Leit hafin að nýju flugvallarstæði fyrir höfuðborgarsvæðið Heimir Már Pétursson skrifar 25. október 2013 19:51 Líf Reykjavíkurflugvallar var framlengt um sex ár með samkomulagi milli ríkis, borgar og Icelandair Group sem undirritað var í dag. Nefnd undir formennsku Rögnu Árnadóttur, fyrrverandi dómsmálaráðherra, á að finna flugvellinum nýjan stað. Framtíð Reykjavíkurflugvallar stefndi í að verða eitt aðalkosningamálið fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Með undirritun samkomulagsins í dag hafa stjórnmálamenn kannski skapað sér frið um málið út næsta kjörtímabil. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Jón Gnarr borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs og Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group undirrituðu samkomulagið í Hörpu í dag. Það felur í sér að minnsta flugbraut flugvallarins, norð-austur, suð-vestur flugbrautin verður lögð af á næsta ári og önnur aðalflugbraut vallarins, norður-suður brautin fær að vera í notkun sex árum lengur en skipulag gerir ráð fyrir, eða til ársins 2022. Þá eru samningsaðilar sammála um að innanlandsflugvöllur á höfuðborgarsvæðinu sé fyrsti kostur til framtíðar. Skipuð verður nefnd undir formennsku Rögnu Árnadóttur fyrrverandi dómsmálaráðherra sem skila á tillögum um framtíðarflugvöll fyrir Reykjavík fyrir árslok 2014.Var ekki með þessi einfaldlega verið að aftengja pólitíska sprengju rétt fyrir kosningar? „Nei, sannarlega ekki. Það er verið að tryggja öryggi í samgöngum á Íslandi. Það er verið að tryggja öryggi í innanlandsflugi. Það hefur ekkert að gera með neinar kosningar eða pólitík til eða frá. Markmið ríkisins er alveg skýrt, það er að tryggja öryggi í þessum samgöngum. Það skiptir miklu máli fyrir okkur að hafa þessar tvær brautir í fullri fúnksjón næstu ári,“ segir innanríkisráðherra.Tekist hefur verið á um framtíð Reykjavíkurflugvallar árum saman án þess að niðurstaða fengist. Hvað bendir þá til þess að betur takist til í þetta skipti?„Nýir tímar, nýtt fólk og nýjar áherslur. Það skiptir máli og það er auðvitað þannig að íslenskt samfélag er að glíma við ákveðin viðfangsefni núna. Risastór verkefni. Og það er bara ekki rétti tíminn til að vera takast á við þetta og átök og ágreiningur um flugvöll eru ekki tímabær núna,“ segir Hanna Birna. „Ég held að hluti af andstöðunni við að færa völlinn sé að það er enginn kostur á borðinu sem fólk hefur trú á. Þess vegna er andstaðan eðlileg. En um leið og allir sem þurfa að koma að svona máli fara í það af heilindum um að finna bestu lausnir er ég sanfærður um að þær finnist,“ segir Dagur B. Eggertsson. Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group vonar að heiðarlega verið unnið að framtíðarmálum innanlandsflugvallar. „Og við komumst að niðurstöðu þannig að það verði flugvöllur í Reykjavík sem ég tel afskaplega mikilvægt. Ekki bara fyrir innanlandsflugið heldur fyrir ferðaþjónustuna og vöxt í ferðaþjónustunni heilt yfir,“ segir Björgólfur. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Sjá meira
Líf Reykjavíkurflugvallar var framlengt um sex ár með samkomulagi milli ríkis, borgar og Icelandair Group sem undirritað var í dag. Nefnd undir formennsku Rögnu Árnadóttur, fyrrverandi dómsmálaráðherra, á að finna flugvellinum nýjan stað. Framtíð Reykjavíkurflugvallar stefndi í að verða eitt aðalkosningamálið fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Með undirritun samkomulagsins í dag hafa stjórnmálamenn kannski skapað sér frið um málið út næsta kjörtímabil. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Jón Gnarr borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs og Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group undirrituðu samkomulagið í Hörpu í dag. Það felur í sér að minnsta flugbraut flugvallarins, norð-austur, suð-vestur flugbrautin verður lögð af á næsta ári og önnur aðalflugbraut vallarins, norður-suður brautin fær að vera í notkun sex árum lengur en skipulag gerir ráð fyrir, eða til ársins 2022. Þá eru samningsaðilar sammála um að innanlandsflugvöllur á höfuðborgarsvæðinu sé fyrsti kostur til framtíðar. Skipuð verður nefnd undir formennsku Rögnu Árnadóttur fyrrverandi dómsmálaráðherra sem skila á tillögum um framtíðarflugvöll fyrir Reykjavík fyrir árslok 2014.Var ekki með þessi einfaldlega verið að aftengja pólitíska sprengju rétt fyrir kosningar? „Nei, sannarlega ekki. Það er verið að tryggja öryggi í samgöngum á Íslandi. Það er verið að tryggja öryggi í innanlandsflugi. Það hefur ekkert að gera með neinar kosningar eða pólitík til eða frá. Markmið ríkisins er alveg skýrt, það er að tryggja öryggi í þessum samgöngum. Það skiptir miklu máli fyrir okkur að hafa þessar tvær brautir í fullri fúnksjón næstu ári,“ segir innanríkisráðherra.Tekist hefur verið á um framtíð Reykjavíkurflugvallar árum saman án þess að niðurstaða fengist. Hvað bendir þá til þess að betur takist til í þetta skipti?„Nýir tímar, nýtt fólk og nýjar áherslur. Það skiptir máli og það er auðvitað þannig að íslenskt samfélag er að glíma við ákveðin viðfangsefni núna. Risastór verkefni. Og það er bara ekki rétti tíminn til að vera takast á við þetta og átök og ágreiningur um flugvöll eru ekki tímabær núna,“ segir Hanna Birna. „Ég held að hluti af andstöðunni við að færa völlinn sé að það er enginn kostur á borðinu sem fólk hefur trú á. Þess vegna er andstaðan eðlileg. En um leið og allir sem þurfa að koma að svona máli fara í það af heilindum um að finna bestu lausnir er ég sanfærður um að þær finnist,“ segir Dagur B. Eggertsson. Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group vonar að heiðarlega verið unnið að framtíðarmálum innanlandsflugvallar. „Og við komumst að niðurstöðu þannig að það verði flugvöllur í Reykjavík sem ég tel afskaplega mikilvægt. Ekki bara fyrir innanlandsflugið heldur fyrir ferðaþjónustuna og vöxt í ferðaþjónustunni heilt yfir,“ segir Björgólfur.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Sjá meira