Greta Mjöll hætt í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2013 11:24 Greta Mjöll Samúelsdóttir. Mynd/Daníel Greta Mjöll Samúelsdóttir, landsliðskona og fyrirliði bikarmeistara Breiðabliks í kvennafótboltanum, tilkynnti það í dag á fésbókarsíðu sinni að hún sé hætt í fótbolta aðeins 26 ára gömul. „Í dag opinbera ég eina stærstu og erfiðustu ákvörðun lífs míns. Ég hef ákveðið að nú sé fótboltaferli mínum lokið," skrifar Greta Mjöll á fésbókinni. Greta Mjöll Samúelsdóttir skoraði níu mörk í Pepsi-deildinni síðasta sumar og vann sér sæti í fyrsta landsliðshóp Freys Alexanderssonar. Hún hjálpaði Breiðablik síðan að vinna sinn fyrsta titil frá árinu 2005 þegar liðið vann 2-1 sigur á Þór/KA í bikarúrslitaleiknum. „Álag og meiðsli hafa tekið sinn toll og ég hef barist við þetta hné mitt núna í 5 ár. Nú lýt ég í lægra haldi. Sársauki á hverjum degi er afar lýjandi og tekur einnig heilmikið á sálina. Ég kveð stelpurnar í Breiðablik með tár á hvarmi og söknuð í hjarta," segir Greta Mjöll í færslunni sinni. Greta Mjöll Samúelsdóttir lék alls 108 leiki í efstu deild fyrir Breiðablik og skoraði í þeim 57 mörk. Hún vann þrjá stóra titla með félaginu, Íslandsmeistaratitil 2005 og bikarmeistaratitla 2005 og 2013. „Ég gæti ekki verið stoltari af því að hafa fengið að vera fyrirliði þessa frábæra liðs og verða með þeim Bikarmeistari í sumar. Ég vil einnig þakka landsliðunum öllum fyrir dásamlega tíma frá því að ég var bara 14 ára. Svo var það auðvitað bara ómetanlegt að hafa skyndilega fengið að hoppa aftur í bláa liðið núna í haust og taka lokaskrefin með þeim í A-landsliðinu. Takk fyrir allt og Allt! ......nú er bara að leita að glugga. Greta," endar þessi litríki og skemmtilegi leikmaður færslu sína. Þetta er mikið áfall fyrir Breiðabliksliðið enda Greta Mjöll í stóru hlutverki hjá Kópavogsliðinu. Greta Mjöll var fyrirliði liðsins í sumar en eins hún sagði frá hér fyrir ofan þá hefur hún misst mikið úr síðustu árin vegna erfiða hnémeiðsla. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Greta Mjöll Samúelsdóttir, landsliðskona og fyrirliði bikarmeistara Breiðabliks í kvennafótboltanum, tilkynnti það í dag á fésbókarsíðu sinni að hún sé hætt í fótbolta aðeins 26 ára gömul. „Í dag opinbera ég eina stærstu og erfiðustu ákvörðun lífs míns. Ég hef ákveðið að nú sé fótboltaferli mínum lokið," skrifar Greta Mjöll á fésbókinni. Greta Mjöll Samúelsdóttir skoraði níu mörk í Pepsi-deildinni síðasta sumar og vann sér sæti í fyrsta landsliðshóp Freys Alexanderssonar. Hún hjálpaði Breiðablik síðan að vinna sinn fyrsta titil frá árinu 2005 þegar liðið vann 2-1 sigur á Þór/KA í bikarúrslitaleiknum. „Álag og meiðsli hafa tekið sinn toll og ég hef barist við þetta hné mitt núna í 5 ár. Nú lýt ég í lægra haldi. Sársauki á hverjum degi er afar lýjandi og tekur einnig heilmikið á sálina. Ég kveð stelpurnar í Breiðablik með tár á hvarmi og söknuð í hjarta," segir Greta Mjöll í færslunni sinni. Greta Mjöll Samúelsdóttir lék alls 108 leiki í efstu deild fyrir Breiðablik og skoraði í þeim 57 mörk. Hún vann þrjá stóra titla með félaginu, Íslandsmeistaratitil 2005 og bikarmeistaratitla 2005 og 2013. „Ég gæti ekki verið stoltari af því að hafa fengið að vera fyrirliði þessa frábæra liðs og verða með þeim Bikarmeistari í sumar. Ég vil einnig þakka landsliðunum öllum fyrir dásamlega tíma frá því að ég var bara 14 ára. Svo var það auðvitað bara ómetanlegt að hafa skyndilega fengið að hoppa aftur í bláa liðið núna í haust og taka lokaskrefin með þeim í A-landsliðinu. Takk fyrir allt og Allt! ......nú er bara að leita að glugga. Greta," endar þessi litríki og skemmtilegi leikmaður færslu sína. Þetta er mikið áfall fyrir Breiðabliksliðið enda Greta Mjöll í stóru hlutverki hjá Kópavogsliðinu. Greta Mjöll var fyrirliði liðsins í sumar en eins hún sagði frá hér fyrir ofan þá hefur hún misst mikið úr síðustu árin vegna erfiða hnémeiðsla.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira