Engar eyjar í netheimum Chris Jagger og Jakob Þór Kristjánsson skrifar 25. maí 2013 06:00 Þessi grein varpar ljósi á aukið mikilvægi þess að almenningur sé meðvitaður um þær hættur sem leynast á netinu og hvaða ráð einstaklingar hafa til að öðlast aukið öryggi. 2,2 milljarðar manna nota netið og samtengd tæki eru orðin fleiri en notendurnir. Við erum hvert orðið háð aðgerðum annars á internetinu. Hinn samtengdi heimur sem við lifum í veitir milljörðum manna áður óþekkt tækifæri og ávinningurinn er augljós. Við kaupum vörur, notum heimabanka og stundum viðskipti á netinu. Mörg okkar eru alltaf tengd netinu, heima hjá okkur, í bílnum og í vinnunni. Fæst getum við hugsað okkur lífið án fjarsamskiptatækja, en því að vera háður einhverju fylgir varnarleysi. Hvar sem við erum stödd í heiminum erum við mögulega varnarlaus gegn tölvuþrjótum. Hætturnar ná þannig út í alla króka og kima heimsins og fara sífellt vaxandi, eru síbreytilegar og teygja anga sína í sífellu til nýrra sviða í lífi okkar. Það eru engar eyjar í netheimum. Mikilvægt er að almenningur geri sér í ríkari mæli grein fyrir þeim öryggishættum sem fyrirfinnast í netheimum. Einstaklingar, ekki einungis ríkisstjórnir og vinnuveitendur, verða að auka árvekni sína. Allt samfélagið verður að svara þessu kalli. Sem einstaklingar verðum við að vara okkur á þeim hættum sem við stöndum frammi fyrir á netinu og átta okkur á þeirri ábyrgð sem við berum gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Lykillinn að auknu öryggi okkar í netheimum er vitundarvakning sem einungis næst með fræðslu um hættur og viðeigandi ráðstöfunum. Sálfræðilegar hindranir Þó að við gerum okkur mörg grein fyrir því að við verðum að gera meira til að auka netöryggi okkar, eru þrjár sálfræðilegar hindranir sem nauðsynlegt er að ryðja úr vegi. Fyrsta og líklega stærsta hindrunin er sú viðtekna skoðun að netöryggi sé afar flókið tæknilegt viðfangsefni. Í þeirri fölsku skynjun felst að flest erum við ófær um að gera nokkuð í öryggismálum okkar og að slíkt hljóti að vera á ábyrgð annarra. Önnur hindrunin er sú trú að ef okkar eigin hegðun á netinu er heiðarleg, þá sé ekki hægt að valda okkur skaða og því sé óþarfi að grípa til aðgerða til varnar. Þriðja hindrunin er það sem virðist óyfirstíganlegt verkefni: safna og tileinka okkur þau feikn af upplýsingum sem nauðsynleg eru til að vera meðvituð, á varðbergi og viðbúin hættunum svo að við getum varist þeim. Til þess að ryðja þessum hindrunum úr vegi kynnum við hugtakið netheilbrigðisvitund. Þetta einfalda en jafnframt kraftmikla hugtak útskýrir þörfina á fræðslu á ákveðnum undirstöðuatriðum sem leiða okkur áleiðis að öruggari hegðun á netinu. Nýlegar alhliða rannsóknir benda til þess að um 80-90% þeirra ógna sem fyrir hendi eru á netinu væri hægt að fjarlægja með auknu netheilbrigði. Án réttrar tækniþekkingar og gagnaðgerða mun „vírusinn“ einfaldlega dreifa sér. Lausnin felst í því að koma netheilbrigðisvitund á framfæri við sem allra flesta netnotendur með auðskiljanlegum og greinargóðum hætti. Ein leið að því markmiði er að bjóða upp á þjálfun sem útskýrir öryggismál á netinu gegnum reynslusögur og með dæmum, þar sem einstaklingnum er gert kleift að nota lærdóminn í sínum eigin aðstæðum. Reynslusögurnar og dæmin verða að ná yfir allt litróf þess umhverfis sem við hrærumst í á netinu; á heimilinu, á skrifstofunni, á ferðalögum o.s.frv. Þessi lærdómsaðferð gerir einstaklingum kleift að byggja upp víðtækan skilning á þeim öryggishættum sem fylgja netnotkun og notkun þeirra í daglegu lífi. Netið hefur fært okkur nýjan heim og áður óþekkt tækifæri. Það er á okkar ábyrgð að skilja þær hættur sem honum fylgja og geta þannig notið tækifæranna sem í boði eru án þess að hljóta skaða af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Þessi grein varpar ljósi á aukið mikilvægi þess að almenningur sé meðvitaður um þær hættur sem leynast á netinu og hvaða ráð einstaklingar hafa til að öðlast aukið öryggi. 2,2 milljarðar manna nota netið og samtengd tæki eru orðin fleiri en notendurnir. Við erum hvert orðið háð aðgerðum annars á internetinu. Hinn samtengdi heimur sem við lifum í veitir milljörðum manna áður óþekkt tækifæri og ávinningurinn er augljós. Við kaupum vörur, notum heimabanka og stundum viðskipti á netinu. Mörg okkar eru alltaf tengd netinu, heima hjá okkur, í bílnum og í vinnunni. Fæst getum við hugsað okkur lífið án fjarsamskiptatækja, en því að vera háður einhverju fylgir varnarleysi. Hvar sem við erum stödd í heiminum erum við mögulega varnarlaus gegn tölvuþrjótum. Hætturnar ná þannig út í alla króka og kima heimsins og fara sífellt vaxandi, eru síbreytilegar og teygja anga sína í sífellu til nýrra sviða í lífi okkar. Það eru engar eyjar í netheimum. Mikilvægt er að almenningur geri sér í ríkari mæli grein fyrir þeim öryggishættum sem fyrirfinnast í netheimum. Einstaklingar, ekki einungis ríkisstjórnir og vinnuveitendur, verða að auka árvekni sína. Allt samfélagið verður að svara þessu kalli. Sem einstaklingar verðum við að vara okkur á þeim hættum sem við stöndum frammi fyrir á netinu og átta okkur á þeirri ábyrgð sem við berum gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Lykillinn að auknu öryggi okkar í netheimum er vitundarvakning sem einungis næst með fræðslu um hættur og viðeigandi ráðstöfunum. Sálfræðilegar hindranir Þó að við gerum okkur mörg grein fyrir því að við verðum að gera meira til að auka netöryggi okkar, eru þrjár sálfræðilegar hindranir sem nauðsynlegt er að ryðja úr vegi. Fyrsta og líklega stærsta hindrunin er sú viðtekna skoðun að netöryggi sé afar flókið tæknilegt viðfangsefni. Í þeirri fölsku skynjun felst að flest erum við ófær um að gera nokkuð í öryggismálum okkar og að slíkt hljóti að vera á ábyrgð annarra. Önnur hindrunin er sú trú að ef okkar eigin hegðun á netinu er heiðarleg, þá sé ekki hægt að valda okkur skaða og því sé óþarfi að grípa til aðgerða til varnar. Þriðja hindrunin er það sem virðist óyfirstíganlegt verkefni: safna og tileinka okkur þau feikn af upplýsingum sem nauðsynleg eru til að vera meðvituð, á varðbergi og viðbúin hættunum svo að við getum varist þeim. Til þess að ryðja þessum hindrunum úr vegi kynnum við hugtakið netheilbrigðisvitund. Þetta einfalda en jafnframt kraftmikla hugtak útskýrir þörfina á fræðslu á ákveðnum undirstöðuatriðum sem leiða okkur áleiðis að öruggari hegðun á netinu. Nýlegar alhliða rannsóknir benda til þess að um 80-90% þeirra ógna sem fyrir hendi eru á netinu væri hægt að fjarlægja með auknu netheilbrigði. Án réttrar tækniþekkingar og gagnaðgerða mun „vírusinn“ einfaldlega dreifa sér. Lausnin felst í því að koma netheilbrigðisvitund á framfæri við sem allra flesta netnotendur með auðskiljanlegum og greinargóðum hætti. Ein leið að því markmiði er að bjóða upp á þjálfun sem útskýrir öryggismál á netinu gegnum reynslusögur og með dæmum, þar sem einstaklingnum er gert kleift að nota lærdóminn í sínum eigin aðstæðum. Reynslusögurnar og dæmin verða að ná yfir allt litróf þess umhverfis sem við hrærumst í á netinu; á heimilinu, á skrifstofunni, á ferðalögum o.s.frv. Þessi lærdómsaðferð gerir einstaklingum kleift að byggja upp víðtækan skilning á þeim öryggishættum sem fylgja netnotkun og notkun þeirra í daglegu lífi. Netið hefur fært okkur nýjan heim og áður óþekkt tækifæri. Það er á okkar ábyrgð að skilja þær hættur sem honum fylgja og geta þannig notið tækifæranna sem í boði eru án þess að hljóta skaða af.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun