Lífið

Rihanna óttaðist um öryggi sitt

Rihanna hefur fengið nálgunarbann á karlmann að nafni Robert Melason, sem handtekinn var í síðustu viku uppi á þaki á húsi söngkonunnar í Kaliforníu.

Rihanna sagði við lögregluna að hún óttaðist um öryggi sitt eftir að maðurinn var handtekinn. Maðurinn var vistaður á geðdeild í kjölfarið en hann heldur því fram að hann hafi ekki vitað að söngkonan ætti heima í tilteknu húsi.

Lögreglan hefur engu að síður skipað honum að halda sig tímabundið í rúmlega 90 metra fjarlægð frá Rihönnu, heimili hennar og vinnustað, en það kemur í ljós hinn 10. júlí hvort nálgunarbannið verði varanlegt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.