Innlent

Flugvöllurinn verður í Reykjavík til 2022

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Skrifað undir samninginn í Hörpu fyrr í dag.
Skrifað undir samninginn í Hörpu fyrr í dag. Mynd/Stefán
Skrifað var undir samkomulag milli ríkis og borgar um Reykjavíkurflugvöll fyrir stundu. Flugvöllurinn verður starfræktur í núverandi mynd, með tveimur flugbrautum, til ársins 2022. Í samkomulaginu felst einnig að vinna verður hafin við að fullkanna aðra kosti fyrir framtíðarstaðsetningu flugvallar á höfuðborgarsvæðinu.

Stofnaður verður stýrihópur undir formennsku Rögnu Árnadóttur sem er sameiginlegur fulltrúi þeirra þriggja aðila sem að samkomulaginu standa. Til þeirrar vinnu verður boðið hagsmunaaðilum á svæðinu, auk fulltrúa þeirra sem beitt hafa sér fyrir því að flugvöllurinn í Vatnsmýri verði eða fari.

Í samkomulaginu segir einnig að afstaða ríkisvaldsins sé að tryggja öryggi í innanlandsflugi með þeim hætti að næstu ár geti flugvöllur í Vatnsmýri sinnt því hlutverki sem honum er ætlað. 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×