Tónlist

One Direction gerir risasamning

One Direction hefur undirritað nýjan og risastóran plötusamning við útgáfufyrirtækin Syco, sem er í eigu Simons Cowell, og Sony.

Samkvæmt samningnum skuldbindur breska strákabandið sig til að halda áfram störfum að minnsta kosti til ársins 2016 og gefa út þrjár nýjar plötur.

Talið er að félagarnir Niall Horan, Zayn Malik, Liam Payne, Harry Styles og Louis Tomlinson fái í sinn hlut tíu milljónir punda fyrir samninginn, eða um tvo milljarða króna.

Næsta plata One Direction, Midnight Memories, kemur út í nóvember. Tónleikaferð um heiminn fylgir á eftir.

Strákabandið sló í gegn í þættinum X-Factor árið 2010.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.