæslan sem sannarlega veitti ekki af einhverri viðbót þó tölur þar séu af annarri stærðargráðu og miklum mun lægri en í tilviki risans, LSH og litlusystur, SA.Hvað þarf til og hvernig? Er þá einhver leið að finna fjármuni til lífsnauðsynlegra úrbóta í heilbrigðismálum, sem víðtæk samstaða virðist hafa skapast um að þörf sé á, og án þess að fjárlögum fyrir árið 2014 verði lokað með halla? Lítum á dæmið: Landspítali – háskólasjúkrahús; + 3,000 m.kr. Sjúkrahúsið á Akureyri; + 500 m.kr. Aðrar heilbrigðisstofnanir og heilsugæslustöðvar; + 1,000 m.kr. Sem sagt, verkefnið er að finna 4,5 milljarða króna, 4.500 milljónir.Tekna mætti afla með eftirfarandi hætti: a) Fallið er frá helmingi fyrirhugaðrar lækkunar tekjuskatts í miðþrepi (25,8% verði 25,4% í stað 25%). Tekjuauki ríkissjóðs verður miðað við forsendur fjárlagafrumvarpsins 2.500 milljónir króna og við erum komin meira en hálfa leið í mark. b) Fallið verði frá fjölgun ráðherra og aðstoðarmanna. Það sparar útgjöld sem nemur 45,7 milljónum króna og afkoman batnar sem því nemur. c) Fallið verði frá 10 m.kr. hækkun til fasteigna forsætisráðuneytisins. Fallið verði frá 10 af 20 m.kr. hækkun til kröfugerðar og málareksturs þjóðlendumála hjá fjármálaráðuneytinu og hækkun til eflingar almennrar löggæslu hjá innanríkisráðuneytinu verði 465,7 m.króna í stað 500. Samtals bæta því stafliðir b og c afkomuna um 100 milljónir króna. d) Virðisaukaskattur á hótelgistingu hækki úr 7% í 14% 1. mars á næsta ári. Áætlaðar tekjur með hliðsjón af vaxandi umsvifum 1.900 milljónir króna. Þar með erum við komin að landi (2.500 + 100 + 1.900 = 4,500). Af þriggja milljarða króna viðbót til LSH gengju 200 milljónir til að falla frá fyrirhuguðum sjúklingasköttum í formi legugjalda. Skattar yrðu sem sagt lagðir á ferðamenn í stað sjúklinga. Af sjálfu leiðir að ýmsar fleiri útfærslur og blöndur tekjuöflunar- og sparnaðaraðgerða koma til greina. Hér er aðeins sett upp dæmi til að sýna að; vilji er allt sem þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Nú hafa þau undur og stórmerki gerst að áhrifamenn úr stjórnarflokkunum hafa gengið fram fyrir skjöldu og sagt að sú útreið sem heilbrigðiskerfið og þó einkum Landspítali – háskólasjúkrahús (LSH) fá í fjárlagafrumvarpi þeirra eigin ríkisstjórnar sé með öllu ótæk. Það vanti a.m.k. þrjá miljarða í viðbótarfjárveitingu til LSH o.s.frv. Hnjáliðir fjármálaráðherra eru þegar teknir að gefa sig í vörn fyrir frumvarpinu, enda er honum óhægt um vik með eigin flokksmenn hinum megin víglínunnar og rýting frá sjálfum forsætisráðherra í bakinu þegar hann talaði upp í flokksmenn sína fyrir norðan. Fjármálaráðherra má þó eiga að hann setur enn það skilyrði fyrir auknum útgjöldum að þau leiði ekki til þess að fjárlögunum verði lokað með halla. Hvað er þá til ráða? Á að skera enn meira niður annars staðar svo auka megi fjárveitingar til Landspítalans eða eru fleiri kostir í stöðunni? Nú er vandinn að vísu sá að víðar en á LSH er brýn þörf fyrir meira fé inn í heilbrigðiskerfið. Sjúkrahúsið á Akureyri (SA) er að langmestu leyti í sambærilegri stöðu og LSH. Þar er um að ræða hitt „stóra“ sérgreinasjúkrahúsið í landinu, varasjúkrahús samkvæmt almannavarnaskipulagi, miðstöð sjúkraflugs og móðurstöð sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu fyrir norðan- og austanvert landið. Því verður að treysta að SA fái hlutfallslega sambærilega úrlausn sinna mála og LSH. Eftir standa þá aðrar heilbrigðisstofnanir og heilsugæslan sem sannarlega veitti ekki af einhverri viðbót þó tölur þar séu af annarri stærðargráðu og miklum mun lægri en í tilviki risans, LSH og litlusystur, SA.Hvað þarf til og hvernig? Er þá einhver leið að finna fjármuni til lífsnauðsynlegra úrbóta í heilbrigðismálum, sem víðtæk samstaða virðist hafa skapast um að þörf sé á, og án þess að fjárlögum fyrir árið 2014 verði lokað með halla? Lítum á dæmið: Landspítali – háskólasjúkrahús; + 3,000 m.kr. Sjúkrahúsið á Akureyri; + 500 m.kr. Aðrar heilbrigðisstofnanir og heilsugæslustöðvar; + 1,000 m.kr. Sem sagt, verkefnið er að finna 4,5 milljarða króna, 4.500 milljónir.Tekna mætti afla með eftirfarandi hætti: a) Fallið er frá helmingi fyrirhugaðrar lækkunar tekjuskatts í miðþrepi (25,8% verði 25,4% í stað 25%). Tekjuauki ríkissjóðs verður miðað við forsendur fjárlagafrumvarpsins 2.500 milljónir króna og við erum komin meira en hálfa leið í mark. b) Fallið verði frá fjölgun ráðherra og aðstoðarmanna. Það sparar útgjöld sem nemur 45,7 milljónum króna og afkoman batnar sem því nemur. c) Fallið verði frá 10 m.kr. hækkun til fasteigna forsætisráðuneytisins. Fallið verði frá 10 af 20 m.kr. hækkun til kröfugerðar og málareksturs þjóðlendumála hjá fjármálaráðuneytinu og hækkun til eflingar almennrar löggæslu hjá innanríkisráðuneytinu verði 465,7 m.króna í stað 500. Samtals bæta því stafliðir b og c afkomuna um 100 milljónir króna. d) Virðisaukaskattur á hótelgistingu hækki úr 7% í 14% 1. mars á næsta ári. Áætlaðar tekjur með hliðsjón af vaxandi umsvifum 1.900 milljónir króna. Þar með erum við komin að landi (2.500 + 100 + 1.900 = 4,500). Af þriggja milljarða króna viðbót til LSH gengju 200 milljónir til að falla frá fyrirhuguðum sjúklingasköttum í formi legugjalda. Skattar yrðu sem sagt lagðir á ferðamenn í stað sjúklinga. Af sjálfu leiðir að ýmsar fleiri útfærslur og blöndur tekjuöflunar- og sparnaðaraðgerða koma til greina. Hér er aðeins sett upp dæmi til að sýna að; vilji er allt sem þarf.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun