Billy Graham eyðir stórfé í Hátíð vonar Freyr Bjarnason skrifar 27. september 2013 07:00 Ragnar Gunnarsson er framkvæmdastjóri Hátíðar vonar. Fréttablaðið/Vilhelm „Það liggur í augum uppi að það er ekki ókeypis að leigja Höllina, birta allar þessar auglýsingar og hafa allan þennan tækjabúnað sem til þarf. Markmiðið er að gera þetta vel, þannig að öllum líði vel,“ segir Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hátíðar vonar. Aðalpredikari trúarhátíðarinnar verður Franklin Graham, sem er þekktur fyrir andstöðu sína gegn sýnileika samkynhneigðra í fjölmiðlum, hjónaböndum samkynhneiðra og islamstrú. Mikil auglýsingaherferð hefur staðið yfir í fjölmiðlum og á strætisvagnaskýlum til að kynna hátíðina, sem verður haldin í Laugardalshöll á morgun og sunnudag. Aðspurður hver borgar brúsann segir Ragnar að peningarnir komi úr ýmsum áttum. „Hluti af þessu er greiddur af kirkjum og einstaklingum hér innanlands og hluti af samtökum Billys Graham [hins heimsfræga sjónvarpspredikara og föður Franklins Graham]. Ég veit ekki endanlega fjárhagáætlun. Fjármálin verða lögð á borðið þegar þetta er allt búið og uppgert,“ segir hann en reiknar með að kristniboðssamtök Billy Graham greiði meira en helming kostnaðarins. Telja má líklegt að heildarkostnaður nemi tugum milljóna króna. Auk leigu Laugardalshallar, tækjabúnaðar og greiðslu fyrir auglýsingar kemur hingað tólf manna hljómsveit frá Bandaríkjunum með Franklin Graham. Ókeypis er inn á hátíðina og verða þrjú þúsund sæti í boði í Höllinni. „Þetta er kristinleg samkoma og þær eru yfirleitt ókeypis. Við viljum ekki að fjármagn standi í vegi fyrir neinum að koma og njóta þess sem er í boði,“ segir Ragnar.Samtökin '78 halda einnig hátíð Samtökin ´78 ætla að halda eigin mannréttindahátíð í Þróttarheimilinu, rétt hjá Laugardalshöll, milli klukkan 17 og 18 á laugardaginn. Hátíðin heitir Glæstar vonir. Séra Sigríður Guðmarsdóttir, prestur í Guðríðarkirkju, og Sigurður Hólm Gunnarsson frá Siðmennt stíga í pontu, auk þess sem tónlistaratriði verða í boði. „Hátíðin er haldin til að leggja áherslu á að mannréttindi, jafnfrétti og mannleg reisn hverrar manneskju sé ofan á í okkar samfélagi. Við gerum þetta á okkar eigin forsendum en tímasetningin er engin tilviljun,“ segir Anna Pála Sverrisdóttir, formaður samtakanna. „Ég hvet fólk eindregið til að mæta og sýna að í okkar samfélagi sé jafnrétti og sömu mannréttindi fyrir allt fólk efst á dagskrá.“ Friðsamleg mótmæli hafa einnig verið skipulögð fyrir utan Laugardalshöll vegna þátttöku Franklins Graham í Hátíð vonar. Samtökin ´78 standa ekki fyrir þeim. Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Það liggur í augum uppi að það er ekki ókeypis að leigja Höllina, birta allar þessar auglýsingar og hafa allan þennan tækjabúnað sem til þarf. Markmiðið er að gera þetta vel, þannig að öllum líði vel,“ segir Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hátíðar vonar. Aðalpredikari trúarhátíðarinnar verður Franklin Graham, sem er þekktur fyrir andstöðu sína gegn sýnileika samkynhneigðra í fjölmiðlum, hjónaböndum samkynhneiðra og islamstrú. Mikil auglýsingaherferð hefur staðið yfir í fjölmiðlum og á strætisvagnaskýlum til að kynna hátíðina, sem verður haldin í Laugardalshöll á morgun og sunnudag. Aðspurður hver borgar brúsann segir Ragnar að peningarnir komi úr ýmsum áttum. „Hluti af þessu er greiddur af kirkjum og einstaklingum hér innanlands og hluti af samtökum Billys Graham [hins heimsfræga sjónvarpspredikara og föður Franklins Graham]. Ég veit ekki endanlega fjárhagáætlun. Fjármálin verða lögð á borðið þegar þetta er allt búið og uppgert,“ segir hann en reiknar með að kristniboðssamtök Billy Graham greiði meira en helming kostnaðarins. Telja má líklegt að heildarkostnaður nemi tugum milljóna króna. Auk leigu Laugardalshallar, tækjabúnaðar og greiðslu fyrir auglýsingar kemur hingað tólf manna hljómsveit frá Bandaríkjunum með Franklin Graham. Ókeypis er inn á hátíðina og verða þrjú þúsund sæti í boði í Höllinni. „Þetta er kristinleg samkoma og þær eru yfirleitt ókeypis. Við viljum ekki að fjármagn standi í vegi fyrir neinum að koma og njóta þess sem er í boði,“ segir Ragnar.Samtökin '78 halda einnig hátíð Samtökin ´78 ætla að halda eigin mannréttindahátíð í Þróttarheimilinu, rétt hjá Laugardalshöll, milli klukkan 17 og 18 á laugardaginn. Hátíðin heitir Glæstar vonir. Séra Sigríður Guðmarsdóttir, prestur í Guðríðarkirkju, og Sigurður Hólm Gunnarsson frá Siðmennt stíga í pontu, auk þess sem tónlistaratriði verða í boði. „Hátíðin er haldin til að leggja áherslu á að mannréttindi, jafnfrétti og mannleg reisn hverrar manneskju sé ofan á í okkar samfélagi. Við gerum þetta á okkar eigin forsendum en tímasetningin er engin tilviljun,“ segir Anna Pála Sverrisdóttir, formaður samtakanna. „Ég hvet fólk eindregið til að mæta og sýna að í okkar samfélagi sé jafnrétti og sömu mannréttindi fyrir allt fólk efst á dagskrá.“ Friðsamleg mótmæli hafa einnig verið skipulögð fyrir utan Laugardalshöll vegna þátttöku Franklins Graham í Hátíð vonar. Samtökin ´78 standa ekki fyrir þeim.
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira