Ættleidd ungmenni í leit að uppruna sínum 25. maí 2013 06:00 Upprunaleit Þau Lisa Kanebäck og Sebastian Johansson frá Svíþjóð munu miðla reynslu sinni af upprunaleit á fundi æskulýðsfélags ættleiddra í dag. Ingunn Unnsteinsdóttir (til hægri) var ættleidd frá Srí Lanka árið 1985. Fréttablaðið/Anton „Það er alltaf að aukast að ungt fólk komi til okkar í upprunaleit,“ segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar, sem stendur fyrir fræðslufundum um helgina um leit ættleiddra ungmenna að uppruna sínum. Sérstakir gestir á fundunum eru þau Lisa Kanebäck og Sebastian Johansson, sem voru sem börn ættleidd til Svíþjóðar frá Kolkata á Indlandi, en sneru til baka á síðasta ári þar sem þau unnu meðal annars á barnaheimilinu þar sem Lisa dvaldi fyrstu mánuði ævi sinnar. Í samtali við Fréttablaðið segir hvort þeirra sína söguna um hvenær þráin til að vita meira um uppruna sinn gerði vart við sig. „Ég var sennilega bara fimm ára þegar ég áttaði mig á því að ég var frábrugðinn vinum mínum,“ segir Sebastian, sem er 29 ára gamall. „Áhuginn á að vita meira um uppruna minn magnaðist svo sífellt þegar ég varð fullorðinn, og mér fannst eins og það væri ákveðið tómarúm innra með mér.“ Lisa, sem er 23 ára, segist hins vegar ekkert hafa velt þessum málum fyrir sér, framan af. „Sem barn hugsaði ég aldrei um að ég væri frábrugðin öðrum. Ég bjó í litlu þorpi þar sem allir þekkja alla og komið var fram við alla á sama hátt. Áhuginn á að leita róta minna kom ekki fyrr en í framhaldsskóla. Þá fór ég meðal annars að velta því fyrir mér hvernig ég gæti gefið af mér þannig að ég kom mér í samband við ættleiðingastofnun og upp úr því ákvað ég að fara út til Indlands.“ Indlandsdvöl Sebastians og Lisu var gefandi að þeirra sögn, en kom um leið á óvart. „Ég hélt að ég myndi komast í tengsl við indverskar rætur,“ segir Sebastian, „en þess í stað áttaði mig betur á því að ég er sænskur í gegn.“ Lisa tekur í sama streng. „Ég hélt að ég myndi upplifa mig indverska, þar sem ég var umkringd fólki sem líkist mér, en þess í stað áttaði ég mig enn betur á því að ég er algjörlega sænsk,“ segir hún og hlær. Bæði hafa þau fullan hug á að fara aftur til Indlands á næstunni til að vinna með börnum. Fundirnir verða tveir og eru haldnir verða í gamla Sjómannaskólanum, annars vegar klukkan 14 í dag, þar sem ættleidd ungmenni hittast, og hins vegar á sama tíma á morgun en sá fundur er öllum opinn. thorgils@frettabladid.is Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
„Það er alltaf að aukast að ungt fólk komi til okkar í upprunaleit,“ segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar, sem stendur fyrir fræðslufundum um helgina um leit ættleiddra ungmenna að uppruna sínum. Sérstakir gestir á fundunum eru þau Lisa Kanebäck og Sebastian Johansson, sem voru sem börn ættleidd til Svíþjóðar frá Kolkata á Indlandi, en sneru til baka á síðasta ári þar sem þau unnu meðal annars á barnaheimilinu þar sem Lisa dvaldi fyrstu mánuði ævi sinnar. Í samtali við Fréttablaðið segir hvort þeirra sína söguna um hvenær þráin til að vita meira um uppruna sinn gerði vart við sig. „Ég var sennilega bara fimm ára þegar ég áttaði mig á því að ég var frábrugðinn vinum mínum,“ segir Sebastian, sem er 29 ára gamall. „Áhuginn á að vita meira um uppruna minn magnaðist svo sífellt þegar ég varð fullorðinn, og mér fannst eins og það væri ákveðið tómarúm innra með mér.“ Lisa, sem er 23 ára, segist hins vegar ekkert hafa velt þessum málum fyrir sér, framan af. „Sem barn hugsaði ég aldrei um að ég væri frábrugðin öðrum. Ég bjó í litlu þorpi þar sem allir þekkja alla og komið var fram við alla á sama hátt. Áhuginn á að leita róta minna kom ekki fyrr en í framhaldsskóla. Þá fór ég meðal annars að velta því fyrir mér hvernig ég gæti gefið af mér þannig að ég kom mér í samband við ættleiðingastofnun og upp úr því ákvað ég að fara út til Indlands.“ Indlandsdvöl Sebastians og Lisu var gefandi að þeirra sögn, en kom um leið á óvart. „Ég hélt að ég myndi komast í tengsl við indverskar rætur,“ segir Sebastian, „en þess í stað áttaði mig betur á því að ég er sænskur í gegn.“ Lisa tekur í sama streng. „Ég hélt að ég myndi upplifa mig indverska, þar sem ég var umkringd fólki sem líkist mér, en þess í stað áttaði ég mig enn betur á því að ég er algjörlega sænsk,“ segir hún og hlær. Bæði hafa þau fullan hug á að fara aftur til Indlands á næstunni til að vinna með börnum. Fundirnir verða tveir og eru haldnir verða í gamla Sjómannaskólanum, annars vegar klukkan 14 í dag, þar sem ættleidd ungmenni hittast, og hins vegar á sama tíma á morgun en sá fundur er öllum opinn. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent