Undanúrslitin í Lengjubikar karla í körfubolta fara fram í Njarðvík í kvöld. Í fyrsta skipti fer keppnin öll fram í aðdraganda deildarkeppninnar.
Keflavík og Snæfell mætast í fyrri undanúrslitaviðureigninni í kvöld klukkan 18. Í kjölfarið mætast Grindavík og KR. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, viðurkennir að bikarinn sem í boði er sé ekki sá stærsti.
„Ég held að öll liðin séu sammála um að þetta sé æfingamót,“ segir Sverrir Þór. Um leið sé þetta hins vegar eina mótið sem er í gangi þannig að öll liðin eru til í að vinna þetta. Nýja fyrirkomulagið sé auk þess betra en hið gamla.
„Þegar keppnin fer fram fyrir deildina er frekar hægt að einbeita sér að því að vinna hana. Þegar hún dregst inn á mitt tímabil eru þjálfarar kannski frekar að dreifa álaginu,“ segir Sverrir Þór sem á von á jafnri deild í vetur.
„Þetta var jafnt í fyrra og verður ekki síður jöfn keppni í ár. Ég sé fyrir mér að fimm til sex lið gætu verið í baráttu um titilinn í ár.“
Sverrir Þór sagði í viðtali í Fréttablaðinu í morgun að Grindvíkingar hefðu trú á því að liðið gæti nælt í nokkra bikara í vetur. Viðtalið má sjá hér.
Segir fyrirkomulagið í ár betra
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu
Enski boltinn

Leeds sló eigið stigamet
Enski boltinn

„Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“
Körfubolti

„Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“
Íslenski boltinn

„Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“
Körfubolti



„Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
