Lásasmiður í stórhættu í skotbardaganum í Hraunbæ 4. desember 2013 20:22 Tæknideild lögreglu var við störf á vettvangi í gær. Á myndinni sést inn í íbúð mannsins, og kúlnagöt á veggnum eftir að hann skaut á lögreglumenn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Lásasmiður var kallaður til þegar sérsveit lögreglunnar reyndi að komast inn í íbúð mannsins sem stóð í skotbardaga við sérsveitina aðfaranótt mánudags í Hraunbæ. Maðurinn mun hafa verið í stórhættu þegar hann var við störf en maðurinn skaut nokkrum skotum í áttina að lögreglumönnunum þegar þeir reyndu að brjótast inn í íbúðina. Lásasmiður frá Neyðarþjónustunni hafði þá nýlokið við að brjóta upp lásinn á íbúðinni. Ólafur Már Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarþjónustunnar, vildi lítið tjá sig um málið í samtal við Vísi en sagði að útkallið hafi verið eðlilegt í upphafi. Það hafi í raun allt verið eðlilegt þar til að lásasmiðurinn hafði opnað hurðina og þá hófst skothríð. Ólafur Már staðfesti við fréttastofu Vísis að lásasmiðurinn væri enn frá vinnu en hann er væntanlegur til baka á næstu dögum. Ólafur vildi annars ekki tjá sig meira um málið en fyrirtækið er bundið trúnaði við sína viðskiptavini. Í kvöldfréttum RÚV var fjallað um að aldrei hafi komið fram að mögulega væri vopnaður maður inni íbúðinni þegar lásasmiðurinn var kallaður út. Lásasmiðurinn var því algjörlega óvarinn og í mikilli hættu. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Lásasmiður var kallaður til þegar sérsveit lögreglunnar reyndi að komast inn í íbúð mannsins sem stóð í skotbardaga við sérsveitina aðfaranótt mánudags í Hraunbæ. Maðurinn mun hafa verið í stórhættu þegar hann var við störf en maðurinn skaut nokkrum skotum í áttina að lögreglumönnunum þegar þeir reyndu að brjótast inn í íbúðina. Lásasmiður frá Neyðarþjónustunni hafði þá nýlokið við að brjóta upp lásinn á íbúðinni. Ólafur Már Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarþjónustunnar, vildi lítið tjá sig um málið í samtal við Vísi en sagði að útkallið hafi verið eðlilegt í upphafi. Það hafi í raun allt verið eðlilegt þar til að lásasmiðurinn hafði opnað hurðina og þá hófst skothríð. Ólafur Már staðfesti við fréttastofu Vísis að lásasmiðurinn væri enn frá vinnu en hann er væntanlegur til baka á næstu dögum. Ólafur vildi annars ekki tjá sig meira um málið en fyrirtækið er bundið trúnaði við sína viðskiptavini. Í kvöldfréttum RÚV var fjallað um að aldrei hafi komið fram að mögulega væri vopnaður maður inni íbúðinni þegar lásasmiðurinn var kallaður út. Lásasmiðurinn var því algjörlega óvarinn og í mikilli hættu.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira