Víkingar íhuga að kæra Eyjamenn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. mars 2013 12:34 Mynd/Daníel Forráðamenn Víkings eru að skoða sín mál eftir að Fréttablaðið greindi frá því morgun að lykilmaður í liði ÍBV sé hér á landi í leyfisleysi. Nemanja Malovic er markahæsti leikmaður 1. deildar karla í handbolta og lykilmaður í toppliði ÍBV. Forráðamenn ÍBV sóttu hins vegar ekki um atvinnu- og dvalarleyfi fyrir hann í tæka tíð og því er hann hér á landi í trássi við landslög. Hann fékk hins vegar leikheimild hjá HSÍ. Samkvæmt núgildandi reglugerð gerir HSÍ ekki kröfur um að erlendir leikmenn sem koma frá löndum utan EES-svæðisins þurfi dvalar- og atvinnuleyfi til að fá leikheimild með íslenskum félögum. Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdarstjóri Víkings, sagði að þetta mál hafi ekki lagst vel í forráðamenn félagsins. ÍBV, Stjarnan og Víkingur eru í þremur efstu sætum deildarinnar og í harðri baráttu um sæti í efstu deild. „Það kemur til greina að kæra Eyjamenn," sagði Haraldur. „Ég sé fyrir mér að dómstóll HSÍ muni ýta þessu máli frá en við værum þá reiðubúnir að fara með það fyrir almenna dómstóla. Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um að kæra en það er vilji til að láta á það reyna." „Það er verið að leggja mikla vinnu í handboltann hér eins og á fleiri stöðum. Okkur þætti það ansi súrt ef ÍBV ætlar að koma sér upp á þennan hátt." ÍBV leikur gegn Þrótti í kvöld en Víkingur mætir Stjörnunni á sama tíma. Lykti síðarnefnda leiknum með jafntefli mun ÍBV tryggja sér sæti í efstu deild með sigri á Þrótturum. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, staðfesti við Fréttablaðið í gær að Malovic muni spila með Eyjamönnum í kvöld. „Þetta er flókið mál sem hefur áhrif á nánast öll lið í deildinni. Þetta gæti mögulega sett úrslitakeppni 1. deildarinnar úr skorðum," sagði Haraldur. Handbolti Tengdar fréttir Leikmaður ÍBV fékk ekki landvistarleyfi Ivana Mladenovic hefur líklega spilað sinn síðasta leik með handboltaliði ÍBV hér á landi, þar sem landvistarleyfi hennar er útrunnið. 11. mars 2013 10:13 Annar leikmaður ÍBV í leyfisleysi á Íslandi Markahæsti leikmaður toppliðs 1. deildar karla, Nemanja Malovic hjá ÍBV, er hér á landi án þess að vera með atvinnu- og dvalarleyfi. Malovic er á leið úr landi og klárar ekki tímabilið. Formaður ÍBV segir að bæta þurfi vinnubrögð félagsins. 15. mars 2013 07:00 Verðum að framfylgja lögum Leikmaður kvennaliðs ÍBV í handbolta þurfti að yfirgefa landið í vikunni þar sem hún var ekki með atvinnu- og dvalarleyfi frá Vinnumálastofnun. Sambærilegt mál vegna annars leikmanns hjá ÍBV er í skoðun. 13. mars 2013 07:00 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Forráðamenn Víkings eru að skoða sín mál eftir að Fréttablaðið greindi frá því morgun að lykilmaður í liði ÍBV sé hér á landi í leyfisleysi. Nemanja Malovic er markahæsti leikmaður 1. deildar karla í handbolta og lykilmaður í toppliði ÍBV. Forráðamenn ÍBV sóttu hins vegar ekki um atvinnu- og dvalarleyfi fyrir hann í tæka tíð og því er hann hér á landi í trássi við landslög. Hann fékk hins vegar leikheimild hjá HSÍ. Samkvæmt núgildandi reglugerð gerir HSÍ ekki kröfur um að erlendir leikmenn sem koma frá löndum utan EES-svæðisins þurfi dvalar- og atvinnuleyfi til að fá leikheimild með íslenskum félögum. Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdarstjóri Víkings, sagði að þetta mál hafi ekki lagst vel í forráðamenn félagsins. ÍBV, Stjarnan og Víkingur eru í þremur efstu sætum deildarinnar og í harðri baráttu um sæti í efstu deild. „Það kemur til greina að kæra Eyjamenn," sagði Haraldur. „Ég sé fyrir mér að dómstóll HSÍ muni ýta þessu máli frá en við værum þá reiðubúnir að fara með það fyrir almenna dómstóla. Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um að kæra en það er vilji til að láta á það reyna." „Það er verið að leggja mikla vinnu í handboltann hér eins og á fleiri stöðum. Okkur þætti það ansi súrt ef ÍBV ætlar að koma sér upp á þennan hátt." ÍBV leikur gegn Þrótti í kvöld en Víkingur mætir Stjörnunni á sama tíma. Lykti síðarnefnda leiknum með jafntefli mun ÍBV tryggja sér sæti í efstu deild með sigri á Þrótturum. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, staðfesti við Fréttablaðið í gær að Malovic muni spila með Eyjamönnum í kvöld. „Þetta er flókið mál sem hefur áhrif á nánast öll lið í deildinni. Þetta gæti mögulega sett úrslitakeppni 1. deildarinnar úr skorðum," sagði Haraldur.
Handbolti Tengdar fréttir Leikmaður ÍBV fékk ekki landvistarleyfi Ivana Mladenovic hefur líklega spilað sinn síðasta leik með handboltaliði ÍBV hér á landi, þar sem landvistarleyfi hennar er útrunnið. 11. mars 2013 10:13 Annar leikmaður ÍBV í leyfisleysi á Íslandi Markahæsti leikmaður toppliðs 1. deildar karla, Nemanja Malovic hjá ÍBV, er hér á landi án þess að vera með atvinnu- og dvalarleyfi. Malovic er á leið úr landi og klárar ekki tímabilið. Formaður ÍBV segir að bæta þurfi vinnubrögð félagsins. 15. mars 2013 07:00 Verðum að framfylgja lögum Leikmaður kvennaliðs ÍBV í handbolta þurfti að yfirgefa landið í vikunni þar sem hún var ekki með atvinnu- og dvalarleyfi frá Vinnumálastofnun. Sambærilegt mál vegna annars leikmanns hjá ÍBV er í skoðun. 13. mars 2013 07:00 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Leikmaður ÍBV fékk ekki landvistarleyfi Ivana Mladenovic hefur líklega spilað sinn síðasta leik með handboltaliði ÍBV hér á landi, þar sem landvistarleyfi hennar er útrunnið. 11. mars 2013 10:13
Annar leikmaður ÍBV í leyfisleysi á Íslandi Markahæsti leikmaður toppliðs 1. deildar karla, Nemanja Malovic hjá ÍBV, er hér á landi án þess að vera með atvinnu- og dvalarleyfi. Malovic er á leið úr landi og klárar ekki tímabilið. Formaður ÍBV segir að bæta þurfi vinnubrögð félagsins. 15. mars 2013 07:00
Verðum að framfylgja lögum Leikmaður kvennaliðs ÍBV í handbolta þurfti að yfirgefa landið í vikunni þar sem hún var ekki með atvinnu- og dvalarleyfi frá Vinnumálastofnun. Sambærilegt mál vegna annars leikmanns hjá ÍBV er í skoðun. 13. mars 2013 07:00