Innlent

Ragnar seldi öll verkin af The Visitors á rúmlega 80 milljónir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ragnar Kjartansson.
Ragnar Kjartansson. fbl/daníel
Listamaðurinn Ragnar Kjartansson hefur selt öll sex eintökin af listaverkinu The Visitors en nokkur af virtustu listasöfnum heims festu kaup á verkunum.

The Visitors er alls sex eintök og fór hvert þeirra á 120 þúsund Bandaríkjadali en Viðskiptablaðið greinir frá þessu í dag.

Hvert verk fór á um 14 milljónir íslenskra króna og hefur því listamaðurinn selt verkin á um 84 milljónir.

Á meðal þeirra safna sem festu kaup á verkinu var Nútímalistasafnið í New York og í San Fransisco auk Migros-safnsins í Zurich í Sviss.

Þrátt fyrir að Ragnar hafi náð að selja þessi verk er mikill kostnaður á bakvið svona listaverk.

Alls tóku níu tónlistarmenn þátt í verkinu. Mikil eftirvinnsla og tæknivinna fylgi svona verkum auk þess sem greiða þarf fyrir höfundarétt og ferðakostnað allra þeirra sem tóku þátt.

Þess má geta að verkið er til sýnist á gallerí Kling & Bang í Reykjavík.


Tengdar fréttir

Allir listamenn eru konur

Ragnar Kjartansson myndlistarmaður er á sífelldum þönum við sýningahald um allan heim. Í augnablikinu er hann þó með fókusinn á Íslandi, opnar sýningu í Kling og Bang í dag og hannaði Kærleikskúluna í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×