Framsóknarflokkurinn mælist stærstur Hugrún Halldórsdóttir skrifar 15. mars 2013 17:09 Framsóknarflokkurinn ynni afgerandi sigur í þingkosningum ef kosið yrði nú og hefði nánast öll tromp á hendi við stjórnarmyndun samkvæmt nýrri könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Flokkurinn nýtur meira fylgis en Sjálfstæðisflokkurinn Samkvæmt könnuninni mælist Björt framtíð með rúmlega níu prósenta fylgi og bætir við sig núll komma þremur prósentustigum frá fyrri könnun sem gerð var fyrir hálfum mánuði. Framsóknarflokkurinn er tvímælalaust hástökkvarinn, bætir við sig rúmu fimm og hálfu prósenti, mælist nú með tæplega þrjátíu og tveggja prósenta fylgi og er þar með orðinn stærsti flokkurinn. Sjálfstæðisflokkurinn, sem var stærstur í síðustu könnun, er nú næststærstur, missir rúmt eitt og hálft prósent milli kannanna og mælist fylgi hans nú rúmlega tuttugu og sjö og hálft prósent. Samfylkingin er samkvæmt þessu þriðja stærsta stjórnmálaafl landsins, mælist með tæp fjórtán prósent og bætir því um einu prósentustigi við sig milli kannanna. Fylgi Vinstri Grænna hrynur. Flokkurinn mælist nú með rúmlega sjö prósenta fylgi en var með tólf prósent í síðustu könnun. Aðrar stjórnmálahreyfingar ná ekki fimm prósenta fylgi en samanlagt er fylgi þeirra tíu og hálft prósent.Samkvæmt þessum niðurstöðum fengi Björt Framtíð sex þingmenn ef gengið yrði til kosninga nú. Framsókn tuttugu og þrjá, Sjálfstæðisflokkurinn nítján, Samfylkingin tíu og vinstri Græn fimm. Framsóknarflokkurinn hefði þannig nánast öll tromp á hendi við stjórnarmyndun og gæti til dæmis myndað nýja ríkisstjórn ásamt Sjálfstæðisflokknum með fjörutíu og tveggja þingmanna meirihluta. Þá gæti hann fært sig til vinstri og myndað stjórn ásamt Samfylkingunni og Bjartri framtíð með þrjátíu og níu þingmanna meirihluta. Framsókn gæti þó endað úti í kuldanum og gætu Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og Björt Framtíð til dæmis myndað stjórn með þrjátíu og fimm þingmanna meirihluta. Þetta er auðvitað einungis dæmi um mynstur því fleiri eru í stöðunni samkvæmt þessum niðurstöðum. Úrtakið í könnuninni var 1.295 manns, en hringt var þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu úrtaki miðvikudaginn 13. mars og fimmtudaginn 14. mars. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 59,9 prósent þátttakenda í könnuninni afstöðu til spurningarinnar. Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Framsóknarflokkurinn ynni afgerandi sigur í þingkosningum ef kosið yrði nú og hefði nánast öll tromp á hendi við stjórnarmyndun samkvæmt nýrri könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Flokkurinn nýtur meira fylgis en Sjálfstæðisflokkurinn Samkvæmt könnuninni mælist Björt framtíð með rúmlega níu prósenta fylgi og bætir við sig núll komma þremur prósentustigum frá fyrri könnun sem gerð var fyrir hálfum mánuði. Framsóknarflokkurinn er tvímælalaust hástökkvarinn, bætir við sig rúmu fimm og hálfu prósenti, mælist nú með tæplega þrjátíu og tveggja prósenta fylgi og er þar með orðinn stærsti flokkurinn. Sjálfstæðisflokkurinn, sem var stærstur í síðustu könnun, er nú næststærstur, missir rúmt eitt og hálft prósent milli kannanna og mælist fylgi hans nú rúmlega tuttugu og sjö og hálft prósent. Samfylkingin er samkvæmt þessu þriðja stærsta stjórnmálaafl landsins, mælist með tæp fjórtán prósent og bætir því um einu prósentustigi við sig milli kannanna. Fylgi Vinstri Grænna hrynur. Flokkurinn mælist nú með rúmlega sjö prósenta fylgi en var með tólf prósent í síðustu könnun. Aðrar stjórnmálahreyfingar ná ekki fimm prósenta fylgi en samanlagt er fylgi þeirra tíu og hálft prósent.Samkvæmt þessum niðurstöðum fengi Björt Framtíð sex þingmenn ef gengið yrði til kosninga nú. Framsókn tuttugu og þrjá, Sjálfstæðisflokkurinn nítján, Samfylkingin tíu og vinstri Græn fimm. Framsóknarflokkurinn hefði þannig nánast öll tromp á hendi við stjórnarmyndun og gæti til dæmis myndað nýja ríkisstjórn ásamt Sjálfstæðisflokknum með fjörutíu og tveggja þingmanna meirihluta. Þá gæti hann fært sig til vinstri og myndað stjórn ásamt Samfylkingunni og Bjartri framtíð með þrjátíu og níu þingmanna meirihluta. Framsókn gæti þó endað úti í kuldanum og gætu Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og Björt Framtíð til dæmis myndað stjórn með þrjátíu og fimm þingmanna meirihluta. Þetta er auðvitað einungis dæmi um mynstur því fleiri eru í stöðunni samkvæmt þessum niðurstöðum. Úrtakið í könnuninni var 1.295 manns, en hringt var þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu úrtaki miðvikudaginn 13. mars og fimmtudaginn 14. mars. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 59,9 prósent þátttakenda í könnuninni afstöðu til spurningarinnar.
Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira