Ráðherra á réttri leið Ingimar Einarsson skrifar 21. júlí 2013 14:43 Þegar dró að alþingiskosningum fyrr á þessu ári var þess krafist að heilbrigðismál yrðu meðal helstu mála kosningabaráttunnar. Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi landlæknir, lýsti því yfir í greinum og á fundum að niðurskurðurinn á Landspítalanum væri kominn út yfir öll skynsamleg þolmörk og stefnan væri beint fram af bjargbrúninni. Þáverandi velferðarráðherra bað menn gæta stillingar og upplýsti jafnframt að niðurskurði til heilbrigðismála í kjölfar hrunsins væri lokið. Þrátt fyrir ötullega baráttu lentu heilbrigðismálin samt að mestu utangarðs. Stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar gaf heldur ekki miklar vonir um að átak yrði gert í endurreisn Landspítalans eða öðru sem snertir heilsu. Af boðskapnum sjálfum að dæma virtist sem látið yrði nægja að kítta í sprungur og mála gluggapósta og veggi þjóðarspítalans. Mikilvægast væri að treysta stöðu og rekstur núverandi starfsemi áður en ráðist verði í frekari endurskipulagningu og uppbyggingu heilbrigðiskerfisins til lengri tíma. Við þessi tíðindi virtist sem allur móður væri runnin af baráttumönnum fyrir nýjum spítala og menn myndu láta þetta yfir sig ganga eins og svo margt annað hin síðustu ár. Allt í einu, síðastliðinn sunnudag, var eins og sprengju væri kastað inn í gúrkutíð sumarsins. Kristján Þór Júlíusson, nýr heilbrigðisráðherra, var mættur á Sprengissand á átta hófahreinum. Á milli mjalta og messu lýsti hann því yfir að heilbrigðisþjónustan þyrfti ekki endilega að vera öll á hendi ríkisins. Ýmislegt annað væri í boði en að leggja þungar byrðar á heilbrigðiskerfi sem væri komið að fótum fram. Nú þegar væri mörgum verkefnum sinnt af einkaaðilum með miklum ágætum. Áður en sunnudagurinn var allur var forseti borgarráðs í Reykjavík kominn fram á völlinn og bauð heilsugæsluna velkomna í faðm borgarinnar. Nokkuð sem áformað var á árunum eftir að Akureyri og Hornafjörður voru gerð að reynslusveitarfélögum um miðjan tíunda áratuginn. Foringi krata undirstrikaði líka í viðtali að ríkið yrði að vita hvað það væri að kaupa og geta varið sig fyrir því að einkaaðilar skammti sér endurgjald og vaði í sameiginlega sjóði o.s.frv. Formaður VG rak svo lestina með því að minna á að Bandaríkin reki dýrasta heilbrigðiskerfi í heimi. Allar umræður um heilbrigðismál eru af hinu góða en það er óþarfi að byrja á því að slá allar nýjar hugmyndir út af borðinu. Jafnframt er nauðsynlegt að líta með jákvæðum huga til þess sem vel er gert annars staðar í heilbrigðisþjónustu. Á hinum Norðurlöndunum er til dæmis rekstur heilsugæslunnar að miklu leyti í höndum sjálfstætt starfandi heimilislækna og þykir vel hafa tekist til víðast hvar. Alls staðar er verið að reyna að gera betur og ekki síst að styrkja fjármálastjórnina. Það er því fagnaðarefni að heilbrigðismálin hafi nú, með útspili heilbrigðisráðherra, fengið þá athygli sem lýst var eftir snemma vors. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þegar dró að alþingiskosningum fyrr á þessu ári var þess krafist að heilbrigðismál yrðu meðal helstu mála kosningabaráttunnar. Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi landlæknir, lýsti því yfir í greinum og á fundum að niðurskurðurinn á Landspítalanum væri kominn út yfir öll skynsamleg þolmörk og stefnan væri beint fram af bjargbrúninni. Þáverandi velferðarráðherra bað menn gæta stillingar og upplýsti jafnframt að niðurskurði til heilbrigðismála í kjölfar hrunsins væri lokið. Þrátt fyrir ötullega baráttu lentu heilbrigðismálin samt að mestu utangarðs. Stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar gaf heldur ekki miklar vonir um að átak yrði gert í endurreisn Landspítalans eða öðru sem snertir heilsu. Af boðskapnum sjálfum að dæma virtist sem látið yrði nægja að kítta í sprungur og mála gluggapósta og veggi þjóðarspítalans. Mikilvægast væri að treysta stöðu og rekstur núverandi starfsemi áður en ráðist verði í frekari endurskipulagningu og uppbyggingu heilbrigðiskerfisins til lengri tíma. Við þessi tíðindi virtist sem allur móður væri runnin af baráttumönnum fyrir nýjum spítala og menn myndu láta þetta yfir sig ganga eins og svo margt annað hin síðustu ár. Allt í einu, síðastliðinn sunnudag, var eins og sprengju væri kastað inn í gúrkutíð sumarsins. Kristján Þór Júlíusson, nýr heilbrigðisráðherra, var mættur á Sprengissand á átta hófahreinum. Á milli mjalta og messu lýsti hann því yfir að heilbrigðisþjónustan þyrfti ekki endilega að vera öll á hendi ríkisins. Ýmislegt annað væri í boði en að leggja þungar byrðar á heilbrigðiskerfi sem væri komið að fótum fram. Nú þegar væri mörgum verkefnum sinnt af einkaaðilum með miklum ágætum. Áður en sunnudagurinn var allur var forseti borgarráðs í Reykjavík kominn fram á völlinn og bauð heilsugæsluna velkomna í faðm borgarinnar. Nokkuð sem áformað var á árunum eftir að Akureyri og Hornafjörður voru gerð að reynslusveitarfélögum um miðjan tíunda áratuginn. Foringi krata undirstrikaði líka í viðtali að ríkið yrði að vita hvað það væri að kaupa og geta varið sig fyrir því að einkaaðilar skammti sér endurgjald og vaði í sameiginlega sjóði o.s.frv. Formaður VG rak svo lestina með því að minna á að Bandaríkin reki dýrasta heilbrigðiskerfi í heimi. Allar umræður um heilbrigðismál eru af hinu góða en það er óþarfi að byrja á því að slá allar nýjar hugmyndir út af borðinu. Jafnframt er nauðsynlegt að líta með jákvæðum huga til þess sem vel er gert annars staðar í heilbrigðisþjónustu. Á hinum Norðurlöndunum er til dæmis rekstur heilsugæslunnar að miklu leyti í höndum sjálfstætt starfandi heimilislækna og þykir vel hafa tekist til víðast hvar. Alls staðar er verið að reyna að gera betur og ekki síst að styrkja fjármálastjórnina. Það er því fagnaðarefni að heilbrigðismálin hafi nú, með útspili heilbrigðisráðherra, fengið þá athygli sem lýst var eftir snemma vors.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun